Eystneskir hermenn og íbúar Eystlands eru þjálfaðir fyrir skæruhernað

Eystland virðist hafa tekið þann pól í hæðina, þar sem að íbúar Eystlands séu fáir, her þeirra að sama skapi fámennur og veikur -> Að eiginlegar varnir séu ekki rétta nálgunin!
--Heldur er fókusinn á að undirbúa íbúa landsins fyrir skæruhernað!

Tiny Estonia Trains a Nation of Insurgents

Members of the Estonian Defense League set off for a patrol competition near the town of Turi in central Estonia. The events, held nearly every weekend, are called war games, but they are not intended to be fun. Credit James Hill for The New York Time.

 

Ég held að þetta hljóti að vera óvenjulegasta nálgunin hjá nokkru NATO ríki!

Nærri því hverja helgi eru haldnir nokkurs konar -- leikir, sem ætlað er að þjálfa æsku landsins í beitingu skæruhernaðar gegn hugsanlegum innrásaraðila!
--Leikirnir eru í bland -ratleikir- og -feluleikir- í skógum landsins.
Teymi keppa í því að leysa fyrirfram ákveðnar þrautir, þetta snýst einnig um hver er fljótastur, en ekki síst - að halda lífi!
--En hópar hermanna hafa hlutverk óvina sem reyna að finna og ná þeim sem taka þátt í hinum vikulegu leikum, og litið svo á að hver sá sem næst, missi líf!
En það virðist svo að viðkomandi fái samt áfram að taka þátt í leiknum - heildar útkoman síðan gerð upp í rest!

"The Jarva competition entailed a 25-mile hike and 21 specific tasks, such as answering questions of local trivia — to sort friend from foe — hiding in a bivouac deep in the woods and correctly identifying types of Russian armored vehicles. On a recent weekend, 16 teams of four people had turned out, despite the bitter, late fall chill. The competition was open to men, women and teenagers."

"The Estonian Defense League, which organizes the events, requires its 25,400 volunteers to turn out occasionally for weekend training sessions that have taken on a serious hue since Russia’s incursions in Ukraine two years ago raised fears of a similar thrust by Moscow into the Baltic States."

"Since the Ukraine war, Estonia has stepped up training for members of the Estonian Defense League, teaching them how to become insurgents, right down to the making of improvised explosive devices, or I.E.D.s, the weapons that plagued the American military in Iraq and Afghanistan. Another response to tensions with Russia is the expansion of a program encouraging Estonians to keep firearms in their homes."

  • "“The best deterrent is not only armed soldiers, but armed citizens, too,” Brig. Gen. Meelis Kiili, the commander of the Estonian Defense League, said in an interview in Tallinn, the capital."
  • "“The guerrilla activity should start on occupied territory straight after the invasion,” General Kiili said. “If you want to defend your country, we train you and provide conditions to do it in the best possible way.”"

Opinberi herinn er ekki skipaður nema -- 6.000!

En "Varnarsamband Eystlands" telur 25.400 meðlimi!

Ég þekki ekki hvað "Varnarsamband Eystlands" akkúrat er - en ef það virkar að einhverju leiti svipað og "US National Guard" þá eru meðlimir í því - allir þeir sem nokkru sinni hafa gegnt herþjónustu!
--Upp að vissum aldri!

Meðal þeirra er taka þátt í þjálfun fólks fyrir skæruhernað, er að finna einstaklinga er þátt tóku í NATO verkefni í Afganistan - og kynntust af eigin raun, aðferðum Talibana!

Sem virðist að þeir ætli að kenna íbúum Eystlands að beita!

  • Þannig að ef gerð verður í framtíðinni innrás í Eystland, geti innrásaraðilinn gert ráð fyrir því - að mæta strax á fyrsta degi, útbreiddum og þrautskipulögðum skæruhernaði, fólks sem lært hefur til verka og hefur stuðning íbúa landsins.

 

Niðurstaða

Ég veit ekki til þess að nokkurt annað NATO land, hafi skæruhernað sem sína megin varnar og sóknaráætlun, ef ráðist verður á landið!
En það er þá gert ráð fyrir því að innrás leiði strax til hernáms landsins.
Sem sjálfsagt verður að teljast rökrétt ályktað!

 

Kv.


Bloggfærslur 2. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 274
  • Frá upphafi: 847450

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband