Áhugaverð afstaða eins auðugasta fjármagnara bandarískra stjórnmála -> telur hugmyndir Trumps, brjálaðar

Það sem er merkilegt við þetta, er að um er að ræða - Charles Koch. En Koch bræður eru án nokkurs vafa, stærstu og auðugustu - veitendur fjármagns inn í kosningasjóði stjórnmálamanna í Bandaríkjunum í dag.

Ekki þekki ég auðæfi Koch bræðra - en við erum ekki að tala, um bara örfáa milljarða dollara.
Í gamalli frétt, má sjá eftirfarandi fyrirsögn: Koch Brothers Worth $100 Billion.

  1. Bræðurnir eru þekktir hægri menn í Bandaríkjunum.
  2. Og þeir styðja lægri skatta fyrir fyrirtæki og auðmenn, sem og lægri ríkisframlög almennt.
  • Fyrir það eru þeir ekki vel liðnir af flestum Demókrötum.

Financial Times var með viðtal við - Charles Koch.
Og það eru ummæli í því sem vekja athygli!

Charles Koch attacks Republican hopefuls Trump and Cruz

Það bendir ekki til þess - að hægri hugmyndir Koch bræðra séu mjöf þröngsýnar.

  • Charles Koch - "said Mr Trump’s idea for registering and banning the entry of Muslims would “destroy our free society”.

Ég get ekki verið meira sammála þessum tilteknu ummælum. Fyrir utan að tillaga Trumps er augljóst - stjórnarskrárbrot.

  • Charles Koch - Mr Koch argued that military interventions in Iraq and Afghanistan had failed to make the US safer. Referring to the number of countries hosting the world’s 1.6bn Muslim population, he added: “What are we going to do: go bomb each one of them?”"

Þetta bendir ekki til þess - að stofnun Koch bræðra, muni hvetja þá áfram meðal Repúblikana, sem tala í dag - um að senda herlið til Miðausturlanda.

  • Charles Koch - “Who is it that said, ‘If you want to defend your liberty, the first thing you have got to do is defend the liberty of people you like the least?’

Þetta vísar til ummæla Donald Trumps - gegn bandarískum Múslimum, og hugmynda Trumps um að - takmarka þegnréttindi þeirra.

  • Charles Koch - “I have studied revolutionaries a lot,” ... “Mao said that the people are the sea in which the revolutionary swims. Not that we don’t need to defend ourselves and have better intelligence and all that, but how do we create an unfriendly sea for the terrorists in the Muslim communities. We haven’t done a good job of that.

Þessi spurning - - er algert kjarna-atriði.
En sá vandi sem er til staðar í Mið-austurlöndum, er án mikils vafa - því að kenna, hvernig stjórnendur landanna í N-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hafa gersamlega í flestum tilvikum - mistekist að byggja sín lönd upp, efnahagslega.

Þetta þíðir - að í flestum löndum N-Afríku og í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, eru atvinnutækifæri af mjög skornum skammti - atvinnuleysi miklu mun meira t.d. en meðaltal Evrópu, og fátækt mjög útbreitt vandamál.

Að auki, hafa flest þeirra landa, verið mjög ólýðfrjáls - stjórnun ósanngjörn, mjög oft ákaflega spillt að auki.
Það leiðir auðvitað til þess - þegar við er bætt í sarpinn, litla möguleika á vinnu.
Að útbreidd vantrú er til staðar í þessum löndum - á eigin samfélagsuppbyggingu.

Lögregluríki, síðan gjarnan - - takmarka möguleika fólks, til að ræða samfélags vanda á opinberum vettvangi.
Þannig - að útkoman er gjarnan, að öfgahópar - sem boða byltingu í samfélögunum.
Fá mikla áheyrn!

Þetta er auðvitað ábending um að - að sú stefna að styðja, einræðis stjórnir - sem hafa flestum tilvikum ekkert gert til uppbyggingar eigin landa - gjarnan safnað gríðarlegum auði að fámennum hópum útvaldra --> Er mjög sennilega hluti af vandamálinu að auki.

Þar sem einmitt er full ástæða að ætla - að sú staðreynd að dauð hönd slíkra stjórnvalda hefur lengi hangið yfir þessum löndum.
Sé stór ástæða þess vandamáls - - sem Mið-Austurlönd eru í dag.

Það sé þvert á móti sennilegra - að það þurfi að losna við þessar einræðis stjórnir.
Ef nokkur von á að vera til þess - að þetta svæði lagist.

Auðvitað gjósa upp vandamál - þegar ósanngjarnar og oft mjög hataðar stjórnir, falla frá.
En það séu - vandamál sem þær stjórnir hafi búið til á sínum valdatíma.

Það sé því ekki lausn - að halda slíkum stjórnum við völd.
Því - þær séu einmitt sennilega, þeir smiðir - sem hafi búið til þau uppsöfnuðu vandamál, sem upp gjósa.

Lykilatriðið - hljóti að vera.
Efnahagsuppbygging svæðisins.
Þá sé lykilforsenda - að fá skilvirkari stjórnendur.

Annars viðhaldist vandamálið - og sennilegra að það versni áfram, en að það batni.

  • Charles Koch - He added that Mr Trump was “not the only one that’s saying a lot of things that we disagree with . . . If we only supported organisations and politicians that we agreed with 100 per cent, we wouldn’t support anybody.

Þrátt fyrir þessi ummæli - virðist manni að ummæli Charles Koch, bendi heilt yfir ekki til þess að Koch bræður séu líklegir til að - styðja framboð Trumps.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að þegar annar Koch bræðra, sennilega auðugustu fjárveitendur kosningasjóða Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar - - virðist beinlínis segja, hugmyndir Donalds Trumps - þess frambjóðanda Repúblikana er hefur mest fylgi, brjálaðar!

Það eru dálítið sérstakar aðstæður í Bandaríkjunum - því að 2010 kom úrskurður frá Hæstarétti Bandaríkjanna, sem óhætt er að segja að hafi lokað á möguleika til að - takmarka fjárframlög einstakra aðila til kosningasjóða einstakra frambjóðenda.

Þannig að nú má hver frambjóðandi fyrir kosningarnar 2017, verja eins miklu af sínu persónulega fé - eða fé einhvers annars, og sá vill.

Þetta auðvitað - gerir viðhorf Koch bræðra áhugaverðari til muna en annars væri!
Þ.s. 2017 gæti verið fyrsta sinn - sem frambjóðandi eða mjög auðugur fjáraflamaður, raunverulega á tækifæri til að - kaupa sig inn í Hvíta húsið eða eignast eitt stykki forseta Bandaríkjanna.

Þá skipta allt í einu - viðhorf fjáraflamannanna, mun meira máli en áður.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. janúar 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 847163

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband