Kína virðist helsta hættan fyrir heimshagkerfið

Eins og fram hefur komið í fréttum - þá hefur Sjanghæ hlutabréfamarkaðurinn fallið um 12% á 4 dögum þessarar viku, og markaðinum var lokað á fimmtudag eftir 7% fall, þann dag.
Ég hef ekki séð enn neinar fregnir af því hvort markaðurinn verður opinn á föstudag.

Chinese Stock Plunge Forces a Trading Halt, and Global Markets Shudder

Það virðist enn svo - að sérfræðingar utan Kína, sem innan Kína - virðast lítið í reynd vita hvað er í gangi. Vegna þess að sjálfsögðu, að engin leið er að vita, hversu mikið traust er raunverulega unnt að setja á opinberar tölur.

China suspends market circuit breaker mechanism after stock market rout

Yfirvöld í Kína - virðast auðsjáanlega sjálf, vera að þreifa fyrir sér.
Og virka þar með sjálf - töluvert ráðvillt.

Það er náttúrulega vegna þess hvað allt er risastórt innan Kína - alveg sama hvaða tölur eru skoðaðar.
Síðan, hefur Kína ekki enn, þessi ca. 40 ár sem Kína hefur verið að rísa hratt efnahagslega - haft klassíska kreppu.

Fyrir utanaðkomandi - virðist það algerlega ljóst, að ekkert land forðast kreppu fyrir rest.
Að fylgjast með kínverskum yfirvöldum - virðist manni vera það að horfa á aðila, sem sé að glíma við afl - sem manni grunar að viðkomandi aðila þ.e. kínv. yfirvöldum muni líklega ekki megna á endanum að glíma við með vel heppnuðum hætti.

  1. Ef má treysta opinberum tölum, þá er að hægja smám saman á hagvexti í Kína úr í kringum 8% þegar mest var, í ca. 6-6,5%.
  2. Það virðist ekki svo voðalegt - - á hinn bóginn, þá hefur Kína síðan 2008 aukið þjóðarskuldir sínar um meir en 100% af þjóðarframleiðslu, jafnvel um tölur sem nálgast 200%; samtímis og hægt hefur á hagvexti - smám saman.
  3. Í allra strangasta skilningi er þetta ekki aukning skulda kínv. ríkisins - heldur er þarna um aukningu skulda ríkisfyrirtækja í bland við einka-aðila. Ég þekki ekki hlutfallið þarna á milli.
  • En þetta samt setur spurningarmerki við það - að hvaða marki hagvöxtur hefur verið búinn til með þessari skulda-aukningu.
  • Og þar með, að hvaða marki þær fjárfestingar sem hafa verið í gangi á þessu tímabili - eru efnahagslega sjálfbærar.

En þ.e. alltaf hætta þegar - lánsfé er veitt í gríð og erg.
Og litlar gætur hafðar á - gæðum þeirra fjárfestinga.

Að þá sé sennilegt að of mikið hafi verið fjárfest í geirum sem hafa verið í vexti þau ár.

  1. Punkturinn er auðvitað sá - að ef mikið hefur verið af mjög hæpnum fjárfestingum.
  2. Þá gæti það dugað til - að framkalla gjaldþrota-hrinu, það eitt að það hægi á hagvexti.

Það sé þá spurning - hve miklar efnahags afleiðingar gjaldþrots hrina margra sem hafa offjárfest -> verða?

Um það er engin leið að spá!
En -eins og ég hef áður sagt- þá grunar mig að kreppa sé framundan í Kína!

 

Niðurstaða

Þegar ég segist eiga von á kreppu - er ég ekki að spá einhverjum ragnarrökum. Ég bendi á að þegar Bandaríkin voru í um sumt sambærilegu hagvaxtarskeiði frá ca. 1850- ca. 1890.
Þá urðu nokkrar mis stórar kreppur í Bandaríkjunum á því tímabili.

Það sé ef til vill visst hól til kínv. hagstjórnenda að þeim hafi fram að þessu tekist að forðast kreppu.

En ég virkilega held að þeim verði það ekki mögulegt fyrir rest.
_________________
Kreppa í Kína þarf ekki að þíða - að hagvöxtur verði neikvæður.
Það er alveg hugsanlegt - jafnvel líklegt - að kínv. valdaflokkurinn hefji enn eina framkvæmdasyrpuna, til að halda hagkerfinu uppi.

Það getur verið allt í lagi að stjv. Kína einmitt stundi slíkt.
Þegar leiðréttingar-atburður sennilega gengur í gegnum einka-hagkerfið.

Það heldur þá niðri atvinnuleysi á meðan.
Og -svo fremi sem framkvæmdir eru á sviðum sem gagn verður af til framtíðar- þá væri aáð fé sem í væri lagt; alls ekki tapað fé.

Og -svo fremi að fé sé varið í gagnlega hluti- þá gæti slík eyðsla stytt þá kreppu sem mundi fara í hönd, með því að viðhalda eftirspurn innan hagkerfisins - þannig tryggja að hún falli minna en annars.

Ég reikna fastlega með því, að kínv. einkahagkerfið - mundi rétta við sér innan ekki langs tíma, hvort sem er.
Þ.e. kreppa yrði stutt - eða svipaðar þeim kreppum sem Bandar. urðu fyrir á 19. öld.

Afleiðingarnar fyrir heiminn yrðu ekki neitt hræðilegar. Kína nálgast að vera ca. 18% af heimshagkerfinu - - sem er að sjálfsögðu mikið. En Indland ætti að haldast í hagvexti - Bandaríkin ættu einnig; og ég held að Evrópa sökkvi ekkert mikið niður.

Svo mundi heimshagkerfið rétta aftur við sér um leið og kreppan í Kína væri búin.
Helsta hættan væri fyrir svokölluð -vaxandi hagkerfi- önnur en Kína og Indland.
En sum þeirra gætu lent í djúpri kreppu, t.d. Brasilía þegar í þungri kreppu, án þess að Kína hafi gert meira en að draga úr hagvexti.
Ef kínv. hagkerfið mundi lenda í kreppu - er mjög sennilegt að -vaxandi eða rísandi hagkerfum í kreppu- mundi fjölga.

En ég hugsa samt að heilt yfir þá haldist heims hagkerfið rétt ofan við "0" í krafti þess að ég held að Bandaríkin haldist í hagvexti og það geri Indland einnig.
Höfum í huga, að í þessari sviðsmynd mundi olíuverð lækka sennilega enn frekar - sem mundi gefa innspýtingu í hagvöxt bæði á Indlandi og í Bandaríkjunum, og einnig létta undir Evrópu vegna áfallsins frá Kína - kannski duga til þess að Evr. fari einungis niður í ca. 0 vöxt.

Mjög lágt olíuverð í nokkur ár - gæti hjálpað heims hagkerfinu í þeim sennilega skammvinnu erfiðleikum sem það mundi ganga í gegnum, meðan að kínv. hagkerfið gengur í gegnum klassískan leiðréttingar atburð.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. janúar 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 847157

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 478
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband