Það væri afskaplega heimskulegt af Evrópu og Bandaríkjunum, að taka tilboði Pútíns um stuðning við bandlags hans við Íran, Sýrland og Írak

Vandamálið er að Pútín býður þar með hverri þjóð sem gengur til liðs; þátttöku í trúarstríði milli fylkinga Shia Íslam og Súnní Íslam, í Mið-Austurlöndum.
En trúarstríð er það hvað átökin í Írak og Sýrlandi hafa verið síðan 2014.

  1. En vandi við það að ganga til liðs við, annan aðilann er þátt tekur í trúarstríði.
  2. Er að þá færðu hinn aðilann óhjákvæmilega upp á móti þér.

Af hverju það væri - afskaplega heimskulegt af Evrópu að styðja áætlun Pútíns, hefur með það að gera - - að:

  1. Meirihluti Múslima er býr innan Evrópu, eru Súnní Íslam. Rökin eru einföld, að ef Evrópa mundi taka þátt í átökum, sem unnt væri að túlka sem - árás á trúna, eða, um árás væri að ræða er væri sérstaklega beint gegn Súnní Múslimum. Þá væri það vatn á myllu hvers kins öfga afla, er mundu höfða til reiðra Múslima í Evrópu. Augljós hætta tengd hryðjuverkum. En allir Jihadist hóparnir eru Súnní í átökunum innan Sýrlands.
  2. Nær allir íbúar N-Afríku eru Súnní Íslam, mjög fáir kristnir, engir Shia Íslam. Eins og við höfum veitt athygli í ár - þá er ekki svo erfitt að sigla yfir Miðjarðarhaf, stystu leið frá N-Afríku. Það þarf varla að taka fram - að hætta á smygli á hryðjuverkamönnum, gæti vaxið og það verulega, ef Evrópa mundi taka þátt í átökum - sem margir Súnní Múslimar væru líklegir að álíta - árás á trúna.
  • Einfalt mál, Evrópa á alls ekki að snerta á þessu máli með neinum beinum hætti.
  • Það snýst ekkert um að vera á móti Pútín - rökin ofannefnd, duga ein og sér.

Að sjálfsögðu þá hafa Bandaríkin gríðarlega hagsmuni í Arabaríkjum við Persaflóa.
Það síðasta sem þau mundu hafa áhuga á, er að taka - hina hliðina í átökum, sem bandalags ríki Bandar. v. Persaflóa eru - þátttakendur í.

Bandaríkin geta því klárlega ekki, eigin hagsmuna vegna, tekið tilboði Pútíns.

Putin pushes to expand Syria alliance

"Mr Putin told Russian media that the centre, first revealed late last week, was “open to representatives of all countries that are interested in combating terrorism”, according to a transcript released by the Kremlin on Tuesday."

Það mundi auðvitað henta honum mjög vel.
Ef önnur lönd, mundu ganga í lið með tilraun Pútín, til að halda Assad á floti.

  1. En Rússland á flotastöð í Sýrlandi, sem Pútín vill halda.
  2. Og Rússland á réttindi á nýtingu á olíu og gasi í lögsögu Sýrland, sem Rússland enn ekki hefur nýtt sér - en geta verið mikils virði í framtíðinni.
  • Ekki láta sér detta í hug annað, en að Pútín sé að þessu skv. hans mati á hagsmunum Rússlands.
  • Þ.e. hann sé búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að Sýrlands stjórn - riði til falls.
    Og það borgi sig fyrir Rússland, að veita henni stuðning.
  • Ef einhver 3-aðili bætist í púkkið, þá minnkar það tilkostnað Rússlands.

Ég er algerlega viss um - að engar líkur eru um að tal Pútíns um -bandalag gegn ISIS- sé í reynd hans tilgangur, þetta snúist um að -tryggja hagsmuni Rússlands- sem séu þeir að stjórn Assads falli ekki.

Á hinn bóginn - henti það honum í áróðurs skyni, að nefna þetta bandalag gegn ISIS.
En ekki sem það er, sérstakt hagsmunabandalag um að -halda Assad á floti.
En Assad er einnig mikilvægur fyrir Íran.

Og ég get séð það henta Íran, að hafa bandamann í Sýrlandi - sem sé algerlega háður Íran.
Sem væntanlega þíðir, að sá bandamaður -fer í einu og öllu eftir vilja Írans.

Ekki má heldur gleyma, að í gegnum Sýrland - hefur Íran aðgang að Lýbanon, og þangað í gegn liggja samgöngu til Hesbollah bandamanna Írans í Lýbanon, sem hafa reynst Íran sérlega hentugir og notadrjúgir bandamenn.

Stuðningur Írans + Rússlands - snúist eingöngu um hagsmunamat þeirra landa.

 

Niðurstaða

Eins og ég rökstyð, þá væri það afar slæm hugmynd fyrir bæði Evrópu og Bandaríkin, að ganga til stuðnings við -stuðningsherferð Írans og Pútíns við Assad. Ég þekki vel þau rök, að það sé nauðsynlegt að styðja Assad, vegna stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Ég hafna aftur á móti þeim rökum. En ég bendi á, að það sé Assad sjálfum að kenna að það sé borgarastríð í hans landi, og að auki að ISIS skuli hafa orðið að því veldi sem það er.

En eins og ég hef áður rökstutt, þá hafði Assad stefnuglugga þegar -arabíska vor mótmælahreyfingin spratt upp- og barst til Sýrlands sumarið 2011, í formi útbreiddra götumótmæla óvopnaðs almennings - - > Til að semja við mótmælin meðan að þau enn voru óvopnuð. Hann hefði getað boðið aðra valdaskiptingu í landinu og ég tel sennilegt að slíkt samkomulag hafi verið mögulegt - þá.
En eftir að búið er að drepa 300þ. manns, og skapa 12 milljón flóttamenn.
Sé slíkur möguleiki ekki lengur fyrir hendi.
Varðandi ISIS, þá hefði það aldrei orðið að nokkru ef ekki hefði skollið á borgarastríð innan Sýrlands. En það var það stríð einmitt er skóp tækifæri ISIS til þess að byggja sig upp og verða að því veldi sem ISIS í dag er.

Assad m.ö.o. sé því megin sökudólgurinn um það að ISIS varð að þeirri hættu sem ISIS er, og að borgarastríð skall á - - > En eins og þekkt er, skipaði hann herlögreglu að skjóta á óvopnaða mótmælendur, hundruð létu lífið.
Ég verð að gera ráð fyrir að reiðibylgja hafi gengið í gegnum þjóðfélagið.
Afleiðing hennar kom síðan fram, þegar uppreisn braust út innan hersins, og svokallaður "Frjáls sýrlenskur her" reis upp.
Það að um var að ræða uppreisn hluta hersins - var hvers vegna átökin urðu þegar í stað svo óskaplega hörð, en það þíddi að uppreisnin var strax vel vopnuð og samtímis að þeirra liðsmenn höfðu herþjálfun.
Þess vegna mistókst Assad að brjóta hana á bak aftur.

Ári síðar fóru margvíslegir Jihadist hópar að mæta á svæðið.

  • Mín samúð með Assad er m.ö.o. nákvæmlega engin.
  • Ég set á hann, alla ábyrgð á dauða 300þ. manns, og 12 milljón fólks sem er í dag heimilislaust.

Assad sé skrímsli.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. september 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 274
  • Frá upphafi: 847496

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband