Sannleikurinn er sá að Rússa markaðurinn er líklega hvort sem er hruninn á nk. ári

Það hefur kannski farið framhjá einhverjum - en heims olíuverð hefur lækkað síðustu vikur, þegar það fór hæst fyrr á árinu fór það nærri 60 Dollurum per fat, en skv. fréttum föstudags er heims olíuverð komið niður í einungis: 45,1$/fat af olíu.

"Brent fell...touching $45.10 a barrel."

Þetta fall hefur snúið við alfarið þeirri hækkun á olíuverði frá því er það var áður lægst ca. í apríl.

  1. Ég er samt ekki að vísa í þetta, þegar sé segi rússneska markaðinn fyrir makríl og aðrar fiskafurðir sennilega hruninn á nk. ári.
  2. En að sjálfsögðu, þá styrkir þessi lækkun þau áhrif sem eru framundan á olíuverð.

 

Ég er auðvitað að vísa til þess að í upphafi nk. árs fara refsiaðgerðir af Íran

Iran: The oil and gas multibillion-dollar ‘candy store’

  1. "Bijan Zanganeh, Iran’s oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
  2. "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
  3. "He wants western expertise to revive Iran’s ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
  4. "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."

Þessi frétt kom í Financial Times í júlí skömmu eftir að samkomulag Írans og svokallaðra 6-velda var kynnt. Mikilvægasta afleiðing þess fyrir nk. ár er auðvitað - að þá fara alþjóðlegar refsiaðgerðir sem takmarka útflutning Írans af. '

  • Takið eftir að Íranar eiga 40 milljón föt af olíu af uppsöfnuðum birgðum. Þetta kom fram í máli olíumálaráðherra Írans.
  • Og að hann stefnir að því að auka framleiðslu Írana í 5 milljón föt per dag.

 

Heimsmarkaðsverð á olíu gæti farið niður fyrir 30 Dollara

Höfum í huga að ef núverandi þróun á verðlagi olíu helst. En hún virðist stafa af því - að það hægir á hagvexti í Kína. Þróun sem virðist líklegt að haldi áfram. Sem leiðir til þess að það einnig hægir á hagvexti í fjölda landa - sem hafa orðið háð útflutningi hrávara til Kína.

Útkoma - að það dregur úr eftirspurn án þess að framboðið minnki.

Svo verð lækkar!

Ég reikna fastlega með því að Íranar hyggist hefja sölu oliubirgða sinna þegar í upphafi nk. árs - - þannig að þá verði einhver umtalsverð viðbótar verðlækkun á heimsmarkaðs verði.

Síðan er ekki gott að segja hversu hratt aukning framleiðslu Írans dettur inn - sennilega ekki strax nk. ár. Hafandi í huga, að það þarf fyrst og fremst að skipta um úreltan búnað við borholur. Fá það nýjasta og besta - - þá má vera að aukningar á framleiðslu fari þegar að gæta fyrir lok nk. árs.

  1. Fyrir bragðið virðist mér stefna í alvarlega kreppu í Rússlandi á nk. ári.
  2. En mér virkilega dettur í hug, að verðið geti farið niður fyrir 30 Dollara.

Það er ekki spurning - að Íranar hefja sölu birgða sinna á nk. ári.

Og sú sala mun hafa - einhver umtalsverð áhrif á heims markaðsverð.

Og það ofan í núverandi - lækkunar þróun!

 

Niðurstaða

Ég held að við sem búum á Íslandi ættum ekki að vera óskaplega stúrin yfir því að Rússland ákveður að loka á viðskipti við okkur sem búum á skerinu. En hafandi í huga fregnir þess efnis, að seljendur hafi verið að fá greiðslur - seint upp á síðkastið. Sem og að verð hafi lækkað miðað við sl. ár. Auk þess að samdráttar hafi þegar gætt á sölu til Rússlands.

Að það hafi þegar legið í loftinu - veruleg hnignun Rússlands markaðar.

Á nk. ári verður líklega ekki einungis hnignun - heldur hrun.

Nk. ár gæti orðið mjög áhugavert í rússnesku samhengi - langsamlega versta kreppuár sem Rússland mun hafa upplifað í mjög langan tíma.

 

Kv.


Grikkland fær fyrstu greiðslu af 3-björgun, og greiðir skuld við Seðlabanka Evrópu

Það hefur ef til vill farið framhjá einhverjum, að 3-björgun Grikklands er hafin: Greece Makes Payment to European Central Bank, Avoiding Default. En skv. fréttinni fékk Grikkland á fimmtudag 13 milljarða evra - frá björgunarsjóð Evrusvæðis. Samdægurs greiddi gríska ríkið skuld upp á 3,2 milljarða evra við Seðlabanka Evrópu - þannig að Grikkland forðaðist -tæknilegt gjaldþrot.-

 

Þetta þíðir að Grikkland skuldar 13 milljarða evra til viðbótar, sem Grikkland mun aldrei greiða

Mikilvæga spurningin er þó um annað atriði - en þ.e. hvort að skuldirnar séu sjálfbærar. Þá meina ég, að landið ráði við að greiða af þeim og það sé ekki svo íþyngjandi að hagkerfið geti ekki vaxið.

Við höfum frá því fyrr í sumar - mat AGS á því, að skuldir Grikklands séu "highly unsustainable." Það án þess að tekið sé tillit til - frekari viðbóta við þær skuldir.

Enn bendir ekkert til þess að andstaðan meðal mikilvægra aðildarþjóða ESB - við það að afskrifa að verulegu leiti skuldir Grikklands hafi brotnað.

En rétt er að árétta, að AGS fyrr í sumar - - ákvað að hafna þátttöku í frekari "lánapökkum" til Grikklands - - fyrr en að þeirra mati staða landsins væri að nýju metin af þeirra hálfu -sjálfbær.-

Krafan frá AGS var um - sjálfbærni að háum líkum.

------------------

Þetta er nánast eini áhugaverði punkturinn eftir - þ.e. að ef aðildarþjóðum ESB er alvara með að vilja hafa AGS með.

Þá þurfa þær að mæta kröfum AGS - og mér virðist AGS alvara í þetta sinn.

Annars taka aðildarþjóðir evrusvæðis - á sig allt viðbótar tap af fjárframlögum til Grikklands.

  1. Mér virðist ákveðnar líkur á að stefni í þá útkomu, að AGS verði ekki með.
  2. Því að andstaðan við það af hálfu ráðandi pólitíkusa aðildarríkja evrusvæðis, að viðurkenna formlega fyrir eigin skattgreiðendum - - að þeir hafi tapað stórfé af þeirra framlagða skattfé í gegnum árin; sé sterk.
  • En það hefur að sjálfsögðu þann galla í för með sér - að þá leggja þeir enn meira tjón á sína skattgreiðendur.

Þ.e. nánast eins og að 3-björgun Grikklands, af hálfu ráðandi afla innan evrusvæðis, snúist einungis um þessa - afneitun.

Að fresta því sem allra lengst, að formlega viðurkenna tjónið - þá sé betra að auka það tjón enn meir. Sem er sérkennileg rökleysa sem fólk virðist hafa leitt sig til.

 

Aðgangur Grikkja að sínum bankareikningum verður enn áfram takmarkaður

Það er þó búið að lyfta þakinu - þannig að nú má hver Grikki taka út ca. 62þ.kr. per viku. Það kostar minna að lifa í Grikklandi en hér - - þannig að sjálfsagt dugar það fé flestum.

Það fylgdi þó ekki sögunni - hvernig háttar heimildum til rekstraraðila. En þegar skömmtunin var hvað mest, þá gátu fyriræki ekki leyst út innfluttar vörur. Þannig að verslanir voru á leið í vandræð. Sem og fyrirtæki er þurfa að flytja inn rekstrarvörur.

Þetta ætti samt að - - leyfa hagkerfinu að rétta nokkuð við sér. Eftir fjárskortstímabil júlímánaðar og - - fram í rúml. miðan ágúst.

Hvert tjónið mun þó verða af völdum þessa tímabils á eftir að koma í ljós.

  1. Enn sem fyrr hef ég að sjálfsögðu enga trú á að dæmið gangi upp.
  2. Með því að auka mjög mikið inngrip sín í stjórnun á Grikklandi, þá hafa kröfuhafar samtímis tekið þá áhættu - að þeir geti ekki lengur næst þegar prógrammið virkar ekki, þegar markmið nást ekki - falið sig að baki grískum stjórnmálamönnum eða embættismönnum.

 

Skv. nýjustu fréttum ætlar Alexis Tsipras að láta kjósa til þings í september

Tsipras resigns and calls snap elections for September 20

Ég get alls ekki giskað á líkleg viðbrögð kjósenda í Grikklandi - en því er í dag haldið statt og stöðugt á lofti. Að Tsipras hafi barist eins og hetja - og náð fram þeim besta samningi sem mögulegt var.

  1. Sem auðvitað -lítur alfarið hjá því- að í stað þess að fá fram mun mildari skilyrði en áður.
  2. Þá fékk hann þess í stað, til mikilla muna meir íþyngjandi. Hann samþykkti skilyrði sem fyrri stjórnir höfnuðu, tókst að hafna. Þó hafði hann áður - farið fram gegn þeim stjórnum. Og talað um þær sem - leppa kröfuhafa.
  3. Þannig að tal um það -að hann hafi barist af hetjuskap- og náð því besta fram sem mögulegt var; lyktar gríðarlega sterklega af kaldhæðni.

En ef ég væri Grikki - væri ég mjög reiður og vonsvikinn.

Ef ég hefði kosið Syriza - og viljað betri kjör, og lækkaðar skuldir.

Mundi ég hugsa um Tsipras - sem svikara.

M.ö.o. er ég að meina, að úrslit kosninganna í september gætu orðið óvænt. Nema auðvitað að grískur almenningur hafi gefist upp. Hvort á við þori ég ekki að spá!

 

Niðurstaða

Harmleikur Grikklands heldur áfram. Að hann endi illa, virðist ljóst. En akkúrat hvenær og hversu illa. Hvort tveggja er óljóst.

En ég á mjög erfitt með að trúa því, að þessi nýja áætlun endist lengi. Jafnvel þó að kröfuhafa hafi nú nánast tekið yfir að stjórna Grikklandi.

Varðandi fyrirhugaðar kosningar af hálfu Alexis Tsipras, eftir að hann hefur svo með eftirminnilegum hætti, svikið sín kosningaloforð - þá grunar mig að margir kjósendur séu reiðir, en samtímis viti þeir ekki hvert þeir geta snúið sér.

Það gæti gefið möguleika fyrir - nýjan mótmæla flokk að rísa upp, og fá óvænt fylgi.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. ágúst 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 847140

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband