Greinandi segir að skipting Sýrlands í áhrifasvæði Rússlands og Bandaríkjanna - sé í gerjun

Mér finnst þetta áhugaverð ábending greinandans:

You can just look at where the bombs have been falling,” - “What we have seen developing for the past two months, is an effective division of Syria into two zones of influence. One dominated by Moscow, the other by Washington. There is already effective partition of operations. So the question is, does that translate into something more permanent?

  1. "Russia’s air strikes have slowly pushed east across Syria since Moscow first began its military intervention in late September 2015, carving out an area of aerial control that the US has gradually ceded."
  2. "Washington is instead now focusing almost all of its aerial firepower on Isis strongholds in Syria’s east, in Deir Ezzor, Raqqa, and al-Hasakah."
  • There is pretty much a line you can draw, from just east of Aleppo in the North all the way down to Deraa in the South,

Það má líkja þessu við verkaskiptingu!
Rússar fókusi á uppreisnarmenn - sem sjáist á ferli loftárása á þeirra vegum.
Bandaríkin fókusi á svæði undir stjórn ISIS - sem sjáist á því hvar þeirra vélar beita sér.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/syria_rel-2007.jpg

En í leiðinni geti verið að þróast 2-áhrifasvæði?

Þau gætu falið í sér - framtíðarskiptingu Sýrlands!

Áhrifasvæði Rússa væri þá N-Sýrland, þ.e. ströndin, höfuðborgin, Aleppo - síðan Austur að landamærum við Tyrkland - ca. í beinni línu -eins og greinandinn benti á.

Áhrifasvæði Bandaríkjanna væri þá N-Sýrland, eiginlega svæði byggð sýrlenskum Kúrdum - sem Bandaríkin hafa verið að vopna, samtímis sem getur vart kætt Bandaríkin Tyrkland hefur beitt sýrlenska Kúrda loftárásum, og svæði nú undir stjórn ISIS.

Skv. þessu séu Rússar að láta það eftir til Bandaríkjanna - og bandamanna Bandaríkjanna, að sigrast á ISIS á megin áhrifasvæðum ISIS í S-Sýrlandi.

Meðan að markmið Rússa, sé að tryggja stöðu stjórnarinnar í Damaskus í S-hluta Sýrlands, og ekki síst hinum mikilvægu strandsvæðum Sýrlands þ.s. Rússar hafa flotastöð í Tartus og herstöð í Ladakia borg.

 

Þá gætu yfirlýsingar Saudi Araba, að senda her til að berjast við ISIS í Sýrlandi - spilað inn í þetta samhengi!

Um daginn var fundur milli áhrifamanna fra Saudi Arabíu í Istanbul - þ.s. rætt var hugsanlegt samstarf Saudi Arabíu og Tyrklands, um að senda her inn á svæði ISIS innan Sýrlands - til að hernema þau svæði.

Ef greinandinn hefur rétt fyrir sér - gætu Saudar verið að þessu, fyrir hönd Bandaríkjanna.
En gagnkvæmur pyrringur er nú í gangi milli Bandaríkjanna og Tyrklands. T.d. um daginn, þá fordæmdi Erdogan stuðning Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda.

Saudar gætu þá verið - frekar en verð að spila sinn eigin leik - verið að ástunda milligöngu, til að fá Tyrki með í verkefnið.

En Bandaríkjastjórn hefur látið lýðum ljóst, að hún ætlar ekki að senda landher á svæðið.
Fyrir utan, að líklega er mun betra - að sá her er væri sendur til höfuðs ISIS, sé skipaður Múslimum sem samtímis séu Súnní - sem er meirihluta trú á umráðasvæðum ISIS.

Hver sá sem sparkar ISIS frá S-Sýrlandi - þarf einnig að geta stjórnað svæðinu þar, án þess að íbúar hefji uppreisn gegn viðkomandi.
Það sé minna líklegt, ef herlið sem væri þar til staðar, væri Súnní Íslam trúar eins og íbúarnir.

 

Það er þá hugsanlegt að þessi herför fari fram á nk. vikum eða mánuðum!
Ég geri þá ráð fyrir að hersveitir mannaðar Súnní Múslimum, mundu hersytja það svæði með varanlegum hætti - sem tekið væri af ISIS, þar á meðal höfuðborg ISIS Raqqah.

Það svæði mundi samtímis verða verndarsvæði fyrir núverandi uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Og gæti einnig orðið að svæði þ.s. unnt væri að hýsa Súnní Múslima er hafa flúið erlendis, eða eru flóttamenn innan Sýrlands.

Það gæti þá hugsanlega þróast fyrir rest samkomulag um frið með þeim hætti, að skipting landsins verði ca. með þeim hætti.

Og það gæti hugsanlega bundið endi á átökin.
Auðvitað er það einnig mögulegt - að stríðið mundi halda áfram, og þróast í framhaldinu í nýja pattstöðu.

Þ.s. Rússar - Hesbollah og Íran, mundu gæta N-hluta Sýrlands.
Bandamenn Bandaríkjanna í Arabaheiminum - gæta S-hluta Sýrlands.

Báðir möguleikar virðast mér til staðar í slíku framhaldi - friður/stríð í pattstöðu.

 

Niðurstaða

Eitt virðist öruggt að margt er að gerjast í Sýrlandi -- tvennt er þó fullvíst. Annars vegar að Rússar hafa ekki efni á víðtæku stríði innan Sýrlands. Og hitt, að stjórnin í Damaskus er of veikluð samtímis glýmir við mannaflaskort - til að líklega vera fær um að stjórna landinu öllu.

Rússar líklega ekki til í að senda fjölmennan her til landins, til varanlegrar gæslu eða hersetu, geti þá verið til í skiptingu landsins - skv. grófum útlínum nefndar að ofan.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. febrúar 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 846
  • Frá upphafi: 849000

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 777
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband