Rannsakendur segjast hafa fundið brak úr eldflaug sem talin er hafa grandað risa farþegavél yfir A-Úkraínu

Hollensku sérfræðingarnir segja ekki mikið - en þó það, að um hafi verið að ræða stóra eldflaug skotið frá Jörð. Þar með útiloka þeir þær sögusagnir, að malasísku vélinni sem fórst 17/7/2014 hafi verið grandað af herflugvél.

Ekki láta þeir uppi, hvernig þeim áskotnaðist brak úr eldflauginni - fer auðvitað eftir því hvaða hlutir hafa fundist; en ef einhver þeirra innihalda -framleiðslunúmer- þá getur verið unnt að rekja eldflaugina beint til baka til þeirrar verksmiðju er framleiddi hana.

Malaysia Airlines Crash Investigators May Have Found Missile Clues in Ukraine

 

Mjög merkileg mynd tekin bersýnilega örskömmu eftir að vélin kom niður

Devastating scene ... A video grab made shortly after Malaysian Airlines flight MH17 was shot down over Ukraine. Picture: Supplied

Hér er síðan stórmerkilegt -vídeó- sem áströlsk sjónvarpsstöð sýndi nýverið, og myndin að ofan er -einn rammi- úr því vídeói:

Hér er fréttaumfjöllun - um þetta vídeó: Never-before-seen footage reveals Russian-backed rebels arriving at the wreckage of MH17

Sjálfsagt verða bornar brigður á þetta videó af einhverjum, en mér virðist það afar sannfærandi - - en það sýnir úkraínska uppreisnarmenn mæta á svæðið, skoða brakið - örskömmu eftir að vélin kom niður. Þeir greinilega segja vélina skotna niður. En ekki af hverjum. Þannig að sjálfsagt má hártoga hvort að sjálf vídeóið sé sönnun.

Að það er örskömmu eftir, sést af eldunum og gufunum sem sveima yfir öllu í vídeóinu.

Og það má sjá þá skoða brakið úr vélinni, og átta sig á að þetta er leyfar -farþegavélar-.

  1. En það hefur mér lengi virst augljóst, að uppreisnarmenn hafi -óvart- grandað farþegavélinni, í misgripum.
  2. Enda flaug hún yfir Kíev borg, augljós mistök, því þá leit það svo út frá sjónarhóli uppreisnarmanna, að hún væri að koma frá Kíev.
  3. Sannfærðir um að um væri að ræða enn eina herflutningavélina, hafi þeir grandað henni.

Það sé til mikilla mun minna sennilegt að úkraínskir hermenn hafi grandað henni, en í fyrsta lagi þekkti úkraínski herinn flugleið hennar, enda flugleiðsögu-yfirvöld í stöðugu sambandi við hana, úkraínsk yfirvöld vissu af því að faþegavélar flugu þarna yfir reglulega.

Í öðru lagi, kemur vélin niður mjög nærri landamærum við Rússland. Langt inni á svæði uppreisnarmanna.

Öll spjótin beinist því að uppreisnarmönnum - - síðan sáu blaðamenn frá erlendum fjölmiðli -BUK- skotvagn á leið nærri þeim slóðum, nokkrum dögum á undan. 3-dögum fyrr var Antonov vél skotin niður í 22þ.fetum, meðan malsíska vélin 3-dögum síðar flaug í rúmum 30þ.fetum og er miklu mun stærri, þá væntanlega hverfur sjónrænn munur á stærð vélanna í hæðarmuninum frá Jörðu niðri séð, og malasíska vélin var einnig 2-ja hreyfla.

Ég held að engum detti í hug - að nokkur maður hafi ætlað sér að granda malasísku vélinni. Þetta hafi verið -óhapp- vegna þess að búnaður skotvagnsins var ekki nægilega fullkominn, til að bera kennsl á vélar sem miðað var á. Radar hans einungis til þess að aðstoða við miðun, og hjálpa flauginni að finna skotmarkið. Til séu sérstakir -radar vagnar- með stærri og öflugari radar, með færni til að bera kennsl á mismundandi flugvélar, sem hægt sé að tengja við slíka skotvagna, til að forða slíkum óhöppum. En líklegast hafi slíkur -radar vagn- ekki verið til staðar. Þannig að þetta óhapp hafi orðið, vegna -ófullkomins búnaðar.

 

Niðurstaða

Þó að hollensku sérfræðingarnir fullyrði ekki hver hafi átt flaugina sem skotið var frá Jörðu. Þá virðist mér einungis einn raunhæfur möguleiki til staðar. Að um -slysaskot- sé að ræða af hálfu uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Óreyndir einstaklingar, hafi verið með í höndum skotvagn, með nægilega langdrægum flaugum. Þeir hafi ekki tekið tillit til þess möguleika, að um annars konar vél gæti verið að ræða, en herflutningavél. Þeirra búnaður hafi ekki haft nægilega góðan radar, til að bera kennsl á flugvélar. Þegar þeir sáu 2-ja hreyfla flugvél - - koma úr beinni stefnu í átt til Kíev. Hafi þeir verið fullvissir að um flutningavél úkraínskra stjórnvalda væri að ræða. Og skotið hana niður - - síðan megi sjá á videóinu að ofan. Þegar A-úkraínskir uppreisnarmenn, skoða verksummerki skömmu eftir að brakið kom niður. Og sjá að þetta var farþegavél - eftir allt saman.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. ágúst 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband