Stórfelld flóttamannabylgja að skella á nágrannalöndum Venezúela - íbúar Venezúela leita allra leiða til flótta yfir landamærin

Ástæðan er einföld, að landið Venezúela er á barmi hungursneyðar, ástandið það alvarlegt nú þegar að stór hluti landsmanna - fær ekki næga næringu, vannæring breiðist hratt út - undanfari hungursneyðarinnar.

Hungry Venezuelans Flee

Venezuela's currency now worth so little shopkeepers weigh vast piles of notes instead of counting them

Venezuela’s Currency Just Had the Biggest Monthly Collapse Ever

Venezuela's currency is in 'free fall'

"Maria Piñero at an empty grocery store in La Vela, Venezuela. “I’m nervous,” she said. “I’m leaving with nothing. But I have to do this. Otherwise, we will just die here hungry.” Credit Meridith Kohut for The New York Times"

 

Hraður stígandi í flótta íbúa Venezúela til nágrannalanda!

  1. "“We have seen a great acceleration,” said Tomás Páez, a professor who studies immigration at the Central University of Venezuela. He says that as many as 200,000 Venezuelans have left in the past 18 months, driven by how much harder it is to get food, work and medicine — not to mention the crime that such scarcities have fueled."
  2. "“It has all totally changed,” said Iván de la Vega, a sociologist at Simón Bolívar University in Caracas. About 60 percent more Venezuelans fled the country this year than during the year before, he added."
  3. "Inflation will hit nearly 500 percent this year and a mind-boggling 1,600 percent next year, the International Monetary Fund estimates, shriveling salaries and creating a new class of poor Venezuelans who have abandoned professional careers for precarious lives abroad."

Sögurnar líkjast flóttakrísunni í Evrópu!

Fólk notar allar aðferðir til flótta - allt frá bátkænum - eigin fætur - fela sig í flutningatækjum --> Ekki síst, borgar smyglurum.

Myndin sýnir gengishrun!

Bólivarinn sé orðinn svo verðlítill - að kaupmenn eru farnir að vigta bunka af seðlum. Frekar en að telja peningana -- menn ganga um með úttroðna poka af seðlum, sem eru samanlagt sáralítils virði.

  • Og verðbólgan verður líklega meir en 3-föld á nk. ári, þ.e. allt að 1.600%

Það þíðir auðvitað -- að framundan er alger sprenging í fjöldaflótta Venezúela yfir landamærin -- ef 200þ. hafa flúið sl. 1,5 ár -- gætu 500þ. flúið nk. 12 mánuði.

Eins og í Evrópu - að flóttamenn taka að sér óþrifalegustu störfin!
--Virðast Venezúelar til í að vinna hvað sem er, og þykjast himinn hafa höndum tekið.

  • Ef þessi stígandi heldur áfram - gæti um milljón flúið nk. 18 mánuði.


Ég hef ekki heyrt um eins svakalegt tjón í landi - sem áður var auðugt, sem ekki hefur lent í stríði

  1. Dauð hönd stjórnvalda liggur yfir landinu - en neyðarástandið væri unnt að lagfæra á skömmum tíma -- með stefnubreytingu.
  2. En lísa þarf landið, alþjóðlegt hamfarasvæði, þá koma alþjóðlegar hjálparstofnanir á vettvang - samtök eins og Læknar-án-landamæra -- mat yrði dreift til landsmanna á vegum hjálparsamtaka, þangað til að sárasta neyðin væri fyrir bý.
  3. Á sama tíma neitar Maduro forseti enn því, að alvarleg neyð ríki í landinu -- sakar þá sem hvetja hann til að óska eftir aðstoð - um að vinna fyrir óvini landsins.
    --En Maduro hafnar að veita erlendum hjálparsamtökum - heimild til að starfa.
    --Ég veit ekki í hvaða holu maðurinn hefur troðið sínum haus.
  4. En getuleysi stjórnar Maduro - virðist ótrúlegt.
    --Meðan heldur hrunið í landinu áfram hröðum skrefum.
    --Það virðist raunveruleg hætta á því að landið endi sem "failed state."
    --Þ.e. landið falli í stjórnleysi - eftir því sem stjórnin missi yfirráð yfir landinu, en það geti hæglega gerst eftir því sem geta hennar til að greiða nauðsynlegum ríkisstarfsmönnum laun -- dvínar hratt.

Hætta væri á að - glæpahópar mundu taka yfir stjórn á heilum svæðum.
--Landið gæti orðið eins slæmt og Sómalía.

Þ.e. hrun ríkisins sjálfs!
--Nágrannalönd gætu orðið að koma inn með - hersveitir.
--Til að endurreisa lágmarks reglu - eins og gerðist í Sómalíu fyrir fáum árum.

 

Niðurstaða

Hrun Venezúela gæti hrint af stað flóttamannabylgju til nágrannalanda Venezúela á skala flóttamannabylgjunnar sem skollið hefur á nágrannalöndum Sýrlands eftir að borgaraátök skullu á í því landi -- seinni part árs 2011.

Það er afrek í vissum skilningi að stjórnvalds stefna valdi landi slíku óskaplegu tjóni - án þess að stríð komi til.
--Þetta er sennilega magnaðasta tilvik um dauða hönd slæmrar stefnu ríkjandi stjórnvalda sem sést hefur í langan tíma - fyrir utan N-Kóreu paradís Kimmanna.

 

Kv.


Skv. yfirlýsingu talsmanns hersveita er styðja stjórnvöld í Damaskus - er stefnt að töku Aleppo fyrir 20. janúar 2017 er Donald Trump tekur formlega við embætti

Miðað við fréttir af stöðugum hörðum árásum á varnir uppreisnarmanna í Aleppo í samhengi við harðar loftárásir flughers Rússa -- er stefnt að því að þær árásir haldi áfram fullkomlega linnulaust, í von um að takmarkið að taka svæði uppreisnarmanna í Aleppo fyrir valdatöku Donalds Trumps náist fram!

Assad, allies aim to seize all Aleppo before Trump takes power: official

Þessi mynd virðist sýna nokkurn veginn núverandi stöðu eftir að uppreisnarmenn hafa misst nokkurn veginn helmings síns yfirráðasvæðis í Aleppo!

  1. Uppreisnarmenn skv. fréttum segjast hafa náð jafnvægi að nýju á varnarlínuna - sem er nú smærri hringur en áður.
  2. Þau hverfi sem eftir eru - eru þéttbýlli skilst mér en þau sem uppreisnarmenn hafa misst á undanförnum dögum --> Sem getur þýtt að sókn þar inn, verði tafsamari - uppreisnarmenn fastari þar fyrir.
  • Sérstaklega er kemur að þeim hópum sem tengjast svokölluðum "Frjálsum-sýrl.-her" en leyfar hópa er tengjast honum, upphaflega uppreisnin gegn Assad - hefur enn verið að finna í Aleppo.
    --Þeir hópar sennilega eru líklegast mannaðir einstaklingum frá þeim svæðum sem þeir verja -- sem skapar að sjálfsögðu mjög erfiða spurningu, þ.s. í annan stað eru fjölskyldur þeirra sjálfra að þjást, en einnig að láta lífið <--> En á móti kemur spurningin, hvort þeir geta treyst stjórninni, að refsa ekki þeirra fjölskyldum harkalega fyrir - ef þeir gefast upp.
    --Það gæti verið að sú óvissa haldi þeim í baráttunni, þrátt fyrir að matarbirgðir séu svo á þrotum skv. fréttum, að sultur blasir fljótlega við.
  1. En eitt öflugasta tæki stjórnvalda, hefur verið það elsta sennilega í sögu hernaðar gegn borgum --> Þ.e. umsátur.
  2. Hverfum - bægjum - hefur verið haldið í umsátri, þangað til matarbirgðir hafa þrotið. Uppreisnarmenn sem eiga fjölskyldur á sama svæði, þá stara á eigin fjölskyldur á brún hungurs --> Það sé líklega -umsátur- og -hungur- sem hafi verið öflugasta vopnið í átökum um að binda endi á uppreisnir hér og þar.
  3. Sl. ár hefur töluverður fj. slíkra umsátra lokið með -- uppgjöf, eftir að matur var algerlega búinn og íbúar farnir að svelta.
    --Ekki hafa fréttir neinar borist af því, hvað síðan kom fyrir þá uppreisnarmenn - er gáfust upp, svo fjölskyldur þeirra fengu mat.
  • Það getur vel verið -- að það verði ekki árásir, heldur -hungur- sem á endanum leiðir fram endalok umsátursins um Aleppo!

Hungur sem vopn -- hefur allaf verið fullkomlega miskunnarlaus aðferð!
En að sama skapi -- þegar því er beitt, mjög áhrifaríkt!

Hungur tekur alltaf þó tíma að virka -- umsátur getur tekið fleiri ár!

 

Enginn heldur út gegn hungurvofunni - endalaust!

Þannig að það sé líklega engin spurning - að ef umsátrinu er viðhaldið áfram. Og ef það þíðir að - engar matarsendingar til uppreisnarmanna berast.
--Þá getur borg í umsátri einungis haldið út í takmarkaðan tíma.

  • Þau 5.000 ár sem hungur hefur verið notað með velheppnuðum hætti, til að taka borgir.

Hefur það margítrekað - virkað!


Það sem þó væri forvitnilegt að vita - er mannfall sveita er styðja Assad!

En uppreisnarmenn eftir að hafa barist linnulaust síðan ca. ágúst 2011, eru orðnir "veterans." Þ.e. hermenn með reynslu.
--Að auki höfðu þeir nægan tíma, til að undirbúa sig fyrir árás!
--Auk þess að þeir þekkja sín svæði vel!

Fram að þessu, hafði þeim alltaf tekist að brjóta á bak aftur - árásir inn í sín hverfi. Orðnir mjög færir í því að slátra þeim.

Á hinn bóginn, er ein aðferð sem einnig sl. 5.000 ár hefur virkað, þ.e. að ráðast fram með nægum mannafla -- en það þíðir einnig, mikið mannfall þeirra er ráðast fram!
--Fyrir atlöguna að Aleppo, virðist hafa verið mikill liðsafnaður - þ.e. Íranar sjálfir með hópa úr Lýðveldisverðinum - skv. nýlegri frétt hafa Íranar viðurkennt a.m.k. 1.000 menn fallnir -- það eru bara "Republican Guard Troops."

Hvað með - mannfall Hezbollah?
Hvað með - mannfall "Pro Syrian Militias" undir stjórn Írana, en mannaðar Sýrlendingum?
Hvað með - mannfall Shíta "militias" frá Írak, sem eru þarna einnig í einhverjum fjölda?
Hvað með - mannfall hins eiginlega hers stjórnvalda?

  1. A.m.k. virðist eitt algerlega klárt, að mannfall hlýtur að hafa verið mikið.
  2. En málið er að verið er að berjast í rústahrúgum, í návígi --> Þá er ekki unnt að beita skriðdrekum að ráði, né öðrum brynvörðum tækjum --> Heldur snúast bardagar líklega um - einvígi milli vopnaðra hermanna!
  3. Í slíkum átökum, yfirleitt falla fleiri af þeim er ráðast fram, en af þeim sem - verjast.
  • Spurning þó hve mikið manntjón verður af loftárásum, sem stöðugt er beitt.

Ég mundi ekki verða steinhissa -- ef heildarmannfalla þeirra er hafa ráðist fram!
Væri orðið á bilinu 5-6þúsund.

Á síðasta ári -- viðurkenndi Assad, heildarmannfall herja hans á bilinu 60-70þ. frá því að stríðið hófst!
--Bardagar í návígi eru mjög mannskæðir.

 

Ég á þó ekki von á því að úr þessu er lítur út sem yfirvofandi fall Aleppo, þíði að stríðið taki endi!

Það breytist þó - þ.e. verður líklega meir í ætt við skærustríð "hit and run tatics." Heldur en það sem átökin hafa verið - herir að takast á um stjórnun landsvæða.
--En það hefur verið, skæruher til staðar.

Skæruátök geta verið umtalsvert stór í skala, þó eðli þeirra verði líklega síður en hefur verið í þá átt - að gerð væri tilraun til að halda tilteknu landsvæði.
--Það þíðir auðvitað að skæruliðar þurfa afdrep einhvers staðar.

  1. Það hafa nærri 6 milljón Sýrlendinga flúið landið.
  2. Milljón í viðbótar gæti kosið flótta - þ.e. fólk er tengist þeim hópum er hafa verið að berjast, annað af tvennu - stuðningsmenn eða tengt einstaklingum er hafa verið að berjast.

Ef við erum að tala um 6-7 milljón varanlega landflótta, fólk sem hefur flúið átökin - vegna þess að svæði þau er það fólk bjó á, hafa verið lögð gersamlega í rúst.

Sá stóri hópur virðist einkum Súnní Íslam, þ.e. tilheyra þeim hópi er hefur verið meirihluti Sýrlendinga -- þaðan sem uppreisn fékk einna helst fylgi/stuðning - sem sést ekki síst á því að allir uppreisnarhópar eru Súnní.

  • Það virðist sennilegt að svo fjölmennar flóttamannabúðir - þó þær séu dreifðar milli Tyrklands, Lýbanon og Jórdaníu --> Þegar haft er í huga, að þar fer fólk sem líklega margt hvert upplifði heimili sín eyðilögð - líkur á að hafa misst ástin eða ástvini.
  • Líklegt að upplifa það að geta ekki snúið aftur - sem væri mörgu leiti sambærilegt við það, er Ísraelar hröktu fjölda Palestínumanna úr landi, meðan 1948 stríð Ísraels og Araba herja stóð yfir og lyktaði með sigri Ísraela -- sem þíddi að flóttamenn hafa aldrei getað snúið aftur heim.
    --Þeir urðu eins og þekkt er, áratugum saman -- uppspretta átaka við Ísrael, og hryðjuverka gegn Ísrael.

Sýrlendingar landflótta --> Eru mun fleiri!
Því líklegt að þeir geti viðhaldið --> Átökum gegn Assad að töluvert stærri skala!

Önnur samlíking væri þá, átökin í Afganistan -- þ.s. fjölmennar flóttamannabúðir Afgana í Pakistan, er spruttu upp í kjölfar 1979 innrásar Sovétríkjanna - en hafa viðhaldist samfellt síðan þá.
--En í þeim búðum spratt fram nokkrum árum eftir brotthvarf herja Sovétríkjanna, hreyfing svokallaðra - Talibana "sem mig rámar í að þíði stúdentar."

Sú hreyfing hefur síðan verið <-> Ósigrandi, vegna hins örugga afdreps í flóttamannabúðum innan Pakistan, sem og vegna þess að hafa þaðan stöðugt aðgengi að - nýliðum.
--Talibanar hafa því alltaf getað, endurskipulagt lið sitt - þjálfað nýliða, og komið aftur inn sterkir - aðeins seinna.

  • Það er vel hugsanlegt --> Að framhalds átökin í tengslum við Sýrland, verði í sambærilegu fari.
  • Þ.e. að róttækir hópar, en það má vel vera að nýir slíkir spretti fram innan búðanna sjálfra, sbr. Hamas í Gaza í útjaðri Ísraels.
  • En punkturinn er sá, að eftir gríðarlegt mannfall stríðsins - það að mjög sennilega hefur mannfall þess hluta sýrlensku þjóðarinnar verið meira - vegna stöðugra loftárása og stórskota árása á öll þau svæði er voru á einhverjum punkti í uppreisn - er gerði þau eiginlega öll að rústahrúgum og leiddi fram fjöldaflótta af þeim svæðum meðal íbúa.
    ----> Er örugglega til staðar yfrið nægt hatur til að viðhalda blóðhefndum nk. 100 ár eða svo.

Átökin í Afganistan -- hafa eftir allt saman verið linnulaust frá 1979 og nú er nærri árslokum 2016.

 

Niðurstaða

Assad, eða nánar tiltekið - Íran og Hezbollah, getur tekist að stjórna þeim svæðum innan Sýrlands sem mestu máli skipta, þ.e. þeim er innihalda helstu þéttbýlis svæðin. Þau svæði í ljósi þeirra aðferða er hefur verið beitt - þ.e. loftárása og stórskotaliðsárása, eru þó víða mjög mikið í rústum -- þó finna megi svæði enn innan Sýrlands sem eru heil.

Óskaplegt tjón - þíðir líklega að fyrir landinu blasir - sára fátækt. Þó svo að átökin mundu ekki halda áfram - sem þau örugglega gera!
--Landið er þá í raun og veru "failed state" þó svo að með áframhaldandi stuðningi Írana - Hezbollah og Rússa; má vel vera að unnt verði að viðhalda stjórninni í Damaskus.

Að mínu viti hefði verið mun betra - ef landinu hefði verið formlega skipt, til að binda endi á átökin!
--En þess í stað, hafi -tel ég- verið tekið það val, að viðhalda átökunum líklega um alla fyrirsjáanlega framtíð.

En með því að svipta þá sem flúið hafa öllum möguleikum á að snúa aftur til baka!
Þá sé það líklega fullkomlega öruggt, að átökum verði viðhaldið -- kynslóð eftir kynslóð.

Landið verði þá áfram, líklega eins lengi og unnt er að sjá fram í tímann - "failed state."
--M.ö.o. sé sigur sá sem við blasi, ef menn kalla það sigur, sá -- að ríkja yfir rústunum.
--En þó í ástandi sem líklega verður áframhaldandi stöðugt stríðs ástand!

 

Kv.


Bloggfærslur 30. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 262
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband