Kína að undirbúa yfirtöku á stjórn heims viðskiptakerfisins?

Síðan Trump var kjörinn og snarpar vísbendingar eru því uppi að Bandaríkin ætli að hætta við þá stefnu er þar í landi hefur verið framfylgt alla tíð síðan frá lokum Seinni Styrrjaldar - sem lagði áherslu á frjálst og opið viðskiptamódel sem smám saman þróaðist í svokölluðu G.A.T.T. ferli sem fór í nokkra svokallaða hringi, ásamt fjölda meðlimaþjóða, þ.s. viðskiptahindranir voru lækkaðar í skrefum milli meðlimalanda ferlisins, og að lokum síðustu GATT lotunni - var Heims-viðskiptastofnunin stofnuð, og ferlið varð að formlegri stofnun.

Í dag eru allar þjóðir heims sem skipta verulegu máli í samhengi milliríkjaviðskipta í heiminum, meðlimir að því kerfi sem Bandaríkin í upphafi ræstu og hefur fram að þessu tekist -- að halda undir sinni stjórn.

  1. En eins og ég hef bent á -- ef Trump tekur upp einangrunarstefnu.
  2. Er rökrétt að Kína taki yfir stjórnun -- heims viðskiptakerfisins.

China pledges to lead the way on global trade

"Chinese president Xi Jinping vowed on Saturday to open the door even wider to foreign business and play an even greater role in the process of globalisation..." - “China will not shut the door to the outside world but will open it even wider,” - "fully involve ourselves in economic globalisation". - "Close and exclusive arrangements are not the right choice,”

"John Key, New Zealand’s prime minister, said he would work to try and convince Mr Trump of the value of the TPP and the importance of US engagement in Asia." - “There needs to be a realisation [in Washington],” - The reason that President Obama pursued the TPP was all about the United States showing leadership in the Asia-Pacific region. We like the US being in the region. But if the US is not there that void needs to be filled, and it will be filled by China.”

  1. Ég held að Kína sé ekki líklegt að gefa skýrari aðvörun en þetta - en orðum forseta Kína var bersýnilega beint að Trump - er hann segir Kína ætla að vera opið öllum til viðskipta - að Kína sé mótfallið sérsamningum við einstök lönd sem ég tek sem beint nei við yfirlýsingum Trump um það, að hann taki upp samninga sem gildi eru milli Bandaríkjanna og m.a. Kína - en Trump hefur talað um 2-hliða samningam milli Bandar. og einstakra landa í staðinn - mér virðist Xi hafna því módeli --> Samtímis og er hann segir að Kína verði opið fyrir viðskipti við alla --> Hótar hann -tel ég- því að taka yfir stjórnun heims viðskiptakerfisins.
  2. Orð John Key, geta ekki verið skýrari -- en hann er að segja, að ef Bandaríkin taka ekki fullan þátt í því viðskiptakapphlaupi er í gangi hefur verið milli Bandar. og Kína --> Muni flest Asíulönd, leggjast í -viðskiptafaðm- Kína.
    **En það þá einnig væntanlega þíðir, að Kína ráði þá viðskiptareglunum.
    **Sem færi Kína þá mikil völd sem það hefur fram að þessu ekki haft.

Skv. annarri frétt: Pacific Rim leaders vow to fight new wave of protectionism.

Eru TPP ríkin 11 að Bandaríkjunum slepptum, en 12 með Bandaríkjunum, að ræða sín á milli - að halda í TPP samninginn sín á milli - án Bandaríkjanna.
--En á hinn bóginn, eru þau einnig að ræða, að ganga í nýjan Kyrrahafs viðskiptasamning sem Kína er að bjóða upp á -- er væri að sjálfsögðu undir stjórn Kína.

Punkturinn er sá -- að heimurinn er í vaxandi mæli að upplifa þá tilfinningu að mikilvæg valdaskipti séu framundan!

Jafnvel þó að Kína muni stíga varlega niður til Jarðar a.m.k. fyrst í stað, ef það tekur yfir sem stjórnandi heims viðskipta.

Þá hafa ummæli verið höfð eftir Xi -- að hann vilji lýðræði feygt, þá alls staðar.
M.ö.o. þá sé ósennilegt að ef Kína verður 1.-landið í heiminum, ríkjandi risaveldi -- að þá verði sú framtíð hlinnt frekari útbreiðslu lýðræðis, það þveröfuga sé sennilegra.
Að þá verði lýðræði fljótlega umsetið og í vörn, nánast hvarvetna.

 

Niðurstaða

Það er óhætt að segja að heimurinn geti verið að standa frammi fyrir stórri stund, ef Trump raunverulega er alvara með það að hætta að keppa um völd og áhrif í hnattrænum skilningi.
Leiðtogi Kína -- sýnir með skýrum hætti að Kína er tilbúið að taka yfir í staðinn.
Forsætisráðherra Nýja Sjálands - er með skýra aðvörun til Donald Trumps um það hvað er framundan, ef Trump dregur Bandaríkin til baka.

Jafnvel þó að stjórnun Bandaríkjanna hafi fylgt margir gallar -- hefur þó þá áratugi gríðarlegar framfarir orðið í heiminum, og fátækt minnkað mikið.
--Hvort sem þ.e. kerfi Bandar. að þakka eða ekki, þá hefði verið unnt að setja á fót kerfi sem hefði verið með til mikilla muna þröngsýnna fyrirkomulagi, sem ekki hefði virkað með sambærilegum hætti - að þátttakendur deili gróðanum með sér!

Kína er að boða, meðan að Trump virðist boða -Merkantílisma- að Kína ætli að fylgja sömu stefnu og Bandaríkin áður gerðu --> En þ.e. góð spurning hvað síðar gerist, ef heimurinn tekur því tilboði og Kína fær öll þau völd til sín.
--Ég held að það skipti máli, eigi eftir að gera það, að Kína er einræðisríki - sem er andsnúið lýðræði og lýðræðislegum lausnum.

Þannig óttast ég að heimurinn standi frammi fyrir -- dekkri framtíð.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 847452

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 273
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband