Gæti stefnt í annað hrun?

Þetta var fyrirsögn í frétt á Mbl.is -- : Gæti stefnt í annað hrun. Augljósa svarið er auðvitað - já! En í þeim skilningi, að næsta hrun nálgast alltaf - hvenær sem það verður.

"Vax­andi áhyggj­ur eru inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar af styrk­ingu krón­unn­ar og áhrif­um þeirr­ar þró­un­ar á grein­ina. Á einu ári hef­ur krón­an styrkst um 17% og ein­stak­ir gjald­miðlar, eins og sterl­ings­pundið, lækkað um hátt í 30%."

 

Ég held að allir Íslendingar viti vel af því, að líklega skellur ný kreppa yfir Ísland - ef ekki á næsta ári, kannski - þarnæsta!

  1. Flest okkar átta sig sennilega á því, að ferðaþjónustan - hefur tekið yfir sem sú grein, sem ræður mestu nú í hagsveiflunni.
  2. Það þíðir að sjálfsögðu - tja sbr. fyrir 20 árum er sjávarútvegur var enn stærstur - að sveiflur í ferðaþjónustu, eru líklegar að ráða því hvort þ.e. -kreppa- eða -uppgangur.-
  3. Að sama skapi tel ég fullvíst - að næsta kreppa verði í líkingu við þær kreppur er við þekktum á árum áður -- þ.e. stuttar og grunnar, en einnig - tíðar.
  4. M.ö.o. ekkert í líkingu við þ.s. við upplifðum í svokölluðu - hruni.

Þannig að það má þá einnig svara spurninginnu -- Nei!
--Því við þurfum örugglega ekki að eiga von á ragnar-rökum í efnahagsskilningi.

 

En við þekkjum þetta vel, sem erum nægilega gömuml til að hafa upplifað a.m.k. eina kreppu gamla tímans!

  • Þ.e. uppgangur - stöðugar kostnaðarhækkanir.
  • Síðan snöggur samdráttur í megin greininni, m.ö.o. - kreppa.

En eftir að gengið hefur fallið slatta - fyrirtæki sem skulda mikið hafa orðið gjaldþrota.
Þá standa eftir betri fyrirtækin - þau standa þá frammi fyrir hagstæðari skilyrðum, eftir gengisfallið.
Og taka yfir eignir sem hafa verðfallið, og næsti uppgangur hefst!

  1. Ef e-h er sérstakt við núverandi uppgang, þá er það óskaplegur hraði í uppbyggingu.
  2. Einna helst minnir þetta mig, á það fyrir mörgum árum þ.e. á 10-áratugnum, þegar fiskeldis bóla gekk yfir samfélagið. Fiskeldið lagðist ekkert af, þ.e. betri fyrirtækin héldu áfram starfsemi.
    --En mjög mörg skuldum vafin slík, urðu gjaldþrota.
  3. Mér virðist sennilegt, að einnig verði fjöldagjaldþrot í ferðamennsku, þ.e. mörg hótel líklega verði gjaldþrota - þ.e. þau sem hafa starfað í skamman tíma og ekki náð að greiða niður lán, hafa lítið fjármagn umfram til umráða.
    -Líklega strandar einhver fjöldi hótela í byggingu, er eigendur verða gjaldþrota.
    -En verulegur fjöldi fyrirtækja í greininni sem ekki er endilega tengdur hótelarekstri, er einnig líklegur að fara í þrot.

Líklegasti -trigger- atburður er -- snöggur samdráttur í fjölda ferðamanna.
Jafnvel gæti dugað - að hægi á fjölgun, snögglega eða það verði stöðnun í fjölda.

 

Þessa kreppu er auðvitað ómögulegt að tímasetja nákvæmlega!

En mig grunar að 3-árum liðnum, verði mikið af ódýrum gjaldþrota hótelum - snögglega atvinnuleysi meðal fólks í ferðaþjónustu.
-En það sennilega standi ekki lengi.

  1. Spurningin er hvenær -- stöðugar kostnaðarhækkanir fyrirtækja sem þau velta í verðið til ferðamanna, þ.e. hækkanir vegna hækkaðra opinberra gjalda - gengishækkana - launahækkana, o.s.frv.
  2. Leiða á endanum fram -- samdrátt í komum eða a.m.k. stöðnun í komum.

Tilfinningin er m.ö.o. að Ísland sé nærri bjargbrúninni.
--Sem má einnig kalla --> Að ég ráðleggi fólki að kaupa dýra innflutta hluti, núna!

Mér virðist landinn einmitt mjög kaupglaður - sennilegt að væntingar um næstu kreppu geti haft þar einhver áhrif.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti má segja, að með því að ganga í gegnum sína -fyrstu kreppu- muni ferðaþjónustan taka út ákveðinn þroska. En að sumu leiti líklega mun hún, bæta greinina. Vegna þess, að kreppan líklega slær af - veikustu fyrirtækin, þau sem hafa spennt bogann mest - verið of áhættusöm eða eru ekki nægilega vel fjármögnuð.
--Eftir standa þá sterkari fyrirtækin.

Þannig að greining verður þá í vissum skilningi - heilbrigðari á eftir.

En hún hættir örugglega ekki að verða megin greinin úr þessu!
Og væntanlega verða ferðamenn áfram rúmlega milljón -- 1,6 milljónir skilst mér á þessu ári.

Ísland er þá orðið að ferðaþjónustulandi!
-Hvort sem það er gott eða slæmt!

  1. Því fylgir auðvitað sá galli, að ferðaþjónusta er í eðli sínu - láglaunagrein.
  2. M.ö.o. að við erum ekki að byggja upp þau - hálaunuðu sérfræðistörf svo íkja mikið, sem Íslendingar hafa lengi dreymt um.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. desember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 847171

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband