Það er algengur misskilningur að til staðar sé viðskiptabann á Rússland

Hið rétta er, að það er Pútín sjálfur sem viðhefur viðskiptabann á margvísleg NATO aðildarlönd.
Aðgerðir þær sem beinast gegn aðilum sem standa nærri stjórnvöldum Rússlands, eru ekki einungis sameiginlegar aðgerðir allra NATO landa, heldur taka þátt í aðgerðum að auki Japan og Ástralía -> þannig að réttara væri að nefna þetta, aðgerðir Vesturlanda gegn stjórnvöldum Rússlands.

En aðgerðirnar beinast ekki gegn Rússlandi - sem slíku.
Heldur, stjórnvöldum Rússlands - sérstaklega.

Eða nánar tiltekið, fjölda auðugra einstaklinga, sem standa þeim nærri.

Þess vegna - er ekkert útflutningsbann á Rússland.
Rússland má enn selja óhindrað, allar sínar afurðir.
Það eru engar - alls engar, viðskiptahindranir á Rússlands - af hálfu Vesturlanda fyrir utan vopnasölubann, og bann á að selja tækni sem nýtist til vopnasmíði.

  • Eins og ég sagði - ekkert almennt viðskiptabann á Rússland!
  • Samt virðast mjög margir - halda annað!

 

Í hverju felast þá þær aðgerðir, sem Pútín bregst við með viðskiptabanni?

EU restrictive measures in response to the crisis in Ukraine

"149 persons and 37 entities are subject to an asset freeze and a travel ban over their responsibility for actions which undermine or threaten the territorial integrity, sovereignty and independence of Ukraine. This includes 6 persons with close links to the Russian president."

  1. Síðan - er 5 stórUM ríkisfyrirtækjUM í eigu rússn. stjórnvalda, bannað að selja hlutafé á markaði í Evrópu - bannað að taka ný lán í Evrum, þannig að þau þurfa þá að greiða eldri evrulán upp á gjalddaga, geta ekki framlengt eða tekið ný.
  2. Að auki, er bann á sölu vopna til Rússlands, sem og tækni sem nota má til vopnasmíði.

Þetta er allt og sumt!

Eins og ég sagði - ekkert  almennt viðskiptabann, nema hvað tengist sölu vopna eða tækni sem má nota til vopnasmíði.

----------------------

  1. Nú segir kannski einhver - - en fyrst að þetta hefur þær afleiðingar þátttaka Íslands í þessum aðgerðum að það kostar Ísland máski 6ma.króna árlega í tapaðri sölu til Rússlands.
  2. Að þá sé ekki réttlætanlegt að taka þátt í þessu.

Þá þurfa menn að muna eftir því - að réttur Íslands til þeirra miða sem eru í kringum landið.
Byggist einungis á því, að sá réttur sé almennt viðurkenndur af alþjóðasamfélaginu.

Það sama gildir um alþjóðalög og önnur almenn lög - að þau eru einungis virt.
Ef það er einhver til staðar til að - framfylgja þeim!

  1. Þegar Rússland, ákvað að ræna landið Úkraínu - hluta af sínu landi, þá einnig svipti Rússland landið Úkraínu, þeim auðlindum sem finna má undir hafsbotninum á því hafsvæði, sem tilheyrir þeirri lögsögu á Svartahafi sem tilheyrir Krímskaga.
    Rétt að benda á, að Rúmenía hefur um nokkurra ára skeið, stundað olíu- og gasleit innan sinnar lögsögu. Mörg olíufélög telja að olíu og gas sé undir Svartahafi.
    Stjv. Úkraínu voru í viðræðum við fj. olíufélaga, um leit og skiptingu lögsögu í leitarsvæði. Nú hefur Rússland tekið þetta yfir!
  2. Þetta fól í sér, brot á miklum fjölda alþjóða-regla - regla sem fela það í sér, að lönd hafi rétt til sinna alþjóðlega virtu landamæra, þeirra landsvæða sem alþjóðlega viðurkennt er að tilheyri þeim, og þeirra auðlinda sem finna má á þeim svæðum.
  3. Að auki, hefur Rússland elft upp stríð gegn Úkraínu, Pútín fékk að því er virðist fámennan hóp öfgamanna til að rísa upp, gegn loforðum um stuðning og loforðum þess efnis að þeir fengju að stjórna landsvæðum - síðan sendi hann þeim þúsundir málaliða frá Rússlandi, og gnægð vopna -- þessi her er undir stjórn Pútíns, þ.s hann greiðir þeirra laun og tryggir þeim vopn, er sá her bersýnilega hans -- þannig að m.ö.o. stjórnar Pútín þeim svæðum í A-Úkraínu sem sá her hefur náð að taka. Þannig hefur Pútín í reynd hernumið svæði innan Úkraínu, og hefur þar með rænt Úkraínu enn frekar sínu landi og að auki auðlindum sínum - auk þess að þetta stríð sem Pútín hóf hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni rúmlega 8þ. Þetta sé í reynd innrás og yfirtaka á landi! Þó Pútín beiti málaliðaher ásamt aðilum er hafa verið keyptir til verka, innan A-Úkraínu.
  • Vesturlönd eru í reynd að taka að sér hlutverk - - lögreglu.

Sumir hér á landi átta sig ef til vill ekki á því - hversu gríðarlega miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Ísland!

En ég ítreka að, eign okkar á okkar auðlindum í kringum landið - byggist eingöngu á því, að alþjóðareglur af því tagi, sem Rússland er að þverbrjóta --> Séu virtar!

  1. Staða Íslands getur orðið ákaflega erfið, ef alþjóðareglur sbr. - að landamæri skuli virt!
  2. Að eignarréttur lands á sínum auðlindum - skuli virtur.
  • Verða að innantómu orðastagli --> Vegna þess, að þegar á reynir, er enginn til staðar til að tryggja - að þær reglur séu virtar.

Hvernig er unnt að leggja - - verðmæta mat á mikilvægi þess, að réttur smáríkja sé virtur?

 

Sjálfstæði dvergríkis, sem ekki getur varið sig sjálft, er ákaflega mikið háð því að alþjóðareglur séu virtar!

Hvernig getum við -- sett verðmætamat á okkar sjálfstæði?

  1. Í alþjóðasamfélagi - þ.s. einungis réttur hinna sterku gildir.
  2. Þá á dvergríki sem Ísland - alls enga möguleika á raunverulega sjálfstæðri tilvist.
  • Það getur einungis -- hallað sér að einhverjum ríkja hóp.
  • Eða einhverju stóru fjölmennu ríki -- sem hefur vilja til að verja það!

En í slíku alþjóða-samfélagi, þ.s. réttur ríkja til þess er þau eiga væri enginn!

Þá væri slíkt dverg ríki, einnig algerlega ofurselt vilja þeirra landa - eða lands, sem það með slíkum hætti hallaði sér að.

Það hefði einungis stöðu --> Leppríkis.

Ég held að það geti ekki verið nokkur vafi um - að fá lönd eiga meir í húfi, meir undir því --> Að alþjóðalög, um vernd landamæra - sem tryggja eignarétt á auðlindum.

Að þær alþjóðareglur - séu virtar!
_________________________

Þetta er ef til vill samhengi sem þeir sem gagnrýna þátttöku Íslands í aðgerðum gegn stjórnvöldum Rússlands -- átta sig ekki á!

Það er, að fyrir Ísland, er miklu meira í húfi -- en bara 6 ma.per ár viðskipti við Rússland.

  1. Vesturlönd, eru með aðgerðum sínum - - - hvorki meira né minna, en að leitast við að verja það alþjóðasamfélag, sem Vesturlönd hafa skapað.
  2. Og það alþjóða-reglusamfélag, vill Pútín eyðileggja - ef hann getur.
  • Ég er frekar viss - að þetta er einungis fyrsta atlaga Pútíns að því. Að ef hann kemst upp með atlöguna gegn Úkraínu, muni hann beina sjónum að næsta landi og svo koll af kolli, þar til að honum hafi tekist ætlunarverk sitt - að jarða alþjóða-reglusamfélag Vesturlanda!
  • En Pútín virðist halda - virkilega - að Rússland geti grætt á því ástandi, að hin forna regla -réttur hins sterka- gildi að nýju.
  • M.ö.o. að hann virðist halda að Rússland sé nægilega sterkt, til að geta drottnað yfir rétti þjóða nærri sér - í slíku samhengi, eða m.ö.o. að ekki sé hætta á að Rússland lendi í sambærilegri aðstöðu, að yfir rétti þess væri drottnað af annarri enn sterkari þjóð.
  • Ég á hinn bóginn, tel að Pútín - - sé ekki nægilega hræddur við Kína, sem sé 10 falt fjölmennara, og Rússl. á 3000km. landamæri að, og er mun meira en 10-falt auðugra hagkerfi, með gríðarlega mikið peningavald þar með.

En þetta þíðir -- að það þarf að stöðva Pútín.
Og að, það séu mjög miklir hagsmunir Íslands, af því að Pútín verði stöðvaður.

 

Niðurstaða

Misskilningur margra virðist byggjast á því - að það sem mestu máli skipti fyrir Ísland, sé það 6ma.kr. tap per ár af Rússlands viðskiptum, sem Ísland verður fyrir - ef það áfram styður aðgerðir Vesturlanda gegn stjórnvöldum Rússlands!

Það sem þeir viðkomandi virðast ekki átta sig á, er að Pútín er hvorki meira né minna en að leggja í atlögu við gervallt reglukerfi Vesturlanda, það alþjóðareglukerfi sem Vesturlönd hafa skapað á sl. áratugum.

M.ö.o. reglur um virðingu fyrir landamærum ríkja.
Reglur um virðingu fyrir eignarrétti einstakra landa á sínum auðlindum.

Eignarréttur Íslands á auðlindum hafsins hringinn í kringum landið, er varinn af þessu alþjóðlega reglukerfi.

Og þær reglur hafa þann sama galla og önnur lög, að til þess að virðing sé fyrir þeim borin - þarf að vera til staðar einhver lögga; sem refsar þeim sem brýtur þær reglur.

Ef að löggan ræður ekki við sitt hlutverk, ef hún getur ekki varið reglurnar - - þá tekur við kaos!

Kaos í skilningi alþjóðasamfélagsins - væri að aftur mundi gilda, réttur hins sterka.
Að það væru engar formlegar reglur virtar - um virðingu fyrir eingarrétti á landi. Eða um eignarrétt lands á eigin auðlindum.

Hvert land yrði að hafa styrk til að verja sitt - með eigin her!
Eins og var á öldum áður!

Pútín virðist vilja snúa aftur til gamla tímans - því hann haldi að Rússland sé sterkt!
Því haldi Pútín, að Rússland mundi græða á þeirri útkomu, að -anarkí- mundi aftur ríkja í alþjóðasamfélaginu.

En fá lönd mundu tapa meir á slíkri útkomu en einmitt Ísland!
Vegna þess að alþjóðareglusamfélagið - er hvorki meira né minna en sjálf forsenda þess, að Ísland geti haft ástand sem nálgast raunverulegt sjálfstæði.

  1. Punkturinn er sá - að með því að leitast við að verja Úkraínu gegn ásælni Rússlands, í úkraínskt landsvæði og auðlindir Úkraínu.
  2. Séum við samtímis að verja rétt Íslands til sjálfstæðrar tilvistar, og eignarrétt Íslands á auðlindum Íslands.
  • M.ö.o. að við eigum allt undir því að alþjóða-reglusamfélagið sé varið.
  • Að lögregluaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi, haldi!

Þess vegna væri ákflega skammsýnt af okkar hálfu!
Að vera fyrsta landið sem mundi rjúfa samstöðu Vesturlanda, sem er órofa samstaða fram að þessu, um þær aðgerðir er beinast að stjv. Rússlands!

Það væri virkilega að - kasta krónunni, til að verja aurinn!
Eiginlega hefur Gunnar Bragi fullkomlega rétt fyrir sér, er hann segist ekki geta sett verðmiða á sjálft sjálfstæði Íslands!

Sumir segja Gunnar Braga ekki skilja málið - en ég held að hann skilji það miklu mun betur en hans gagnrýnendur gera!

 

Kv.


Bloggfærslur 10. janúar 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 503
  • Frá upphafi: 847158

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 479
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband