Rússneskir fjölmiðlar segja Rússland, Íran, Írak og Sýrland - mynda nýtt hernaðarbandalag í átökum í Mið-Austurlöndum

Ég fjallaði nýlega um hugsanleg áform Rússlands í Sýrlandi: Verður Sýrland - Víetnam Pútíns?. En ef marka má fréttir rússneskra fjölmiðla á laugardag, þá ætlar Rússland að mynda formlegt bandalag við Íran - Hesbollah og stjórninar í Damaskus og Bagdad.

  1. Rússneskir fjölmiðlar kalla þetta - bandalag gegn ISIS.
  2. Þetta getur bent til þess, að Rússland hugi á - stórfellda innkomu í átök þau sem Íran stendur í, ásamt bandamönnum sínum - ríkisstjórnunum í Bagdad og Damaskus.

Hezbollah welcomes Russian buildup in Syria, says U.S. has failed

Russian media say Moscow is coordinating anti-Isis fight

A Digital Globe satellite image courtesy of Stratfor, a geopolitical intelligence and advisory firm in Austin, Texas, shows MI-24 Attack Helicopters at Bassel Al Assad Air Base in Syria, in this image released on September 24, 2015. REUTERS/www.Stratfor.com/Digital Globe/Handout via Reuters


Gæti þetta orðið eins stórt of 30 ára stríðið í Evrópu á 17. öld?

Mjög margir eru haldnir stórfelldum misskilningi um það - hvers konar stríð er í gangi þarna í Sýrlandi. En ég nota líkinguna við 30-ára stríðið, þ.s. orrustur voru einkum háðar innan núverand Þýskalands, til skýringar.

  1. En í 30-ára stríðinu, tókust á helstu stórveldi Evrópu þess tíma.
  2. Og að auki, skiptust þau í 2-fylkingar eftir trúarbrögðum.

Að því leiti er þetta svipað í Sýrlandi:

  1. Þ.e. á annan kannt höfum við Shíta fylkinguna - > Íran, Hesbollah og ríkisstjórn Sýrlands þ.s. stjórnar minnihlutahópur Alavíta, sem er sértrú innan Íslam, og hefur gengið í bandalag við Íran til að halda velli.
  2. Síðan er það, Súnní fylkingin, Saudi Arabía og Flóa Arabar.

Fyrir utan, ekki enn stríðs-þátttakandi, á Saudi Arabía mikilvægan bandamann í Egyptalandi.

  1. "Ria Novosti, Itar-Tass and Interfax on Saturday cited anonymous military-diplomatic sources in Moscow claiming that representatives of the four countries’ general staffs would collect, analyse and share intelligence in the Iraqi capital and redistribute operative information to the respective armed forces."
  2. "The structure will be headed by officers from Russia, Syria, Iran and Iraq for three months at a time on a rotational basis, according to Ria Novosti."

http://img15.hostingpics.net/pics/899483iraqsyria20150601.png

Vegna þess að rússnesku fréttastofurnar, tala á þeim grunni, að Rússland ætli í formlegt bandalag - - til stuðnings bandamönnum Írans í Mið-Austurlöndum

Þá virðist mér það gefa vísbendingu um það að Rússland sé þar með - með formlegum hætti. Gengin í lið með Íran - í átökum Írans við Saudi Arabíu og Flóa Araba.

Eins og ég nefndi síðast - > Að þegar átök hófust í Sýrlandi 2011, þá virðist sem að Saudi Arabía og Flóa Arabar, hafi séð tækifæri til þess að gera sínum erkifjanda - Íran, alvarlega skráveifu.
Eins og við þekkjum, virðist að Saudi Arabía og Flóra Arabar, dreifi vopnum og peningum, til nánast hvers þess - er tilbúinn er að berjast innan Sýrlands, gegn stjórninni í Damaskus.

Það hefur síðan 2012, skapað það ástand, að til staðar er kraðak margvíslegra Jihadist hópa, sem fá fjármagn og vopn frá Saudi Arabíu og Flóa Aröbum.
Meðan að á móti, frá 2013 hefur Íran kallað til bandamann sinn, Hesbollah - til að berjast við hlið herliðs stjórnarinnar í Damaskus.

  1. Mig hefur grunað, að Saudi Arabía og Flóa Arabar - styðji ISIS á laun, vegna þess hvernig innkoma ISIS 2013, fyrst inn í átökin í Sýrlandi.
  2. Síðan innkoma ISIS inn í Írak, með innrás ISIS samtakanna í Írak 2014 - - > Hefur vegið að vígsstöðu bandamanna Írans í báðum löndum, þ.e. ríkisstjórnanna í Bagdad og Damaskus.
  • Saudi Arabar hafa þó alltaf neitað því, að styðja eða hafa stutt ISIS.

 

Spurninging er þá - hvað mikið ætlar Pútín að gera?

Hann gæti haldið afskiptum á því róli, að senda vopn til Damaskus stjórnarinnar - hafa þar fámennar sérsveitir til að aðstoða stjórnarherinn við það að skipuleggja sig, safna fyrir hann upplýsingum um víggstöðu og hreyfingar andstæðinga, og við þjálfun nýrra hermanna.

Hann gæti ákveðið að afskipti af átökum í Írak - væru í sama karakter.
______________
Eða hann gæti sent inn fjölmennt herlið.

  1. Áhættan sem hann getur verið að taka, er að lenda eins og Bandaríkin á sínum tíma lentu í, innan Víetnam.
  2. Í stríði sem étur upp fjármagn stjv. Rússland, vopn og hermenn.
  3. Án þess að leiða fram - nettó ábata.

Eins og ég benti á síðast - þá gæti stór innkoma Rússlands. Aukið hættuna á því að þessi átök, þróist með líkum hætti og 30 ára stríðið á sínum tíma gerði í Evrópu.

En hingað til, hefur Saudi Arabía og Flóa Arabar - ávalt verið til í að mæta aðgerðum Írans, með vopnasendingum og peningum.
Spurning þá, hvað Saudi Arabía og Flóa Arabar gera í framhaldinu, ef Pútín hefur eigin herför í Mið-Austurlöndum.

Mér virðist algerlega augljóst - að með stórri innkomu, taki Pútín stórfellda áhættu. Með sambærilegum hætti, þegar Bandaríkin snemma á 7. áratugnum fóru í vaxandi mæli að senda hermenn til S-Víetnams.

En ég er á því, að líkur séu umtalsverðar á að, Saudi Arabía - mæti innkomu Pútíns. Með því að leggja inn aukið fé og vopn - til að fjölga í liði Súnní Arab Jihadista er berjast við stjv. í Bagdad og Sýrlandi.

  • Svo eins og ég benti á, þá er rússn. her - Kristinn.
  • Líklegt að áróðurs meistarar Sauda og Jihadista, mundu tala um - krossferð, gegn Súnní Múslímum í Mið-Austurlöndum.

Ég segi eins og er - að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að þessi átök komi til með að stækka.

 

Niðurstaða

Hvað gæti gerst ef átökin í Sýrlandi og Mið-Austurlöndum, mundu stækka og þróast í átt að verða að svokölluðu -regional war- eða Mið-Austurlanda stríði?
Það augljósa er - - stórfjölgun flóttamanna.

Það verður að koma í ljós, hve mikið Pútín ætlar að gera.
En á næstunni mun hann funda með Obama, um átökin í Mið-Austurlöndum.

Ég tel það afar ósennilegt að Obama sendi herlið til Mið-Austurlanda, til að berjast við hlið með Rússum.
En Obama hefur t.d. hingað til hafnað að senda her til Sýrands - sem Ný-íhaldsmenn á Bandar.þingi lögðu til, með þann tilgang að styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi.

Mér virðist alveg ljóst, að Obama hefur engan áhuga á að senda fjölmennan her til Mið-Austurlanda, yfirleitt.
Ég persónulega styð þá afstöðu.

Ég að auki efa stórfellt, að Rússland endist lengi í stórfelldum átökum innan Mið-Austurlanda, mundi springa á limminu, eins og Bandaríkin í Nam.
En það gæti samt dugað til þess, að útbreiða stríðið - þó þeir endist þar t.d. bara í 2 ár.

 

Kv.


Geta einstaklingar átt viðskipti um heilbrigðisþjónustu á jafningjagrundvelli? Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur fólk geta keypt heilbrigðisþjónustu eins og það geti keypt farsíma

Ég er að vísa til ummæla höfð eftir Áslaugu Friðriksdóttur, en í viðtali á VISI.is sagði hún eftirfarandi:

Föstudagsviðtalið: „Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum. Geta farið að bjóða fjölskyldum alls konar þjónustu sem þörf er á. Við eigum að búa til kerfi þar sem um almennara velferðarkerfi er að ræða. Fólk þarf ekki að bíða þar til það kemst í mikil vandræði heldur bara veit að það er alls konar fólk með fagþekkingu sem veit hvernig það á að mæta alls konar vandamálum, hjá börnum og fjölskyldum.

Síðan er þau ummæli voru gagnrýnd - þá svaraði hún um hæl -

Af hverju er ekki jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu og farsíma? :"Af hverju á ekki að vera jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu, til dæmis ráðgjöf, svona eins og að kaupa sér farsíma eða föt. Grunnþjónustuna er hægt að verja með því að fé fylgi þeim sem ákveður hvar hann vill nýta þjónustu en fari ekki beint til fyrirtækja."

 

Upplýsingavandi!

Meginvandamálið frá mínum sjónarhóli, með það að heimila - bein kaup almennings á þjónustu, sem viðkomandi greiði fullu verði - - vera þann; að almenningur og heilbrigðis starfsmenn, standa langt í frá jafnfætis, hvað þekkingu á viðfangsefninu varðar.
Það er ástæða af hverju, að sérfræðingar taka ákvörðun um aðgerðir eða meðferð - nánast á öllum stigum; sem er sú - að mjög djúpa þekkingu á viðfangsefninu þarf, svo unnt sé að meta rétt þörf fyrir aðgerð, en ekki síður - hvaða aðgerð eða meðferð akkúrat.

Ég vil meina að almenningur standi mjög höllum fæti gagnvart sérfræðingum, ef ákvörðun um aðgerð - á að vera sjúklings, en ekki sérfræðings - - og um sé að ræða fyrirkomulag, að viðkomandi sérfræðingur hafi fjárhagslega hagsmuna að gæta af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir séu framkvæmdar á hans stofu.

  1. En eins og hún setur þetta upp, þá hefðu heilbrigðis starfsmenn rétt á að stofna fyrirtæki, og bjóða í veitingu þjónustu sem væri stöðluð og greidd af ríkinu.
  2. En samtímis að veita hverjum þeim sem greiða vill - þjónustu er greidd væri fullu verði, framhjá úthlutunarkerfi heilbrigðiskerfisins - þannig komist framhjá biðlistum.
  • En punkturinn er um þá hvata sem þá verða til.
  • Þegar heilbrigðis starfsmenn, hafa þann möguleika, að auka tekjur sínar með því að - einstaklingar kaupa aðgerðir eða meðferð af þeim, með beinum hætti.
  • En við þurfum ætíð að gera ráð fyrir möguleikanum á óheiðarleika - þegar við sköpum fjárhagslega hagsmuni.
  • Gleymum því ekki hvað gerðist rétt fyrir hrun - - þegar svokallaðir sérfræðingar bankanna, veittu falska ráðgjöf til viðskiptavina, þeim gjarnan til stórfellds fjárhagslegs tjóns.

Og þekkingarbilið milli almennings og heilbrigðis-starfsmanna - er ef eitthvað er, enn breiðara, en milli bankastarfsmanna og almennings.

 

Hætta á seljendamarkaði

Ég er að tala um að, veitt verði meðferð sem er umfram þörf, eða jafnvel alfarið óþörf. Að farið verði í kostnaðarsamari greiningar en ástæða er til. Dýrari aðgerðir en ástæða er til.

Vegna þess að -þekkingarbilið er svo mikið- hafi viðskiptavinir afar litla möguleka, til að ákveða hvað sé hæfilegt eða of mikið.
Það verði freystandi fyrir heilbrigðis starfsmenn -í einkarekstri- að mjólka viðskiptavini, þegar þeir sennilega með fremur auðveldum hætti, geta komist upp með það.

Heilbrigðis-starfsmennirnir geti þá - ráðið afa miklu um það, hve mikil þjónusta verði af þeim keypt, og hve dýr.
Þetta geti orðið að nokkurs konar - sjálfstöku.

Þegar menn hafa þennan möguleika, grunar mig að einhverjum verði hált á svellinu, eins og gilti að því er virtist - um svokallaða ráðgjafa bankanna fyrir hrun.
Fólk geti átt afar erfitt með að komast að því - að svindlað hafi verið á því.

 

Allt annað gildi þegar viðskipti eru um föt eða farsíma

Slíkar ákvarðanir þarfnist ekki sérfræðiþekkingar.
Ekki sé til staðar, víð þekkingargjá milli - seljenda, og kaupenda.

Almenningur sé fær um að taka sæmilega upplýstar ákvarðanir, þegar kemur að kaupum á fatnaði eða farsímum.
Þess vegna sé þetta ekki sambærilegt - að eiga í viðskiptum með föt eða farsíma.
Eða kaupa aðgerð eða meðferð af einkafyrirtæki í heilbrigðisrekstri.

 

Niðurstaða

Ég er alls ekki að halda því fram að heilbrigðis starfsmenn séu síður heiðarlegir en annað fólk. Heldur einungis það, að þeir séu sennilega eins breyskir og hver annar.

Ef sköpuð er sú aðstaða, að almenningur hefur bein viðskipti framhjá skömmtunarkerfi ríkisins um heilbrigðis þjónustu, og almenningur hefur þannig val um að kaupa hana fullu verði - framhjá öllum biðlistum.
Þá virðist mér liggja á ljósu - að við það verði til mikill, freystni vandi.

Vegna víðrar þekkingargjár, mundu heilbrigðisstarfsmenn sem hefðu hugsanlegan kaupanda, standa fyrir þeirri freistingu - vegna þess að kaupandi eigi litla möguleika til að bera brigður á mat þeirra á umfangi þeirrar aðgerðar eða þjónustu sem þeir leggja til.

  • Þá gæti skapast það ástand, að slík viðskipti - yrðu að nokkurs konar sjálfsstöku þeirra heilbrigðis-starfsmanna, er stæðu í slíkum viðskiptum.
  • Og hefðu fjárhaglega hagsmuni af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir væru framkvæmdar á þeira stofu eða í þeirra fyrirtæki.

Mig grunar að a.m.k. einhverjum yrði hált á því svelli.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. september 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 286
  • Frá upphafi: 847462

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 283
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband