Að Trump hefji átök við Íran virðist sífellt sennilegra

Ég verð að segja að mér líst sífellt verr á forsetatíð Trumps eftir því sem ég sé fleiri vísbendingar - hverja hann ætla að velja.

Nýjustu fréttir eru á þá lund, að Marine Corps General James Mattis -- verði næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna!

 

Ég hef ekkert persónulega gegn honum, en fortíð hans vekur athygli:

  1. Hann var yfirmaður 1-herfylkis landgönguliða í Írak 2003, síðar sá sem stjórnaði aðgerðum Bandaríkjahers í hörðum bardögum er urðu 2004 í Fallujah.
  2. Hann var síðan yfirmaður aðgerðastjórnunar bandaríska heraflans um árabil á Persaflóasvæðinu - þ.s. hann sá ekki síst um að hafa nánar gætur á Íran.

M.ö.o. ef einhver þekkir Persaflóasvæðið - og hefur tekist á við landamæragæslusveitir Írana og sveitir íranska byltingavarðarins.
--Þá er hann líklega sá maður!

http://static1.businessinsider.com/image/56f41cdb91058422008b88cb-480/mad-dog.png

Sl. föstudag bárust fréttir af því að Mike Pompeo yrði yfirmaður CIA:

  1. Sá maður hefur gagnrýnt harkalega 6-velda samninginn við Íran, talið hann stórfelld mistök - tekið undir þau sjónarmið að hann leiði til þess að Íran verði kjarnorkuveldi.
  2. Hann hefur hvatt til loftárása á kjarnorku prógramm Íana!

Punkturinn er sá, að þarna eru komnar 2.-mikilvægar ráðherraráðningar, aðila sem eru þekktir Írans-haukar - annar verður yfirmaður leyniþjónustunnar, hinn líklega - varnarmálaráðherra!

  1. Í kosningabaráttunni, gagnrýndi Trump 6-velda samkomulagið við Íran, sem hræðileg mistök.
  2. Hann tók undir þá gagnrýni, að nauðsynlegt væri að -- eyðileggja það samkomulag án tafar, og gera allt í valdi Bandaríkjanna til að - rústa kjarnorkuprógrammi Írans.
  • En punkturinn er sá - að þ.e. ekki hægt, nema með innrás.

Sem ekki getur verið að Mattis viti ekki!
Ástæðan er sú, að mikilvægir þættir kjarnorkuprógramms Írana, eru grafnir undir fjöll inn í sérstyrkt neðanjarðarbyrgi. Þar sem sú starfsemi er óhult fyrir loftárásum - eiginlega algerlega fullkomlega.
Innan Írans, eru öll þau mannvirki staðsett -- langt frá sjó!
Nánar tiltekið, mitt inni í fjallendi Írans!

  1. Íran er að mörgu leiti eins og Afganistan, fjöllin ekki alveg alveg eins há, en þó þannig að þau samt eru farartálmar.
  2. Samtímis og landið Íran er verulega fjölmennara -- her Írans er ekki nærri eins fullkominn og her Bandaríkjanna, en her Írans er fjölmennur - og væntanlega þekkir öll fjallaskörðin í Íran, fyrir utan sjálf fjöllin.
  • Að berjast í Íran, er sennilega ekki ósvipað því - að berjast við lið eins harðsnúið og Talibanar - betur vopnum búið, og töluvert fjölmennara.

Eins og Talibanar hafa aldrei hætt --> Á ég ekki von á að Íranar heldur hætti nokkru sinni.
Fyrr en þeir hafa hrakið innrásar-aðila af höndum sér!

Og segjum að Kanar fyrir rest labbi í burtu með skottið milli lappa -- þá má fastlega reikna með því, að Íranar leggi allt í sölur að koma kjarnorkuprógrammi sínu aftur í gang!
Þannig að það eina sem Bandaríkin hefðu þá afrekað -- væri að tryggja að kjarnorkuvopnavætt Íran, virkilega væri þeim afskaplega óvinveitt!
--Og auðvitað það, að það síðan mundi sækjast eftir því að gera þeim lífið leitt eins og Írönum framast væri unnt!

Stríð gegn Íran er einfaldlega virkilega hræðileg hugmynd!

Ég man enn eftir aðdragandanum að Íraks stríðinu 2003 - hversu hræðilega heimskar og vitlausar ég upplifði hugmyndir Bush stjórnarinnar, um meintar afleiðingar þeirrar fyrirhuguðu innrásar og ekki síst hversu virkilega heimskar væntingar þeirra voru um viðbrögð Íraka við þeirri innrás.

-- -- > Ég ætla að segja það eina ferðina enn!
Stríð gegn Íran er enn verri hugmynd, en innrás í Írak 2003 var!

Ef menn halda sig sjá Mið-austurlönd í upplausn í dag!
Þá segi ég - ef ráðist verður á Íran: "You aint seen nothing yet."

Sjá fyrri umfjöllun mína: Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!

Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það sem þar stendur!
Það standi enn fyrir sínu!

 

Niðurstaða

Einfaldlega er það - það virkilega hræðilegasta heimskulegasta sem Bandaríkin geta gert, að hefja stríð við Íran --> Fyrir utan að hefja bein hernaðarátök við Kína eða Rússland.
Í samanburði við innrásina í Írak 2003 -- er stríð við Íran heimskulegra í margfeldum!

 

Kv.


Bloggfærslur 20. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 847452

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 273
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband