Traustasti kjósendahópur Donalds Trump virðist hafa verið hvítir með tekjur yfir meðaltali sem ekki hafa háskólagráðu

Skv. rannsóknum á kosningahegðan sl. þriðjudag í Bandaríkjunum, þá liggja fyrir eftirfarandi niðurstöður!

‘Forgotten’ white vote powers Trump to victory

  1. Hvítir kjósendur, 70% bandarískra kjósenda, kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 58/37%.
  2. Hvítir kjósendur án háskólagráðu, kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 67/28%.
  3. Það áhugaverða á móti, er að hvítir kjósendur með háskólagráðu kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 49/45%.
    --M.ö.o. Trump vann þann hóp naumlega þó, öfugt við margar spár.
  1. Það kemur engum að óvörum að konur kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 54/42%.
  2. En það kemur örugglega einhverjum á óvartTrump tapaði fyrir Clinton í lágtekjuhópum, þ.e. hópar með tekjur innan við 50þ.$ kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 52/41%.
    --Sem væntanlega kemur einhverjum að óvörum, sem telja að Trump hafi haft mesta verkamannafylgið, svo virðist ekki vera skv. þessu.
  3. Annað gildi um hátekjuhópa þ.e. Trump vann í öllum tekjuhópum er hafa meir en 56þ.$ í árstekjum.
    --Sem gæti bent til þess að skattalækkunarhugmyndir Repúblikana hafi skilað að einhverju verulegu leiti þeim atkvæðum.

 

Svo er auðvitað forvitnilegt:
--Að heildarfjöldi atkvæða Trumps er mjög svipaður þeim fjölda sem John McCain fékk um árið gegn Obama, en varð þá undir.
--Að auki Trump fær milljón færri atkvæði en Romney 2012, þó tapaði Romney það ár fyrir Obama!

"Mr Trump’s total vote is in line with what John McCain received in 2008 and about 1m below what Mitt Romney received in 2012."

Skv. því er Trump í reynd ekki að fá neitt sérstaklega góða kosningu!
A.m.k. ekki í sögulegu samhengi!

Þó að Clinton hafi fleiri atkvæði heilt yfir - munar einungis 100þ. atkvæðum.

 

Spurning hvort slík útkoma geti verið endurtekin?

En svokölluðum hvítum kjósendum er að fækka hlutfallslega stöðugt -- sennilega minna út af aðflutningi fólks en mismunandi fæðingartíðni innan mismunandi hópa er byggja Bandaríkin.

En svokallaðir hvítir Bandaríkjamenn, virðast hafa heilt yfir lægri fæðingartíðni en aðrir hópar, t.d. "latinoes" smám saman hafa verið í hlutfallslegri fjölgun.

Að einhverju verulegu leiti - hjálpar það ferli því að auki, að slíkir hópar eru stór hluti aðkomumanna innan Bandaríkjanna.

  • En mesta fjölgunin hlutfallslega sé nú meðal Asíufólks er býr innan Bandaríkjanan!
  • Sem sé einna helst drifin af - aðflutningi Asíubúa til Bandaríkjanna.

10 demographic trends that are shaping the U.S.

Það eru auðvitað nokkur ár í það enn -- að hlutfallsleg fjölgun annarra hópa en "hvítra" leiði til þess að þeir verði ekki lengur fjölmennari en allir aðrir hópar samanlagt.

"By 2055, the U.S. will not have a single racial or ethnic majority."

  1. Svo fremi auðvitað að hlutfallslega fjölgun annarra hópa haldi áfram af sama krafti og áður!
  2. En punkturinn er auðvitað sá, að sú aðferð er Trump beitti - sem höfðar fyrst og fremst til hvítra kjósenda, verður þá stöðugt eftir því er árin líða -- ólíklegri til að takast!
  • Þannig að það er alveg hugsanlegt, að leið sú er Trump fór - virki aldrei aftur!

 

Niðurstaða

Góð spurning sem ég sá einn varpa fram - yfir hverju eru hvítir kjósendur með árlaun yfir 56þ.$ að kvarta?
Einn möguleikinn gæti verið -- ótti við breytingar. En Bandaríkin eru að breytast hratt, og breytingar mæta alltaf - einhverri andstöðu. Og ef margt breytist í einu, getur sú andstaða orðið veruleg.

Það að Clinton vann í lægri tekjuhópum - nokkuð örugglega. Veikir þau rök að Trump hafi mikið höfðað til verkamanna sem hafa misst af lestinni - þannig séð.

Kannski var það mótmæli gegn breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir, sem knúði fram sigur Trumps -- frekar en að um hafi verið að ræða mótmæli gegn bágri efnahagslegri stöðu, af hálfu kjósendahópa sem finnst ekki að stjórnmálin séu að takast á við þeirra ótta!

 

Kv.


Bloggfærslur 10. nóvember 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 280
  • Frá upphafi: 847456

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 277
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband