Margir á netinu draga rangar ályktanir af Tétníu stríðinu ca. 2000, þegar Pútín kramdi uppreisn Téténa - sumir álíta fordæmi fyrir Sýrland

Ég hef séð þessa hugmynd í umræðunni -- kenningin er einföld, að eftir að Pútín kramdi uppreisnina í Téténíu ca. 2000, og beitti við það óskaplega harkalegum aðferðum sbr. að halda höfuðstað Tétníu Groznyi undir sprengjuregni mánuðum saman - áður en ráðist var til atlögu.
Talið að - tugir þúsunda Téténa - hafi látið lífið í höfuðborg sinni einni saman.
Herlið Pútíns - fór síðan um Téténíu alla með eldibrandi, og á eftir stóð vart steinn yfir steini í nokkurri byggð í Téténíu.
Mannfall Téténa getur hafa verið nærri 15% þjóðarinnar, sem var um milljón áður en átökin hófust.
Höfum í huga, að nærri helmingur íbúa flúði til nágranna héraða Rússlands, meðan að á verstu átökunum stóð.
Og síðan sneru þeir flestir til baka <--> Pútín setti Téténa til valda, sem einræðisherra, og sá hefur síðan stjórnað landinu með gýfurlegri hörku, og nokkurn veginn -- komst á friður.

The War of Western Failures: Hopes for Syria Fall with Aleppo


Það áhugaverða er að þetta gæti raunverulega verið fyrirmynd Rússa innan Sýrlands!

  1. Gríðarlega harkalegar árásir á byggðir í landinu undir stjórn uppreisnar -- neyða mikinn fjölda fólks til að gerast landflótta. Þ.e. svipað rás atburða í Téténíu.
  2. Fullkomlega miskunnarlaus beiting stórskotaliðs og sprengjuvéla, eyðileggur alla innviði samfélaga -- en einnig veldur stórfelldu manntjóni. Skv. nýjustu áætlunum er manntjón yfir 400þ. - hugsanlega svo mikið sem 500þ.

    ""For the last two weeks, we&#39;ve been living a nightmare that is worse than everything that has come before," says Hamza, a young doctor in an Aleppo hospital." - "...most of their time is spent sorting body parts so they can turn them over to family members for burial. Russian missiles, he says, tear everyone apart who is within 35 meters of the impact." - ""On one day, we had 22 dead civilians. The day before that, it was 20 injured children. A seven-year-old died and an eight-year-old lost his left leg." The Russians attacked in the morning, he says, as the children were on their way to school."

    Aðspurðir -- neita rússn. stjv. árásum á almenna borgara, en það virðist dæmigerð viðbrögð stjórnar Pútíns, að neita - skiptir engu máli hve miklar sannanir eru á móti þeim.
  3. Rússneskur hershöfðingi nýlega lýsti yfir eftirfarandi - hann hefur vart gert það í andstöðu við Pútín:
    "Retired General Leonid Ivashov, once a high-ranking Defense Ministry official and now the president of the Academy of Geopolitical Problems in Moscow, weeks ago declared 2016 to be a decisive year "in which Russia takes a leading role in the Middle East, thereby challenging the West and reestablishing its civilizing determination. Russia is becoming an independent geo-political actor."He says that Russia has redefined its goals and will distance itself from the West, thereby breaking America&#39;s dominant role. The Middle East, he believes, will be the focus of conflict."

Síðan segja þeir sem styðja þessa stefnu Rússa -- að eftir að uppreisnin hafi verið kramin, með því að einfaldlega drepa þá alla - eins og Pútín gerði í Téténíu.
Þá gerist það sama og í Téténíu, að stríðinu ljúki - og flóttamenn snúi heim.


Vandinn við þá sýn, er að það algerlega leiðir hjá sér hve margt er ólíkt

  1. Téténía, er byggð einu fólki - og að auki er landið einungis með ein ráðandi trúarbrögð.
  2. Síðan, ræður Rússland öllum landsvæðum hringinn í kring um Téténíu.

Til samanburðar þá er:

  1. Sýrland klofið í a.m.k. 3-mikilvæga trúarhópa, þ.e. Alavi fólkið 12% þjóðarinnar fyrir stríð og hefur eigin sértrú, og sá hópur hefur ráðið stjórn landsins í 60 ár, en Assadarnir eru Alavar. Síðan eru það Shítar og Súnnítar - Súnnítar fyrir stríð ca. 70% heildaríbúafjölda.
  2. Megin þátttakendur í uppreisn, hafa verið -- Súnní Araba hluti íbúa. Sem m.a. sést á því að -- allir uppreisnarhópar eru Súnní. Samtímis, að allir stuðningshópar stjórnarinnar -- eru af öðrum trúarhópum. Þannig hefur myndst mjög skýr -- trúarskipting í átökunum, eiginlega nánast allan liðlangan tímann.
  3. Og ekki síst -- Sýrland er umkringt sjálfstæðum löndum, sem langsamlega flest eru með meirihluta íbúa Súnní Íslam trúar.

Þegar hermenn stjórnarinnar -- eru af öðrum túarhópi, en þeim sem gerir uppreisn.
Og þeir eru studdir síðan af 3-trúarhópnum þ.e. Shítum með ráði og dáð.

Þá verður stríðið til þess að efla upp haturs ástand Súnní Íslam trúarfólks.
Gagnvart Shia Íslam trúarfólks og Alavi trúarfólki.

  1. Og þegar haft er í huga -- að vegna eðlis stríðsins, að uppreisnarmenn eru studdir af fjölmennasta trúarhópnum.
  2. Og mjög grimmileg beiting stórskotavopna og loftárása -- veldur því að byggðir í uppreisn eru lagðar meira eða minna gersamlega í rúst, sem þá einkum leiðir til landflótta -- almennra borgara af þeim hópi sem einkum fór í uppreisn.

Þá er útkoman -- mjög lík skipulagðri þjóðernishreinsan.

  1. Þ.e. útkoman sé að Súnní Araba hluti íbúa sé einkum hrakinn á flótta.
  2. Sem breyti íbúaskiptingu landsins.

En punkturinn er sá -- að það er afar ósennilegt að þetta fólk snúi aftur heim!

 

Við erum þá að tala um - varanlega breytingu á íbúaskiptingu, ef Pútín raunverulega tekst að leiða Assad til sigurs yfir helstu núverandi uppreisnarhópum, og ná þeirra umráðasvæðum

En ljóst hlýtur að vera -- að áframhald núverandi aðferða, að leggja byggðir í uppreisn gersamlega í rúst.
Líkt og Pútín gerði í Tétníu -- og um hríð hrakti um helming Téténa á brott.

Hlýtur að leiða fram -- áframhald fjölgunar landflótta Sýrlendinga.
Sem þegar eru 4,5-5 milljónir.

Ég get vel séð fyrir mér -- allt að 3-milljónir bætast við þá tölu.
Sem mundi þá þíða -- að Súnní Araba meirihluti landsmanna fyrir stríð, hefði mestu verið hrakinn úr landi.

  1. Punkturinn er sá -- að það fólk sem hrekst burt, vegna þess að byggðir þær þar sem það bjó, hafa verið gersamlega lagðar í rúst - samfélags innviðir eyðilagðir gersamlega þar sem það áður bjó.
  2. Hefur þá að engu að hverfa, ef það ætti að fara heim -- sem þíðir að mun vænlegra sé sennilega í augum þess fólks, að vera áfram í flóttamannabúðum á erlendri grundu.
  3. Að auki bætist <--> Að sama stjórnin væri enn við völd, sem sprengdi upp hús þeirra - drap ættingja þeirra, limlesti jafnvel þeirra börn eða drap - mjög sennilega mundi leynilögregla Assad beita þá sem sneru til baka "miklum terror."
    Þannig, að -- endurkoma mundi ekki beint líta aðlaðandi út.
  4. Það þíðir þá <--> að hugsanlega allt að 8-milljón Sýrlendingar, verða varanlega landflótta. Sem væri -- bróðurpartur Súnní Araba íbúa fyrir stríð.


Það sem við erum þá að tala um -- er sambærilegan atburð við það hvað gerðist í stríði Ísraels við Araba 1947, þegar Ísraelar hröktu mikinn fjölda Palestínumanna úr landi

Þeir urðu síðan að -- varanlegum flóttamönnum í flestum tilvikum.
En áhugaverði punkturinn er sá -- að flóttamannabyggðir í nágrannalöndum Ísraels, urðu mjög fljótlega að stöðugri öryggisógn fyrir Ísrael.

  • Ég er að segja -- að þó svo að Pútín neyði fram a.m.k. hluta sigur í átökum innan Sýrlands.
  • Þá sé afar ósennilegt -- að því fylgi friður.

Frekar muni átök myndbreytast í nýjar byrtingamyndir.
Eins og í átökum Ísraela við Palestínumenn -- sé líklegt að komandi kynslóðir viðhaldi átökum.

  1. Ef Rússland er að dreyma um að verða áhrifaríki í Mið-Austurlöndum, þá virðist "ca. bout" geta verið -- að Rússar vonist eftir að verða áfram bandamenn Írans.
  2. En þá stæðu þeir á sama tíma -- gegn fjölmennustu hópum Mið-Austurlanda, Súnní Múslimum.

Þá mundi beiting Rússa -- eiginlega, stuðla að áframhaldandi stigmögnun átaka Írans.
Við Súnní Araba ríki!

  • Þar með -- líklega leiða til vaxandi átaka milli þessara 2-ja helstu trúarhópa Mið-Austurlanda.

En mér virðist afar sennilegt -- af ef við ímyndum okkar nokkurs konar "repeat" af átökum Ísraels við Araba -- nema að þá er Íran í hlutverki Ísraels.
En Bandaríkin og Evrópa styðja Araba -- þá er ég ekki alveg að sjá það fyrir mér, að til lengri tíma litið þá sé það líklegt að útkoman verði sú sama og hjá Ísrael, þ.e. sigrar á sigra ofan.

  1. En þetta er einmitt sú sviðsmynd sem ég tel líklegustu útkomu -- þess að Pútín styðji Assad til þess að hrekja meirihluta Súnní Araba íbúa Sýrlands úr landi.
  2. Að í stað þess að snúa heim, eins og Téténar gerðu -- þá haldi brottflúnir Sýrlendingar áfram að dveljast í nágrannalöndum, og eins og gerðist í tilviki Ísraels um Palestínumenn -- þá viðhaldi brottflúnir Sýrlendingar átökum við Sýrlandsstjórn, og það jafnvel kynslóð eftir kynslóð.

Flóttamannabúðirnar -- verði þá að miðstöð fyrir Súnní róttæklinga hópa.
Og óvinirnir verði Sýrlandsstjórn - Rússland - Íran og Hezbollah.

Og eins og þegar átök Araba og Ísraels stóðu lengi vel.
Tryggi Arabaríkin flóttamönnum og afkomendum núverandi flóttamanna, peninga og vopn til þess að halda átökum áfram.

Í nágrannalöndunum -- verði uppreisnarmenn tiltölulega óhultir.

Það má einnig nota líkinguna við Pakistan vs. Afganistan -- en Talibanar hafa haft lengi vel öruggt skjól í Pakistan, sem hefur þítt -- að ekki hefur reynst mögulegt að ráða niðurlögum þeirra.

  • Mið-Austurlönd séu sennilega að stefna í -- endalaus átök.
  • Og Rússland ætli sér -- að styðja aðra megin fylkinguna í þeim átökum.

 

Niðurstaða

Ég er með öðrum orðum að segja - að Pútín sé ekki að stuðla að friði í Mið-austurlöndum, heldur þvert á móti að tryggja að átökin verði ákaflega langvinn - með því að hindra það að sættir geti mögulega tekist, milli helstu átakafylkinga Shíta og Súnníta.
Það þíði auðvitað, að Mið-Austurlönd verði mjög hættulegt svæði til langs tíma, þ.s. flóttamannastraumur verði áfram - viðvarandi vandamál.
Þar með tryggi Pútín - að Evrópa verði í stöðugum vanda vegna flóttamannastraums, og auðvitað alvarlegs öryggis ástands almennt í löndunum við Suður strönd Miðjarðarhafs.

Menn verða að skilja -- að Pútín er óvinur V-Evrópuríkja, og að auki þess skipulags sem þau hafa komið á fót.
Með því að viðhalda stöðugum flóttamannastraumi nk. áratugi - vegna átaka og óstöðugleika sem Rússland ætli sér sennilega að viðhalda eins lengi og það getur.

Þá verði stofnanir Vesturlanda undir stöðugu áreiti og álagi, og þar með einnig samfélög Vesturlanda - vegna viðvarandi flóttamannaástands, sem sé vísvitandi viðhaldið af fjandsamlegu nágrannaríki.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. febrúar 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 845
  • Frá upphafi: 848999

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 776
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband