Samningur Írana og Bandaríkjanna - er nú öruggur

Skv. frétt Reuters hefur Obama nú fengið næg atkvæði í Öldungadeild Bandar.þings til að "Filibuster" eins og þ.e. kallað, tillögu Repúblikana um að - hafna samningnum við Íran.

Obama musters key 41 Senate votes for Iran nuclear deal

Þetta þíðir m.ö.o. að Obama hefur tryggt sér nægan fjölda atkvæða - til þess að ekki þarf að koma til beitingar Obama á neitunarvaldi.
41 atkvæði - dugi til þess að hindra framgöngu tillögu Repúblikana.

  • Þetta þíðir m.ö.o. - - > Að samningur Bandaríkjanna við Íran, er kominn í örugga höfn.
  • M.ö.o. hann mun komast til framkvæmda.

Þegar hefur legið fyrir að alþjóðlegar refsiaðgerðir á Íran, falla niður

Þannig að ef Repúblikönum hefði tekist að -hindra þátttöku Bandar. í samkomulagi svokallaðra 6-velda við Íran. Hefði það ekki leitt til þess, að önnur þeirra 6-velda mundu hætta við að aflétta sínum refsiaðgerðum.

Að auki var orðið ljóst -að önnur hinna svokölluðu 6-valda, mundu hafna því að endurreisa alþjóðlegar refsiaðgerðir.

  • Það hefði þítt að Bandar. hefðu nánast ein staðið að aðgerðum gegn Íran.
  • Sem sennilega hefði haft þau megináhrif að viðhalda slæmum samskiptum við Íran.
  • En hefði ekki -hindrað að neinu ráði, nýja efnahagsuppbyggingu Írans.
  • Nú geta a.m.k. bandar. fyrirtæki -tekið þátt í þeirri uppbyggingu.

-----------------

Warm welcome awaits ‘Great Satan’ in Iran

Skv. nýlegri könnun í Íran -njóta bandarískar vörur og fyrirtæki verulegrar hylli meðal Írana, ásamt evrópskum vörum og fyrirtækjum -einkum þýskum.

"By a huge margin, Iranians would prefer to work for a US company than one from any other country, with 83 per cent of those surveyed interested in working for a US company, way ahead of second-placed Germany on 40 per cent."

Íranar virðast skv. þeirri könnun -bera verulega virðingu fyrir bandar. þjóðinni, þó það nái ekki endilega til bandar. stjv.

"The US is also the country they would most like to visit, ahead of Italy, France and Spain." - "Germany in particular was cited as a source of good quality products, with an approval rating of 87 per cent, closely followed by the US, Japan, the UK and France."

Sú könnun virðist benda til þess, að Vestrænar vörur eigi upp á pallborð hjá Írönum.
Skv. þeirri könnun, virtust indverskar vörur og kínv. njóta mun minni virðingar í skv. þessari neytendakönnun í Íran.

"Just 18 per cent of the survey respondents said China produced good quality products, with India lower still at 16 per cent..."

Þetta getur bent til þess, að viðsk. milli Írans og Vesturvelda, geti aukist verulega mikið á nk. árum. Auk þess að Vestrænir orkurisar hafa gríðarlegan áhuga nú á Íran. Ekki einungis þeir, Peugeot franski bifreiðasmiðurinn -hefur kynnt að Íran verði eitt af framtíðar vaxtarsvæðum þess fyrirtækis.

 

Íran er auðvitað mjög aðlaðandi land út frá landfræðilegum sjónarhóli

Hef bent á þetta áður, með 2-strandlengjur við hafssvæði þ.s. finna má olíu og gas í grennd.

  1. Turkmenistan, Uzbekistan og Azerbaijan við Kaspíahaf eru olíu- og gasauðug lönd. Íran getur verið flutningaleið fyrir olíu og gas frá þeim löndum, í gegnum eigin hafnir við Kaspíahaf - og leiðslu yfir land, til útflutningshafna við Persaflóa.
  2. Síðan hefur Íran sjálft lindir nærri Persaflóa, og hyggst auka útflutt magn á nk. 5 árum í 5 milljón föt per dag.
  • Ekki má heldur gleyma því að Íran framleiðir sl. 10 ár ca. að jafnaði um milljón bifreiða per ár - 2 megin framleiðendur, annar tengdur Peugeot. Hinn virðist seinni ár einkum í samstarfi v. S-kóreanska framleiðendur.

Ég er mjög bjartsýnn fyrir Írans hönd.

Að vandamál þeirra verði að mestu úr sögunni á nk. árum.

Íranar voru á öldum áður oft viðskiptaveldi, og geta orðið það að nýju. Sennilega þó ekki, heimsveldi - eins og stundum í fyrndinni.

Sjá 2-áhugaverðar umfjallanir NyTimes:

Cheney hefur bersýnilega ekkert lært - Dick Cheney Denounces Nuclear Deal With Iran as ‘Madness’

Mjög forvitnilegur vinkill á samninginn við Íran um kjarnorkumál - Plutonium Is Unsung Concession in Iran Nuclear Deal

 

Niðurstaða

Mig grunar að í framtíðinni, verði samningurinn við Íran eitt af mikilvægari breytingum í utanríkisstefnu Vesturvelda. En hann gerir a.m.k. mögulegt að samskipti Vesturvelda og Írans, batni stórfellt. Þó að það endi ekki endilega með vinskap, þá er það a.m.k. ekki lengur ómögulegt. En framundan eru mjög sennilega stórfelldar fjárfestingar vestrænna orkufyrirtækja í Íran - þær fjárfestingar koma sennilega í stað þeirra er áður voru fyrirhugaðar í samtarfi við Rússland, áður en núverandi deilur við Rússland spruttu upp.
Að vissu leiti má segja, eins dauði er annars brauð - að Íran geti að miklu leiti eða jafnvel að öllu, komið í stað Rússlands fyrir Vesturveldi. Í gegnum Íran, sé yfrið næga orku að fá -hvort sem sjónum er beint að aðgengi Írans að Kaspíahafi eða eigin lindum Írana sjálfra.Mig grunar að á nk. árum, verði Íran til mikilla muna öflugara hagkerfi en Rússland, og ekki ósennilega töluvert einnig öflugara sem herveldi. En vaxandi auð, fylgir gjarnan einnig aukin geta á hernaðarsviðinu eða a.m.k. að land sem safnar auðæfum hefur efni á stærri herafla en áður.

Samningurinn við Íran - geti átt eftir að reynast mjög mikilvægt strategískt skref fyrir Vesturveldi.

Íran sennilega tekur aftur fyrri stöðu - sem mikilvægasta ríkið við Persaflóa.

Kv.


Bloggfærslur 8. september 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 847460

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 281
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband