Markaðir í Bandaríkjunum virðast veðja á að Trump verði gerður að strengjabrúðu Repúblikanaflokksins

Að afloknum kosningum hefur verið mjög sterkt -narrative- í þá átt, að Trump verði annar - Reagan. En hafandi í huga að sennilega enginn forseti Bandaríkjanna sl. 30 ár elfdi meir valdastöðu Bandaríkjanna í heiminum en Reagan. Og að auki það, að Reagan aðhylltist ekki - verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. En aðgerð sem sumir vitna til, þ.e. er hann beitti Japan þrýstingi um markaðsopnun á innanlands markað í Japan --> Gegndi einmitt þeim tilgangi, að stuðla að frekari opnun markaða, tilgangurinn var ekki verndarstefna!

  1. Til þess að halda því fram að Trump sé annar Reagan, þarf að gera einnig ráð fyrir því -- að Trump muni ekki fækka amerískum herstöðvum út um heim; heldur þvert á móti efla bandarísk hernaðarumsvið út um heim.
  2. Það væri líka ákaflega Reaganískt -- að kalla Rússland "evil empire" vísað til orða Reagans á sínum tíma um Sovétríkin, en ég er ekki í nokkrum vafa að Reaganískur forseti væri mjög herskár gegn Rússlandi.
  3. Það þarf að gera ráð fyrir því, að hugsanlegar tilraunir Trumps - til að endursemja um utanríkisviðskipti; leiði ekki til nýrra tollmúra af hálfu Bandaríkjanna - eða að Bandaríkin leggi slíka á - einhliða.
    --M.ö.o. að Trump svíki nokkurn veginn alfarið yfirlýsta stefnu sína að færa störfin -- skv. trú hans að leið til slíks sé að tryggja samkeppnishæfni starfa innan Bandaríkjanna með nýjum tollmúrum.
    --Auk þess að Repúblikanaflokkurinn muni ráða utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
  • M.ö.o. þarf að gera ráð fyrir því --> Að Trump, fái ekki að vera Trump.

 

Það virðist þetta veðmál, að Repúblikanaflokkurinn muni hafa Trump að fullu undir sinni stjórn!
Sem hafi verið að leiða -- hækkanir á verðbréfamörkuðum undanfarna daga þ.e. eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

  1. Markaðir reikna með því, að Trump muni fylgja markaðri stefnu Repúblikanaflokksins - þ.e. lækka skatta yfir línuna - þ.e. á laun, á rentur af fjármagni, og á fyrirtæki.
  2. Fyrir utan það, virðist reiknað með því að Trump muni verja miklu fé til opinberra framkvæmda -- telja að meirihluti sé líklega fyrir slíkri stefnu á þingi með aðstoð þingmanna Demókrata.

Það verður auðvitað að koma í ljós -- hvort að veðmál markaða sé rétt, að Repúblikanaflokkurinn hafi nú Trump -- fullkomlega undir sinni stjórn.

En ef þ.e. svo að -- ekkert verður af endurskoðunarstefnu Trumps á eldri viðskiptasamningum, nema að lagfæra einhver tæknileg atriði - t.d.

Það verði -- engir nýir tollmúrar.
Ekki verði af stefnunni -- verksmiðjurnar heim aftur.

Fylgt verði fram - hinni fremur herskáu utanríkisstefnu Repúblikanaflokksins.
--Ekki yfirlýstri stefnu Trumps sjálfs.

  • Trump fái einungis -- eyðslustefnu ríkisins í því skyni að byggja upp innviði Bandaríkjanna, til að uppfylla loforð um snögga fjölgun starfa.

Þá sannarlega yrðu heildar áhrif slíkrar stefnu --> Hagvaxtarhvetjandi.

  1. En þetta byggir að sjálfsögðu fullkomlega á því, að veðmál markaða sé rétt.
  2. Að litlar eða engar líkur séu á því, að Trump fái að fylgja fram - verndarstefnu markmiðum sínum er hann hefur margítrekað lýst yfir -- síðast fyrir helgi.


En eins og ég hef margsinnis bent á -- að ef Trump mundi raunverulega leggja á háa verndartolla t.d. 45% á Kína, auk háa tolla á fleiri mikilvæg viðskiptalönd!

  1. Að hagvaxtaráhrif slíkra tollmúra yrðu afar neikvæð, þ.e. sennilega svo mikið að heildar stefnan yrði þá -- samdráttaraukandi.
  2. Augljóslega ef verndartollar væru lagðir á megnið af innflutningi á hátækni neysluvarningi til Bandaríkjanna.
  3. Þá að sjálfsögðu -- lækkar við það strax kaupmáttur almennings, vegna verðhækkana á þeim varningi sem slíkir verndartollar mundu samstundir framkalla.
  4. Lækkaður kaupmáttur - þíðir minnkun neyslu, og þar með nær samstundir samdrátt í innlendri verslun innan Bandaríkjanna -- því fækkun starfa í verslunargeiranum innan Bandaríkjanna - og að auki sennilega fækkun þjónustustarfa til viðbótar.
  5. Þetta gæti auk þess leitt til - lækkunar fasteignaverðs í Bandar.
  • Spurningin er þó hve háir slíkir tollmúrar væru.

En ef þeir eru eitthvað í líkingu við hugmynd Trumps um 45% toll á varning frá Kína.
--Þá væru verðáhrif þeirra -- mikil.
Þar með einnig - samdráttaraukandi áhrif þeirra, einnig mikil.

Þau áhrif gætu vel verið stærri heldur en samanlögð - jákvæð áhrif af því ef bandaríska ríkið eykur innlendar framkvæmdir + jákvæð áhrif af lægri sköttum.

En það má aftur á móti ímynda sér -- miklu lægri tolla, t.d. innan við 10%.
--Sem líklega dygðu ekki til að hafa - umtalsverð neikvæð áhrif.
Sem kannski jafnvel gæti náðst samkomulag um -- og Trump kallað það sigur.

  • En þá að sjálfsögðu breyttu litlu sem engu þegar kemur að hans stóra loforði.

 

Niðurstaða

Hefur Trump verið settur undir "management"? Ein prófraun á það, getur verið ef -- Romney verður skipaður utanríkisráðherra. Það væri kannski skýr vísbending þess - að Repúblikana flokknum hafi tekist að gera -strengjabrúðu- úr herra Trump.

En a.m.k. virðist veðmál markaða vera á þá lund, að Repúblikanar muni hindra sérhverja tilraun Trumps - til að leggja á nýja umtalsverða tollmúra.
Eða sérhverja tilraun Trumps, til að hefja viðskiptaátök við stórar viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna.
Og sennilega að auki, sérhverja tilraun Trumps til að - loka herstöðvum, ógna bandalögum Bandaríkjanna.

Að auki virðist veðmál markaða vera á þá lund, að efnahagsprógramm Trumps verði nokkurn veginn -jafnt og- efnahagsprógramm Repúblikanaflokksins, sem legið hefur fyrir um nokkurt skeið og markaðir vitar hvernig á að vera.

  • Að Trump fái einungis að framkvæma það sem Repúblikanaflokkurinn leyfi honum.

Það verður síðan að koma í ljós hvort að markaðir eru að spá með réttum hætti.
--Að Trump fái litlu sem engu að ráða!

 

Kv.


Bloggfærslur 26. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 262
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband