Sífellt hækkandi gengi Bandaríkjadollars - er alvarleg ógnun við hugmyndir Donalds Trump um að eyða viðskiptahalla Bandaríkjanna!

Málið er að niðursveiflan sem hófst 2007 á lokaári forsetatíðar George Bush -- er nú sannarlega lokið. Þess í stað sýna hagtölur svipað að mörgu leiti ástand og á Íslandi - þ.e. að vaxandi hagvöxtur sé að framkalla vaxandi eftirspurnarspennu innan hagkerfisins, og sú eftirspurnarspenna er nú að skila sér í nýrri vaxtaákvörðun "US Federal Reserve:

Press Release

US Federal Reserve raises interest rates for second time since 2008 crisis.

Fed lifts rates, sees faster pace of hikes in Trump's first year

 

Það sem gerist er að það stefnir í vaxtahækkunartímabil, eftir tímabil mjög lágra vaxta, sem óhjákvæmilega leiðir fram - sífellt hækkandi gengi Dollarsins

Þessar ákvarðanir hafa lítið sem ekkert að gera með kjör Donalds Trump - heldur sýnir þetta eiginlega fram á, að tal Trump um -hræðilegan efnahag- var úr lausu loftið gripið.
--Þess í stað er atvinnuleysi í Bandaríkjunum orðið með því lægsta sem gerist meðal þróaðra hagkerfa.
--Og skv. tölum fyrr á árinu, þá eru launahækkanir hafnar - þ.e. atvinnuleysi það lítið orðið, að launþegar eru farnir að ná launum sínum upp að meðaltali.

Þannig að það sé ekki lengur rétt - að hagvöxturinn sé ekki að skila sér niður.

  1. En málið er að stefna Trumps hittir núna á bandaríska hagkerfið - nú komið upp í ca. þann stað á hagkúrfunni, að svokallaður slaki - er stórum hluta þegar upp eyddur.
  2. Það þíðir, að hugmyndir Trumps um að auka ríkishallann -- með því að auka opinberar framkvæmdir -> Mun þar með, auka á þá eftirspurnarspennu sem þegar er komin!
  3. Þessi stefnumörkun, er m.ö.o. að hitta á hagkerfið - þegar slakinn er að mestu farinn, sem þíðir -> Að þar með getur "US Federal Reserve" ekki leitt hjá sér - líkleg verðbólguvaldandi áhrif þeirrar stefnu.
  • Sennilega vegna kjörs Trumps -- hafi "US Federal Reserve" ákveðið - að 3. vaxtahækkanir verði á nk. ári - í stað tveggja er áður voru fyrirhugaðar.
  • Það eru þessi skilaboð, um meiri vaxtahækkanir en markaðurinn gerði ráð fyrir -- sem skiluðu gengishækkun Dollars á mörkuðum - en auk þess fall á hlutabréfamörkuðum: Dollar jumps and Treasuries slide after Fed rate rise.

 

Þetta klárlega flækir það fyrir Trump að minnka viðskiptahalla Bandaríkjanna, eða jafnvel - að eyða honum alfarið!

En eftir því sem Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar vexti - mun gengi Dollars stíga frekar. Og þar með viðskiptahalli Bandaríkjanna vaxa -- en hækkandi gengi þíðir að sjálfsögðu aukinn kaupmátt bandarískra neytenda þegar kemur að innfluttum varningi, sem rökrétt fullkomlega leiðir til þess að bandarískir neytendur munu bregðast við með því að kaupa meir af innfluttu.

  • Það blasir ekki alveg við hvernig Trump ætlar sér að glíma við -- nýjan ofurdollar!

En hann hefur sakað nokkur lönd sérstaklega Kína um "currency manipulation" þ.e. að halda sínum gjaldmiðlum með virkum hætti lágum til að auka útflutning til Bandaríkjanna.

Þessar ásakanir eru á hinn bóginn, langt í frá -- augljóslega réttar, en rétt er að benda á að Kína hefur verið að glíma nú hátt á annað ár við -nettó útflæði- fjármagns.

Sem bendi ekki til þess að Renminbið sé of hátt skráð.

 

Niðurstaða

Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt við þetta - en Dollarinn hefur áður hegðað sér með þeim hætti að hækka í takt við vaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Það sem er sérstakt í dag, er að nú er að ljúka óvenju löngu lágvaxtatímabili innan Bandaríkjanna!
--Það hófst eiginlega upp úr 2000, eftir svokallað "dot.com" krass. Og síðan þá hafa vextir verið samfellt lágir, þó að þeir hafi þó aldrei verið lægri en árin 2007 - 2016.
--Síðast þegar talað var um ofurdollar var árin á undan 2000 frá ca. miðjum 10. áratugnum.

Vandi Trump er að "US Federal Reserve" er sjálfstæð stofnun - þ.e. Trump getur ekki gefið henni fyrirmæli, né getur bandaríska þingið það heldur - þó að það geti breytt lögum um Seðlabanka Bandaríkjanna, þ.e. afnumið sjálfstæði stofnunarinnar - fært stýringu vaxta undir pólitíska stjórn!
--Það mætti sannarlega hugsa sér slíkt, að Trump mundi handstýra vöxtum niður!

Til þess að lækka Dollarinn að nýju!
Hann gæti þá jafnvel fyrirskipað -- nýja prentun, til að lækka hann frekar

  • Áhættan væri sú, að vegna þess að nú er slakinn farinn af hagkerfinu -- að slík stefna mundi leiða til stöðugt hækkandi verðbólgu!
    --En "US Fed" komst upp með prentun í kreppinni 2007-2014 vegna þess að þá var slaki í hagkerfinu, og verð í slakanum vildu þá fara niður - með prentun var verðhjöðnun hindruð.
    --En í hagkerfi í eftirspurnarspennu -- er enginn vafi að ný lágvaxtastefna og jafnvel prentun að auki, mundi leiða til -- hækkandi verðbólgu.
    **Að auki gæti hagkerfið farið inn í -- eftirspurnar-bóluástand!
  • Svo þarf varla að nefna -- ef nýr ofurdollar, mun að sjálfsögðu leiða til -- enn frekari flótta framleiðslufyrirtækja frá Bandaríkjunum.
    --Þar með auka hraðann í fækkun framleiðslustarfa.
    --Sem mundi að sjálfsögðu skapa þrýsting frá þeim hluta kjósenda - sem kusu Trump út á þau loforð hans um að snúa þeirri þróun við.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu!
--Rétt að nefna að -pópúlísk- efnahagsstefna hefur sögulega séð í nokkrum fjölda tilvika í öðrum löndum, leitt fram verulega mikla verðbólgu!

 

Kv.


Bloggfærslur 14. desember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 519
  • Frá upphafi: 847174

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband