Er það í reynd snjallasta leiðin að bjóða 5 þúsund flóttamönnum hingað?

Spurningin er - hvert væri yfirmarkmiðið? En ef sá tilgangur er að hámarka fjölda flóttamanna sem Íslendingar mundu aðstoða. Að þá væri það ekki endilega augljóslega - mest skilvirkasta form slíkrar aðstoðar. Að senda þá hingað til Íslands.

  1. En ímyndum okkur að sama fjármagn sem til þarf - ég hef heyrt töluna 20 milljarða, væri varið til þess að aðstoða flóttamenn í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Sýrlands?
  2. Þá grunar mig sterklega, að það fjármagn mundi nýtast mun betur - þ.e. til að hjálpa mun fleiri flóttamönnum en 5.000 - ef t.d. því fjármagni væri beitt innan landanna í næsta nágranni við Sýrland, þangað sem stærstu hópar sýrlenskra flóttamanna hafa leitað.

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2013/07/20/article-2371311-1AE19CB8000005DC-348_964x545.jpg

Það eru t.d. yfir 600.000 sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu:

Jordan | Syrian Refugees.

Jórdanía er mjög fátækt land!

Jórdaníumenn, væru örugglega mjög fegnir því - ef einhverjir mundu aðstoða þá við það verkefni, að aðstoða það örvæntingarfulla fólk sem hefst þar við.

Málið er auðvitað - að hver Dollar eða Evra - - dugar fyrir miklu meiru í Jórdaníu.

Þannig að sama féð sem þyrfti að nota, til að halda uppi 5.000 manns hér á Íslandi.

Mundi sannarlega - duga miklu mun fleira fólki, meðal sýrlenskra flóttamanna í Jórdaníu.

 

Það getur verið varasamt, að flytja fjölmenna hópa til annars lands, þar sem er mjög ólík menning og siðir

Ég er alls ekki að gagnrýna þá sem múslima - sami vandi væri ef við værum að tala um 5þ. Indverja, ef þar væru upplausn.

Þ.e. auðvitað aðlögunarvandi - því má ekki gleyma, að sá er - gagnkvæmur.

Þ.e. aðlögunin er bæði erfið fyrir samfélagið sem tekur við.

Og fyrir flóttamennina, sem leita til mjög ólíks samfélags.

Þetta er ein af þeim meginástæðum, að mig grunar að heppilegra sé að beina aðstoðinni að flóttamannabúðunum innan Mið-Austurlanda sjálfra. Aðstoða fólkið - til að búa þar áfram.

  1. Höfum í huga, að fyrir örfáum árum voru óeirðir í Svíþjóð meðal ungmenna af innflytjendafjölskyldum.
  2. Það kemur til af því að atvinnuleysi er mun meira, meðal þeirra - en sænskra ungmenna. Það er mjög eðlilegt - að ungmenni sem finna að þau hafa mun minni möguleika á vinnu en sænskir jafnaldrar - að þau verði pyrruð.
  • Ég þekki ekki nákvæmlega, af hverju svo er - að þau eru mun frekar atvinnulaus.

En ungmennin ættu að vera orðin vel fær í sænskunni, ég held að það sé ekki vandinn.

Það getur verið að sannleikur máls, liggi í - tortryggni samfélagsins, sem erfitt sé að yfirstíga.

Eins og ég sagði - aðlögunarvandinn er gagnkvæmur.

  • En um leið og það kemur upp pyrringur meðal innflytjenda.
  • Þá verður það alltaf vatn á myllu öfga-afla sem eru gegn innflytjendum.

---------------

  1. Eins og dæmið frá Svíþjóð sýnir!
  2. Er það mjög mikilvægt, að ekki sé tekið við fjölmennari hópi en svo, að samfélagið hér ráði við það að koma þeim til vinnu, að hóparnir - sætti sig við hvorn annan.

Í Svíþjóð vegna hins mikla fjölda sem þeir hafa tekið við.

Séu komin heil afmörkuð innflytjenda-samfélög, sem séu orðin eins og sérsamfélög - til hliðar við það sænska.

Þau séu ekki að renna inn í það sænska.

Og það sé að myndast greinilegur hópur - sem hætt er við að verði alltaf, undirmáls.

Sem fær mjög erfiðlega vinnu - er því mun fátækari en meðal Svíinn.

  1. Slíkt er hættuleg, vegna þess að slíkir hópar upplifa samfélagslega höfnun.
  2. Það er líklega úr röðum slíkra hópa sem séu pyrraðir fyrir, sem róttæklingar sækja í - til að afla sér fylgismanna. Til að fá einstaklinga til að snúast gegn samfélaginu.

Þegar hópar verða útundan - þá skapast hætta.

 

Niðurstaða

Það er full ástæða að ræða hérlendis hvað Ísland getur best gert, til að aðstoða við hinn gríðarlega flóttamanna vanda sem hefur sprottið upp í seinni tíð. Stærsta einstaka orsökin, virðist vera stríðið í Sýrlandi - milljónir Sýrlendinga eru flúnir út fyrir landamæri Sýrlands.

Flestir þeirra flóttamanna - eru þó enn tiltölulega nærri Sýrlandi. Það er, í nágrannalöndum Sýrlands.

Í þeim löndum eru gríðarlega fjölmennar flóttamannabúðir.

Í þeim búðum er mikil neyð.

Mig virkilega grunar að það jákvæðasta sem við getum gert, sé frekar en að - flytja 5þ. manns hingað. Og gera tilraun til þess að aðlaga það fólk Íslandi. Að frekar beina því sama fjármagni til að aðstoða við flóttamenn í nágrannalöndum Sýrlands.

Ég bendi einna helst á Jórdaníu - sem er bláfátækt land. Og er örugglega ekki fært um að veita rausnarlega til hins mikla fjölda flóttamanna sem þar eru.

Slík aðstoð væri örugglega mjög vel þegin af ríkisstjórn Jórdaníu. Og örugglega af því örvæntingarfulla fólki, sem þangað hefur leitað.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. ágúst 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband