Trump semur við fyrirtæki er framleiðir loftkælingar að halda starfsemi áfram innan Bandaríkjanna!

Um er að ræða fyrirtæki er heitir - "Carrier" í eigu stærra fyrirtækis er heitir "United Technologies Corporation." Starfsemin í "Carrier" framleiðir loftkælingar og hitunarbúnað.
--Ekki endilega klassísk hátækniframleiðsla!

"United Technologies Corporation" hefur reist nýja verksmiðju í Mexíkó, sem til stóð að tæki við framleiðslu á loftkælingum og hitunarbúnaði - er verskmiðju "Carrier" væri lokað í Indiana State.

Ekkert bendir til þess að starfsemi mexíkósku verksmiðjunnar fari ekki í gang þrátt fyrir samkomulag við Trump og Pence af hálfu "United Technologies Corporation."

  1. Trump hótaði því í ræðu að hringja í sérhvern þann forstjóra, sem fyrirhugar að færa starfsemi sína úr landi!
  2. En því fylgdi ekki hvort Trump ætlaði þá í sérhvert sinn, að bjóða slíkum fyrirtækjum - vilyrði er kosta skattfé á móti!

 

Trump og Pence!

http://thehill.com/sites/default/files/styles/thumb_small_article/public/trumpdonald_pencemike112016getty.jpg?itok=upWWiG0e

As Trump touts Indiana jobs deal, U.S. factory work seeps overseas

Behind Trump’s Deal With Carrier

  1. Ef marka má fréttir, hefur "Carrier" samþykkt að halda 1.100 starfsmönnum áfram við störf í Huntington í Indiana.
  2. En áður átti að segja upp 2.100 -- m.ö.o. ca. helmingi starfsfólks starfseminnar í Huntington er samt sem áður - sagt upp.
  • Skv. fréttum, hótaði Trump og Pence, sem er ennþá starfandi ríkisstjóri Indiana, en hættir formlega nk. áramót -- að segja upp samningum milli bandaríska ríkisins og "United Technologies Corporation" að andvirði milli 5-6 milljarða Dollara --> Sem er verulega mikið umfram þær 65 milljónir Dollara sem móðurfyrirtæki "Carrier" fyrirhugaði að spara hvert ár, með því að færa starfsemi "Carrier" úr landi.
  • Á móti fær fyrirtækið aðstoð frá Indiana ríki í 10 ár í formi skatta-afslátta og stuðnings við þjálfun nýrra starfsmanna frá Indiana ríki - áætlað andvirði 7 milljón Dollara samanlagt þau 10 ár.

 

Reuters bendir á að þetta sé einungis dropi í hafið!

Skv. Reuters hafi framleiðslustörfum í Indiana fækkað um 7,4% síðan 2007. Á sama tíma hafi heildarfjölgun starfa í fylkinu verið 3%.
--M.ö.o. ekki fækkun heilt yfir.

Hinn bóginn haldi fækkun framleiðslustarfa samt sem áður áfram:

  1. "In Indiana alone, employers are eliminating at least 3,660 jobs because they are shifting work to other countries, according to a Reuters analysis of Labor Department filings."
  2. "Some 960 workers employed by five companies in Indiana are losing their jobs because their U.S. employers are not able to compete with cheaper imported goods, filings show."

Ekki fylgir þessu - greining á því, hvaða öðrum störfum fer fjölgandi, þannig að þrátt fyrir fækkun framleiðslustarfs sl. 10 ár - sé samt nettó fjölgun starfa í Indiana ríki um 3% þau sömu 10 ár.

  • En framleiðsla á loftkælingum og hitunarbúnaði -- hljómar ekki sem dýr hátækniframleiðsla.
  • Það sé rökrétt að framleiðsla á búnaði er ekki krefst gríðarlegrar sérhæfingar í tækniþróun eða þekkingu vinnuafls -- eigi undir högg að sækja vegna lægri launa í t.d. Mexíkó.

Það má auðvitað deila um það, hvort það sé betra fyrir Bandaríkin!
Að halda í framleiðslustörf af þessu tagi, en að missa þau úr landi.

En innflutningur sömu tækja er líklega ódýrari, heldur en tækin innlent framleidd frá verksmiðjunni í Indiana.

  1. Þ.e. einmitt punkturinn ----> Sem einnig þarf að horfa til, að verndarstefna í því skyni að halda í framleiðslu sem ekki er lengur samkeppnishæf innan Bandaríkjanna!
  2. Ef verndartollar eru settir til að vernda slíka framleiðslu, hlýtur það að leiða til verðhækkana á varningi af því tagi sem verið er að vernda innlenda framleiðslu á.
  • Þeir Bandaríkjamenn sem ekki framleiða þau tæki -- þeirra laun því ekki háð tilvist þeirrar framleiðslu innan Bandaríkjanna.
  • Tapa þá væntanlega á því, ef tollar eru notaðir til að vernda slík störf, gegnt þeim tilkostnaði. --> Að allir Bandaríkjamenn þurfi að kaupa slíkan búnað gegnt hærra verði.

Það eru auðvitað, miklu mun fleiri Bandaríkjamenn sem ekki eru í framleiðslustörfum af því tagi, sem eru að tapast!
En þeir sem eru að missa sína vinnu, er framleiðsla í beinni samkeppni við láglaunalönd, færist út fyrir landsteina!

  1. Spurning hvort það ranverulega gagnast bandarísku þjóðfélagi - að vernda störf sem mikill minnihluti Bandaríkjamanna sinnir.
  2. Þegar tilkostnaður líklega væri, að hækka verðlag innan Bandaríkjanna sem heildar --> Sem mundi bitna til lækkunar á lífskjörum nærri allra Bandaríkjamanna, þ.e. þess mun stærri meirihluta Bandaríkjamanna, sem ekki starfar við starfsemi af því tagi - sem er að leka störfum úr landi?

Að auki mundu Bandaríkin með slíkri verndarstefnu, einhliða tollum --> Skapa hættu á að önnur ríki, svöruðu með sambærilegum tollum á Bandaríkin á móti.
--Fjöldi starfa við útflutning mundi þá sennilega tapast!
--Fyrir utan að hækkun almenns verðlags innan Bandaríkjanna mundi fækka störfum í verslun og þjónustu innan Bandaríkjanna!

  • Mér virðist fljótt á litið -- það kosta Bandaríkin líklega mun meir að vernda lágtækni framleiðslu-störf - með nýjum tollamúrum, en viðhalda áfram núverandi lágtolla-stefnu!

 

Niðurstaða

Ég er fremur viss um að flestir Bandaríkjamenn mundu tapa á hugmyndum Trumps um verndartolla á innfluttan varning í samkeppni við innlenda framleiðslu innan Bandaríkjanna - auk hugmynda hans einnig að nota tolla til að endurreisa framleiðslu er þegar hefur flust úr landi!
En tollar auðvitað hækka verð á innfluttum varningi - sem auðvitað lækkar kjör sérhvers Bandaríkjamanns, sem ekki starfar við framleiðslu af því tagi - sem verið væri að vernda eða stefnt að - að endurreisa innan Bandaríkjanna.
Að auki mundi tilkostnaður bandarískra launamanna, einnig koma fram í - töpuðum störfum í verslunar- og þjónustugeirunum innan Bandaríkjanna!
Til viðbótar, ef einhliða verndartollum sem Trump setti upp, væri svarað af öðrum löndum er verða fyrir -- hugsanlegum tollum Trumps; með tollum af þeirra hálfu á útflutnings framleiðslu frá Bandaríkjunum.
Gæti að auki þá tapast störf í Bandaríkjunum útflutningsgreinum sem eru nú starfandi.

M.ö.o. á ég mjög erfitt með að sjá -- hvernig Trump mundi geta tekist að fjölga störfum með - verndarstefnu.
Auk þess að hann segist ætla að hækka lífskjör Bandaríkjamanna!

  • Hann virðist hafa mjög öfugan skilning á hagfræði - við þá hagfræði sem hefur verið ríkjandi í Vestrænum heimi sl. 70 ár.
    --Þ.e. stefnan um opin alþjóðaviðskipti.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. desember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 64
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 847057

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband