Ég hef lengi haft þá trú, að afgæpavæðing vændis, sé líklega besta leiðin til að útrýma kynlífsþrælkun

Það hafa borist fréttir af því að áhugaverð tillaga um afstöðubreytingu Amnesti International gagnvart vændi verði tekin fyrir á fundi í Dublin í apríl 2016. Ekki er vitað nákvæmlega innihald tillögu þeirrar sem liggur fyrir þeim fundi - en það virðast hafa orðið lekar á skjalinu, spurst út a.m.k. hluti efnis þess - - og þeir aðilar sem berjast fyrir -boðum og bönnum- eru að sjálfsögðu í verulegum ham, út af þessu!

Amnesty International Considers Pushing for Decriminalization of Prostitution

“evidence that the criminalization of adult sex work can lead to increased human rights violations against sex workers.”

 

Meginfókusinn - hlýtur að vera á ástand þess fólks sem stundar vændi!

Eins og flestir vita, hefur vændi verið stundað í árþúsundir - í reynd fylgt mannkyni alla tíð frá því að fyrstu siðmenningar rísa.

Í gegnum aldirnar hafa ótal tilraunir verið gerðar til að - banna eða með einhverjum hætti takmarka þessa starfsemi - - > Án nokkurs verulegs árangurs, ef maður miðar árangur við það markmið, að útrýma vændi.

  • Gjarnan hefur fókusinn verið á að - - refsa vændiskonunum sjálfum.
  • Sem ég tek undir með sérhverri -kvenréttindakonu- að sé ákaflega óeðlileg nálgun.

Þær hafa lagt til að - - refsa kaupendunum í staðinn.

Ég skal a.m.k. samþykkja, að ef þú vilt -refsingar yfir höfuð- sé það mun heppilegri nálgun.

Enda séu -vændiskonur- og -karlar- með réttu í ákaflega mörgum tilvikum, fórnarlömb.

Gríðarleg mannvonska þrífst í vændis-iðnaðinum, og alltaf hefur.

 

Aftur á móti hef ég ekki trúa á þeirri leið, að -refsa kúnnunum- ef markmiðið er að bæta aðstæður þeirra sem starfa við vændi!

Kannski, er suma enn að dreyma um -að útrýma vændi. En allar tilraunir til slíks, hafa brugðist. Og ég er handviss, að það sé algerlega þíðingarlaust að vonast til þess. Að sú stund komi nokkru sinni, að vændi hverfi.

  1. Ég er þeirrar skoðunar, og tek undir sjónarmið -sem komið hafa frá frönskum vændiskonum- en þar er víst umræða um það að taka upp svipaða löggjöf og t.d. í Svíþjóð og á Íslandi, að beina refsingum að kúnnum.
  2. Að megin áhrif þess, séu sennilega þau - - að auka hættuna fyrir þá sem starfa við vændi. Auka líkur þess, að þar fari fram -mannsal- og -skipulagt þrælahald- og ekki síst, auka líkur þess -að meðferð þeirra sé ákaflega grimm og jafnvel lífshættuleg.-
  • Mig grunar að gögn sem eiga að styðja þá röksemd, að lögin séu að virka m.a. frá norskum rannsóknum - - sýni fyrst og fremst, að vændi hafi farið dýpra undir yfirborðið. Sé mun betur falið.
  • Þannig sé það síður sýnilegt, rannsakendum.
  • Mig grunar að -morð á vændiskonum séu þá tíðari- -þær séu enn líklegri að vera hjálparlaus fórnarlömb glæpamanna.- Öfug áhrif miðað við markmið baráttufólks.

 

Ég skil vel, að góðviljað fólk, vill hjálpa því fólki sem er sannarlega í mörgum tilvikum fórnarlömb glæpamanna - - en ég tel að besta leiðin til þess, sé lögleiðing!

  1. Lögleiðing má að sjálfsögðu ekki vera án skilirða, en ég geri ráð fyrir að -lögleiðing- mundi fela í sér -skilgreiningu á því- hvað telst vera -lögleg vændisstarfsemi.-
  2. Með öðrum orðum, að -annars sé hún ólögleg.- Og megi handtaka hvern þann, sem á viðskipti við starfsemi er ekki starfar í samræmi við lögin.
  3. Það felur í sér - að ég er að tala um að -skilgreina skilyrði sem lögleg starfsemi þarf að uppfilla svo hún teljist lögleg.-
  • Ég er að tala um, heilbrigðisvottorð.
  • Ég er að tala um, eftirlit.
  • Ég er að tala um, starfsfólk þurfi að fara í læknis-skoðun skv. einhverju eðlilegu millibili, sem verður komist að niðurstöðu um.
  • Eðlilegar reglur um starfs-aðstöðu.
  • Starfsemin borgi skatta.
  • Þeir sem starfa, séu skráðir að sjálfsögðu, og ef um er að ræða formlegt vændishús, þá þurfi það m.a. að uppfilla reglur t.d. um -lögleidd lágmarkslaun.-

Ég er í raun og veru að tala um, að skilgreint verði - - öruggt starfsumhverfi. Þeir sem starfi við þetta - - séu skráðir til vinnu. Þetta lúti því öllum eðlilegum - - vinnuverndarsjónarmiðum.

Hví ekki - - að það sé til staðar, verkalýðsfélag.

Að vændisfólk - - geti komið fram formlega, og barist fyrir réttindum sínum.

Hver veit hvað gerist, ef vændið kemur allt upp á yfirborðið.

 

Punkturinn er auðvitað sá, að þegar búið er að skapa öruggt umvherfi og heilsusamlegt, ásamt nægu eftirliti!

Þá er rökrétt, að kúnnarnir leiti til - öruggu vændishúsanna.

Eða þeirra vændiskvenna - sem hafa ákveðið að skrá sig og starfa undir eigin kennitölu. En þurfa þá einnig að lúta reglum um eftirlit - - vændishús verða þá -rekstraraðilar.-

  1. En til þess að dæmið gangi sem best upp.
  2. Þarf óskráð vændi áfram að vera -ólöglegt.-
  3. Og unnt að handtaka kúnna sem leita til -óskráðra aðila.-

Þá vænti ég þess, að skapist sterkar hvatir meðal þeirra sem vilja kaupa vændi - - að leita til skráðra og þar með öruggra aðila.

Bæði vegna þess, að kúnnarnir sjálfir eru öruggari með sína eigin heilsu.

En einnig vegna þess, að þá eiga þeir ekki á hættu að vera handteknir.

  • Þá vil ég meina, að vændi rekið af glæpamönnum, tapi sínum kúnnahópi.
  • Þannig leggist af smám saman starfsemi, sem rekin sé með þeim hætti að vændiskonum sé haldið nauðugum.

Eftir verði einungis sú starfsemi, sem bjóði upp á vændi í boði þeirra, sem sjálfir eða sjálfar taka þá -frjálsu ákvörðun- að stunda vændi.

Og veita slíkt sem þjónustu.

 

Niðurstaða

Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um að lögleiða vændi án djúprar umhugsunar og vendilegrar skoðunar. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja hagsmuni þeirra sem stunda vændi. Að lágmarka líkur þess að fólk sem stundar vændi -sé í nauðung í höndum glæpamanna- þ.s. það fólk líður hina verstu vist, með gjarnan ákaflega alvarlegu ofbeldi - jafnvel að vera myrt.

Að binda endi á skipulagt þrælahald í tengslum við vændi.

Mig grunar að þeim markmiðum sé ef til vill best náð, með vendilega íhugaðri lögleiðingu af því tagi sem ég fjalla um að ofan!

 

Kv.


Bloggfærslur 6. ágúst 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 482
  • Frá upphafi: 847133

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 458
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband