Ríki heims munu ekki láta Trump kúga sig - ég held nú ekki!

Trump hefur raun og veru staðfest, að honum er fullkomin alvara með að ætla að gera tilraun til þess - að þvinga fram í gegnum 2-hliða samninga við einstök viðskiptaríki Bandaríkjanna; viðskiptafyrirkomulag er væri til muna hagstæðara Bandaríkjunum en hefur verið fram að þessu.

 

Af hverju ríki heims munu hafna tilraunum Trumps!

  1. Málið er að hann ætlast til þess að þau samþykki - umtalsverða tollmúra milli Bandaríkjanna og þeirra.
  2. Þeir tollmúrar mundu að sjálfsögðu samstundis skaða þeirra efnahag, skapa atvinnuleysi og samdrátt í þeirra útflutningsiðnaði.
  3. Ef hlutfall útflutnings til Bandaríkjanna er mikið hlutfall heildarútflutnings ríkis - gæti það dugað til að skapa kreppu í því landi.
  4. Að sjálfsögðu væri það afskaplega óvinsæl aðgerð -- þ.e. vinsældir stjórnvalds er léti undan slíkri kröfu Trumps -->  Tæki óhjákvæmilega stórt högg í kjölfarið.
  • Þannig séð skipti ekki máli fyrir efnahagslegu útkomuna - hvort Trump legði tollinn á einhliða.
  • En það liti allt öðru vísi út pólitískt séð, fyrir stjórnvald lands - hvort það stjórnvald samþykkti aðgerðina -- undir þrýstingi þó.
  • Eða ef Trump legði tollinn á -- algerlega einhliða.

Í seinna tilvikinu gæti stjórnvald viðkomandi lands - varið sig á þeim grundvelli, að útkoman væri ekki þeim sem er sytur á valdastóli að kenna!
Þetta er hvað ég tel fullkomlega óhjákvæmilegt að verði val landa heims, gagnvart kröfum Trump -- að breyta viðskiptaforsendum umtalsvert Bandaríkjunum í hag.
--Að þau velji að hafna kröfunni!
--Láti svo á það reyna, hvort Trump lætur af því verða - að leggja tollinn á einhliða.

 

Málið er einnig það, að það er allsendis óvíst að Trump geti lagt á einhliða verndartolla

En til þess þarf hann samþykki þingsins, sem alls óvíst er að hann geti náð fram. En samningaviðræður við önnur lönd getur hann hafið, án þess að ræða við þingið. Hann getur lokið þeim, án þess að ræða við þingið.
--En einungis þingið geti formlega leitt milliríkjasamning í gildi - eða afnumið; eða lagt formlega á tollmúra.

  1. Þannig að á þeim punkti að hann mundi fá höfnun frá landi, um breytingar á viðskiptakjörum í þá átt að gera kjörin verulega hagstæðari Bandaríkjunum en áður.
  2. Þá mundi koma spennandi stund - hvort hann hefur þingið með sér eða ekki.

Ef hann nær ekki fram þingmeirihluta fyrir slíka einhliða aðgerð!
--Væri Trump búinn að bíða ósigur.

Það sé því að lágmarki þess virði fyrir land -- að hafna kröfu Trumps, vegna þess að fyrirfram er alls ekki víst - að hann nái að standa við hótun sína.

 

En það sé einnig þess virði að hafna kröfu Trumps, ef hann nær að standa við hótun sína

Þá augljóslega munu stjórnvöld þess lands -- kenna Trump um efnahagstjónið sem það land varð fyrir.
Stjórnvöld segja þá líklega, að þau standi alsaklaus fórnarlömb frammi fyrir aðgerð Trumps, og auðvitað þjóðin öll!
--M.ö.o. að sérhver ríkisstjórn sem fyrir aðgerð Trumps verður.
--Mun án vafa kjósa að beina reiði þjóðar sinnar að Trump.

Með þessum hætti sennilega geta þær ríkisstjórnir staðið af sér óánægju storminn heima fyrir.

 

Ef meðlimalönd Heimsviðskiptastofnunarinnar yrðu fyrir einhliða tollaðgerð Trumps

Þá er slík einhliða tollaðgerð án nokkurs vafa brot á skuldbindingum Bandaríkjanna skv. reglum "WTO."
Ríkin geta þá kært málið fyrir dómstól "WTO."
Sem vart getur dæmt með öðrum hætti en Bandaríkin brotleg.

  1. Þá held ég að reglur "WTO" heimili sambærilega refsitolla sem mótaðgerð.
  2. Þannig að Bandaríkin gætu þá staðið eftir í þeirri áhugaverðu stöðu.
  3. Að mörg "WTO" ríki hafi refsitolla á Bandaríkin -- Bandaríkin hafi lagt einhliða tolla á þau tilteknu lönd --> En þau lönd viðhefðu láttolla skv. reglum "WTO" sín á milli.
  • Bandaríkin gætu þá staðið -- ein innan hárra tollmúra!
  • Meðan að restin af helstu viðskiptalöndum heims, mundu halda áfram að eiga viðskipti sín á milli í - lág toll umhverfi.

Það yrði þá áhugaverð prófraun á kostum lág tolla umhverfis.
Vs. galla há tolla umhverfis.

 

Málið er að Bandaríkin væru þá ekkert í góðum málum!

  1. En ef Trump leggur háa tolla á þau lönd þaðan sem Bandaríkin flytja inn megnið af sínum - hátækni varningi.
  2. Þá hækka þær vörur í verði - verða dýrari fyrir bandaríska neytendur.
  3. Það auðvitað skerðir kaupmátt þar í landi, sem samstundis minnkar neyslu.
  4. Samdráttur í neyslu, þíddi þá glötuð störf hjá verslunarfyrirtækjum.

Það yrði þá tafarlaus aukning í atvinnuleysi í Bandaríkjunum.
Og ef Trump leggur tolla samtímis á allar þær viðskiptaþjóðir sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart --> Þá sennilega yrðu samdráttaráhrif víðtækra vöruverðs hækkana það mikil, að Bandaríkin detta við það yfir í samdrátt.

Það sé möguleiki að samdráttaráhrif á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - af minnkaðri sölu til Bandaríkjanna.
Dugi einnig til að framkalla samdrátt í einhverjum þeirra!
--Heimskreppa væri þá möguleg - óhjákvæmileg ef tollaðgerð mundi ná að skapa samdrátt í Kína, samtímis og í Bandaríkjunum.

  1. En meðan að hin löndin halda sig áfram við viðskiptakerfið sem Bandaríkin sjálf bjuggu til.
  2. Á ég ekki von á að kreppu áhrif verði - harkaleg fyrir þau lönd.
  • En ég held að þau yrðu veruleg innan Bandaríkjanna.

Trump glatar þá stuðningi!
Og við losnum við Trump eftir 4-ár!

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu óskar enginn eftir heimskreppu. Ég held að Trump sé fastur í hugmyndafræði þar sem hann haldi, að löndin muni beygja sig fyrir Bandaríkjunum - ef hann sé einungis nægilega ákveðinn. Eða, að hann haldi að áhrifin af háum verndartollum, yrðu fyrst og fremst - jákvæð. M.ö.o. hann átti sig ekki á hinum sterku neikvæðu áhrifum þeirra.

Ranghugmyndir geta valdið stórum vandamálum ef áhrifamiklir valdamenn eru haldnir þeim.

 

Kv.


Trump í videói ítrekaði skilaboð um verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, og afnám allra hamlandi regla á olíuiðnaðinn sem sett hafa verið vegna umhverfissjónarmiða

Þó Trump segi það ekki algerlega skýrt - verndarstefna - þá lofar hann strax að drepa "T.P.P." þ.e. 12-ríkja samkomulag hringinn í kringum Kyrrahaf samningur sem tilbúinn er en á eftir að staðfesta af Bandaríkjaþingi -- en þ.e. í valdi Trump að slá það allt af!
--Því lofar hann!
Í staðinn talar hann um "sanngjarna 2-hliða samninga" -- sem er sennilega endurtekning hans á þeirri hugmynd sem hann hélt á lofti í kosningabaráttunni, að hann muni taka upp samninga við ríki sem eiga í milliríkja viðskiptum við Bandaríkin.
Þar sem hann muni heimta þ.s. hann kallar "sanngjörn viðskiptakjör" en þá á hann við það sjónarmið - að viðskiptahalli við það land af hálfu Bandaríkjanna sé full sönnun þess að viðskiptakjör séu ósanngjörn fyrir Bandaríkin.
--Þetta hefur nægilega oft komið fram, til þess að hans meining sé orðin nægilega þekkt.

  1. En þetta sé þá ekkert minna en yfirlýsing um viðskiptastríð.
  2. Ég held að lönd eins og Kína, hljóti að taka þessum skilaboðum með þeim hætti.

Hitt skýra loforðið, er um losun hamlandi regla á olíuiðnaðinn bandaríska - sérstaklega "fracking" iðnaðinn, sem býr við margvíslegar takmarkandi reglur -- ekki síst ætlað að verja grunnvatn, en þ.e. ákaflega mögulegt að aðferðin leiði til grunnvatns mengunar.
--Hann í staðinn, velur að tala eingöngu um málið út frá því sjónarmiði að um sé að ræða sókn í átt að fjölgun starfa.
--Sumar þeirra regla, eru til þess að verja sérstök náttúruvætti, eða viðkvæmt svæði.

  1. Mér virðist m.ö.o. á tæru að Trump sé fullkomin alvara með það að eyðileggja Parísasamkomulagið, um aðgerðir til verndar lofthjúpnum - sérstaklega gegn gróðurhúsaáhrifum.
  2. En hugmyndir hans um eflingu olíuiðnaðar - slá af allar takmarkandi reglugerðir, er ekki samræmanlegar þeim markmiðum sem Obamastjórnin undirritaði á Parísarráðstefnunni.
  3. Strangt til tekið hefur Parísarráðstefnan öðlast lagagildi - sem alþjóðalög, skv. reglum SÞ. En það snýst um tiltekinn fjölda landa er hafi staðfest alþjóðasamning gerðan í samhengi lagaramma SÞ.
  4. En Trump getur samt sem áður - látið Bandaríkin leiða skuldbindingar Bandaríkjanna þau sem Obama stjórnin samþykkti hjá sér, sem mjög vel getur grafið undan vilja annarra landa til að fylgja sáttmálanum fram.

Mér virðast vaxandi vísbendingar uppi um að Trump meini flest þau atriði sem hann lofaði í kosningabaráttunni!

--Spurning um forgangsröð hans, að þá væntanlega til viðbótar meinar hann kröfur sínar gagnvart bandamönnum Bandaríkjanna um þ.s. Trump nefndi "fair compensation" --> Sem ég skil sem, "tribute" kröfu Trumps til bandamanna Bandaríkjanna!
--M.ö.o. að þau skuli borga Bandaríkjunum fyrir að fá veitta af hendi, varnarskuldbindingu.

Hann virðist hafa einhvers konar "transactional" hugmynd -- þ.s. allt eru viðskipti.
Hann virðist þá meina, að með því að taka þátt í vörnum annars lands -- séu Bandaríkin að veita þjónustu, sem rétt sé að greitt sé fyrir.
Sbr. ummæli sem höfð voru einnig eftir honum sem leggja má út sem "við höfum ekkert upp úr þessu" -- sem ég skil með þeim hætti, að hann meini í formi peninga, sem þíði að hann meti ekki þann frið sem Bandaríkin t.d. hafa tryggt í Evrópu sem "net gain."

  1. Það verður mjög forvitnilegt að vita -- hvaða fjárkrafa berst til Íslands frá Trump.
  2. En ef af verður af vinstri stjórn, þá væntanlega fær hún þann kaleik.
  • Höfð eru eftir Trump skýr ummæli þess efnis - að hann mundi taka tillit til þess hvort lönd hafi borgað, ef til mundi koma að á þau væri ráðist.

--Slíkar hugmyndir setja náttúrulega NATO í fullkomið uppnám!
--En reglan um varnarskuldbindingu gagnvart árás, er annaðhvort full gild eða ekki.

Hún er sjálfur grundvöllur NATO. M.ö.o. annaðhvort er hún fullvirk eða þ.e. ekkert NATO.
Pútín mundi að sjálfsögðu verða mjög hamingjusamur! Ef Trump eyðilegði NATO - í einhverju hugsunarleysi.

 

Niðurstaða

Mér virðast vaxandi líkur á að Trump verði alfarið eins hræðilegur forseti og ég óttaðist er ég skrifaði um líklegar afleiðingar stefnu hans fyrir kosningar í Bandaríkjunum.
--Það þíðir væntanlega að við þurfum öll að fara að undirbúa okkur fyrir Trump heims kreppuna!
--Þegar hann hefur formlega viðskiptastríð við Kína og önnur þau lönd sem Trump telur að Bandaríkin hafi -ósanngjörn- viðskiptakjör gagnvart.

Eins og ég benti að auki á í gær, má að auki vera að Trump fyrirhugi árásir á Íran!
Að Trump hefji átök við Íran virðist sífellt sennilegra
Að eyðileggja NATO væri þá rjóminn ofan á stefnu í átt til fullkomins tjóns.


Kv.


Bloggfærslur 22. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 262
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband