Nauðsynjatæki nútímaflóttamannsins - GSM snjallsími

Google-maps, Facebook, og GSM snjallsými - virðast í sameiningu vera orðin að megin hjálpartækjum nútíma flóttamannsins. Facebook hópar, þar sem flóttamenn tjá reynslu sína af ferð sinni í gegnum Evrópu, við aðra sem eru að íhuga svipaða ferð. Gjarnan fylgja með í frásögnum, GPS-hnit - sem þeir sem á eftir koma geta notað, til að feta sína leið sjálfir á áfangastað.

Það að nútímasnjallsímar hafa yfirleitt hæfni til að staðsetja viðkomandi með nákvæmni í gegnum GPS og Googlemaps, og hugbúnaðurinn getur síðan - eftir að þú hefur sett inn næsta GPS hnit, leiðbeint þér á rétta stefnu - - þá gerir þetta flóttamanninum það mögulegt að ferðast sjálfur fótgangandi í gegnum ókunnug lönd, finna leið sína samt með - hárnákvæmni.

Á þessum spjallsíðum sé enginn formlegur skipuleggjandi - endilega. En gjarnan auglýsa -smiglhringir- sína þjónustu á þeim síðum.

En skv. frásögn NyTimes þá sé það í vaxandi mæli svo, að flóttamennirnir velja að fara alla leið á eigin vegum - þ.s. frásagnir þeirra sem hafa náð á leiðarenda, ásamt uppgefnum GPS-punktum á þeim viðkomustöðum þar sem þeir áðu á leið sinni; marki sæmilega öruggar leiðir fyrir aðra.

A 21st-Century Migrant’s Essentials: Food, Shelter, Smartphone

"Afghans used a generator-powered charging station this month at a camp in Calais, France. The camp's inhabitants hope to cross the Channel to Britain. Credit Peter Nicholls/Reuters."

 

Það hefur verið vitað um nokkurn tíma - hve öflugt tæki til að stuðla að hópa skipulagningu netið ásamt Gemsum er

Ég hugsa samt að -nútímaflóttamaðurinn- sé þrátt fyrir það óvænt þróun. En ekki endilega -eftir á að hyggja- þróun er ætti að koma á óvart.

Slík net gagnast líka í þróunarlöndum í dag, þ.s. hópar skipuleggja jafnvel samfélagsþjónustu, þ.s. hún er af skornum skammti - í gegnum Facebook síður.

GSM væðing er t.d. mjög mikil orðin í Afríku, og er þar að gerbreyta samfélögum, þ.s. víða áður voru þorp símasambandslaus - gerir Gemsinn þorpurum nú mögulegt að semja um verð á sínum afurðum -milliliðalaust- við kaupendur í borgum. Og að semja sjálfir um kaup á því sem þá vanhagar um.

Myndavélagemsinn er einnig farinn að hafa veruleg áhrif á baráttu gegn spillingu í Afríku, þ.s. hún hefur verið og er stórfellt vandamál.

  • Í Afganistan og Sýrlandi, gerir netið og Gemsinn fólki mögulegt að vara hvert annað við - hvar hættulegar sprengjugildrur eru staðsettar.
  • Og því fylgja gjarnan GPS - hnit.
  • Einnig hvar vopnaðir hópar - hafa komið upp vegatálmum.
  • Að auki hvar enn eru til staðar - vatnsból, sem ekki hafa verið eyðilögð.
  • Hvar er verið að dreifa mat.

Þessháttar skipulagning venjulegs fólks í gegnum netið, hafi staðið nú í nokkurn tíma, gert mörgum tilveruna aðeins bærilegri - mitt í andstyggð og eyðileggingu stríðs.

  1. Þegar síðan fólk frá þessum löndum, skipuleggur flótta til - Evrópu.
  2. Þá beiti það sömu samskiptatækni, með aðstoð GSM snjallsímans.

 

Það er augljóslega mjög erfitt að eiga við hópa sem skipuleggja sig með slíkum hætti

Enginn miðlægur skipuleggjandi sem unnt er að handtaka, heldur skiptast einstaklingarnir sjálfir á upplýsingum - á spjallinu. Svo margir séu á ferðinni, að alltaf sé í boði einhver reynsla - þess er hafi komist á leiðarenda og hvaða leið sá fór.

Það þíðir væntanlega að - þó svo að yfirvöld setji upp tálma.

Um leið og einvher finnur færa leið framhjá - sé því komið á netið.

Og þá fljótlega viti þeir sem á ferð séu - svo fremi að þeir fylgist með sama vef - af þeirri hjáleið.

Þannig geri vefurinn og snjallsíminn flóttamanninum það mögulegt, að bregðast fljótt við - aðgerðum yfirvalda í einu landi, og leið sú sem hópurinn feti geti tekið snöggum breytingum.

Með þessum hætti - finni flóttamenn að miklum líkindum fremur fljótt, hvar næsta glufa liggur.

 

Niðurstaða

Nútímaflóttamaðurinn er eitt afsprengi nútíma samskiptatækni. Sem gerir óformlega skipulagningu afskaplega auðvelda. Það að sjálfsögðu leiðir til þess, að mjög erfitt verður líklega að skipuleggja aðgerðir til að - hindra eða stöðva flóttamannastrauminn.

Straumurinn sé alltaf fljótur að finna glufurnar.

Sá gríðarlegi straumur flóttamanna sem nú er skollinn ár.

Er bersýnilega orðinn að stórfelldri áskorun fyrir stjórnvöld ríkja í Evrópu.

Og auðvitað þá skipulags einingu sem nefnd er Evrópusambandið.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. ágúst 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 847140

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband