Tvær konur til viðbótar ásaka Trump fyrir kynferðislegt áreiti, meðan Trump hafnar öllum ásökunum af þessu tagi sem lygaþvælu

Það er áhugavert - að ásakanir 4-kvenna, sem hafa komið fram í þessari viku. Virðast ekki hafa nein umtalsverð neikvæð áhrif á fylgi Trumps.
--Er mælist nú rúmlega 37%, sem er vart mælanleg sveifla miðað við rúmlega 38% fylgi, sem hann hafði gjarnan fyrir sl. helgi -- er ásakanir um kynferðislegt áreiti af hans hálfu hófust.

Hinn bóginn, virðist fylgi Clinton hafa farið ívið upp - eða í 44%:
Clinton leads by 7 points

Trump ásakaði Carlos Slim - um að vera í persónulegri herferð gegn sér, en hann kvá eiga um 12% hlut í New York Times: Trump accuses Mexico's Carlos Slim of trying to help Clinton.
--Herra Slim er eins og þekkt er, einn helsti "tycoon" Mexíkó með óskapleg auðæfi.

Það er út af fyrir sig, ekki loku fyrir skotið - að herra Slim, sé að beita sér gegn Trump - þar sem eftir allt saman, má rökstyðja það að margvíslegar hugmyndir Trumps sem m.a. fela í sér kröfu um að endurskoða viðskiptasamskipti Bandaríkjanna og Mexíkó, en hugmyndir Trumps mundu gera viðskiptin verulega óhagstæðari fyrir Mexíkó - gætu skaðað efnahag fyrirtækja í eigu herra Slim; samhliða því að þær hugmyndir ef framkvæmdar mundu skaða efnahag Mexíkó.
-- Að auki hefur Trump sagt margvíslegt, sem taka má sem fordóma gagnvart Mexíkóum.

Þannig að herra Trump er alveg örugglega ekki í neinu uppáhaldi hjá Carlos Slim.
-- Þó það þíði ekki endilega að ásakanir Trumps gagnvart Slim séu sannar.

 

Nýjar ásakanir kvenna gegn Trump!

  1. "Summer Zervos, who competed on the television show's fifth season in 2006, gave a news conference with celebrity attorney Gloria Allred in Los Angeles, saying Trump kissed her, touched her breast and tried to get her to lie down on a bed with him during a 2007 meeting about a possible job." - "He put me in an embrace and I tried to push him away. I pushed his chest to put space between us and I said come on man, get real. He repeated my words back to me, 'Get real,' as he began thrusting his genitals," - Zervos said she thought Trump was going to take her to dinner to discuss a job, but the meeting took place in his bungalow at the Beverly Hills Hotel, where he later ordered a club sandwich for them to share. - ""I wondered if the sexual behavior was some kind of test and whether or not I had passed" by rejecting it, she said, but Trump later offered her a job at a golf course for half the salary she had requested."
  2. "Separately, the Washington Post published an interview with a woman who said Trump put his hand up her skirt in a crowded New York nightclub in the early 1990s in an unwanted advance." - "He did touch my vagina through my underwear, absolutely," Kristin Anderson said in a video interview on the newspaper's website. “It wasn’t a sexual come-on. I don’t know why he did it. It was like just to prove that he could do it," she told the paper. Anderson could not be reached for comment.

Trump hélt sig við þá afstöðu að hafna ásökunum - fullkomlega:

  1. ""I don’t know who these people are. I look on television, I think it’s a disgusting thing and it’s being pushed, they have no witnesses, there’s nobody around," Trump said at the rally in Greensboro, North Carolina."
  2. ""Some are doing it for probably a little fame, they get some free fame. It’s a total set-up," he said."

Nýju ásakanirnar - eru sama marki brenndar og ásakanir 2-ja annarra kvenna er komu fram fyrr í vikunni; að orð sé gegn orði - þ.s. engin óháð vitni hafi verið af meintum atburði.

Ég hugsa samt, að eftir því sem konum sem ásaka Trump fjölgar - þá vaxi trúverðugleiki þeirra ásakana í augum Bandaríkjamanna!
--> Það verðir þá forvitnilegt að sjá, hvort að ásökunum fjölgar frekar!

 

Eitt virðist þó orðið ljóst, að Trump sé ca. búinn að gefa upp á bátinn, að auka fylgi sitt!

Ástæðan að ég segi það, megi sjá út frá hegðan framboðs hans allra síðustu daga, og málflutningi hans sjálfs!
--En áherslan virðist nú á, herrtar persónuárásir á Clinton.

Eins og að mat Trumps og framboðs Trumps!
Sé að helsta von Trumps - felist í því að minnka fylgi Clinton.

Hafandi í huga að fylgi Trumps virðist í könnunum afar stöðugt undanfarna mánuði, þ.e. sveifla milli 37-38%.
--Nýlegar deilur um Trump, virðist nánast engin áhrif hafa á það fylgi.

Meðan að sennilegt virðist þó --> Að líkur á að hann geti víkkað sinn fylgisgrunn, fari minnkandi!

Það sé eins og Trump og framboð hans -- hafi afskrifað slíkt sem raunhæfan möguleika!
Þannig að vonin um hugsanlegan sigur -- liggi í því að ráðast að Clinton, í von um að minnka hennar fylgi.

  • Á sama tíma, gæti sú áhersla alveg hugsanlega snúist í höndunum á Trump, og hans framboði.
  • Á hinn bóginn sé svo skammt til 8/11. nk. - að það sé sennilega þess virði fyrir Trump, og hans framboð - að taka verulega áhættu.

Þannig að reikna megi með því - að harkan og subbuskapurinn í kosningabaráttunni, muni ná enn hærri hæðum en fram til þessa -- loka daga kosningabaráttunnar.

 

Niðurstaða

Helstu áhrif ásakana á Trump um kynferðislega áreitni, sem virðast lítt skaða núverandi fylgi Trumps, séu sennilega á þann veg - að draga úr möguleikum Trumps til að sækja sér atkvæði út fyrir hóp núverandi fylgismanna hans.

Umræðan þessa dagana, virðist ívið hafa lyft upp fylgi Clintons. Þar með víkkað bilið milli hennar og Trumps!

Með bil upp á nokkur prósent, með fáa daga eftir fram að kosningum - þá liggur á fyrir Trump og framboð hans, að laga stöðuna!

Viðbrögð Trumps og framboðs hans við stöðunni, virðast ætla vera í þá átt - að magna frekar upp persónuárásir á Clinton og almennt "controversy."
--Það sjáist m.a. í ásökunum Trumps, um samsæri auðugra einstaklinga gegn sér!

Hann haldi því á lofti, að ásakanir þessa dagana gegn honum, séu liður í skipulagðri áróðursherferð gegn honum -- að þær ásakanir séu ósannar með öllu.
--Það verði forvitnilegt því að sjá, hvort að það fjölgar konunum frekar sem beina ásökunum um áreitni að Trump.

Spurning hvort það gætir örvæntingar meðal -- Trump sinna!

 

Kv.


Bloggfærslur 15. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 441
  • Frá upphafi: 847082

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband