Sáttatilraunir í deilunni um skuldir Grikklands, virðast runnar út í sandinn

Þetta virðist niðurstaða fundar Alexis Tripras og fulltrúa kröfuhafa á miðvikudag. En skv. fréttum þá höfnuðu fulltrúar ríkisstjórna evrusvæðis og AGS - sáttaboði ríkisstjórnar Grikklands sem lagt var fram sl. mánudag. Þó höfðu fulltrúar stofnana ESB litið á tilboð ríkisstjórnar Grikklands - - sem samningsgrundvöll.

  • En í staðinn, lögðu kröfuhafa fram móttilboð.
  • Sem afar erfitt er að sjá, að ríkisstjórn Syriza flokksins geti sætt sig við.

Því virðist ljóst að stefni í greiðsluþrot Grikklands!

Greek debt talks stumble before EU leaders gather

Hopes dashed for quick Greek bailout deal

 

Styrr stendur sérstaklega um lífeyriskerfið á Grikklandi

Tsipras bauð að hallinn á kerfinu væri lagaður með því að hækka framlög greiðenda - skipt ca. 50/50 milli einstaklinga er greiða og á mótframlag vinnuveitanda.

Rétt að nefna, að meðalgreiðslur úr kerfinu skv. frétt eru við 700 evrur eða 103.530kr. Skv. sönu frétt, eru fátæktarmörk í Grikklandi við 670 evrur eða 99.093 kr. á mánuði.

Rétt að nefna að greiðslur úr sjóðakerfi Grikklands til lífeyrisþega, hafa þegar verið verulega lækkaðar síðan kreppan á Grikklandi hófst - - þannig að það telst varla lengur vera rausnarlegt miðað við önnur Evrópulönd.

Þó enn sé það svo, að menn hafi heimild til að - fara fremur snemma á lífeyri. En Tsipras bauð að lífeyrisaldur væri hækkaður í skrefum í 67 ár, og að hvatir byggðar inn í kerfið til fólks að hætta snemma - væru afnumdar.

  • Það virðist algert rautt strik hjá Syriza flokknum, við lífeyrismál.

M.ö.o. hafi Tsipras ekki treyst sér til að - bjóða lækkun greiðsla.

En það sé einmitt þ.s. kröfuhafar heimta!

"“We are not much further along than we were on Monday,” said Wolfgang Schäuble, the German finance minister..."

  • Fjölmennur þinghópur meðal hægri manna á þýska þinginu, krefst þess að Grikkland leiði í lög - allar kröfur kröfuhafa óþynntar, áður en til greina komi að afhenda síðustu greiðslu úr neyðarlánapakka Grikklands.
  • Og Angela Merkel, hefur útilokað - - afskriftir skulda Grikklands.

Meira að segja AGS - bendir á þörf fyrir afskrift.

En á móti, viðhefur AGS harðlínuafstöðu í deilunni um lífeyriskerfið.

Miðað við þetta - - virðast líkur á samkomulagi minnka!

  1. En Syriza flokkurinn, var þegar í uppþoti innbyrðis, vegna tillagna forsætisráðherra sl. mánudag, sem mörgum innan flokksins fannst ganga of langt.
  2. Það virðist nánast útilokað, að Tsipras geti boðið meira.
  3. Á sama tíma, sé ég ekki hvernig hann á að geta - - gefið eftir kröfuna um "afskrift skulda." Sem Merkel hafnar alfarið. Sum önnur lönd, hafa einungis gefið það út, að íhuga málið - - eftir að Grikkland hafi uppfyllt allar kröfur kröfuhafa.

 

Niðurstaða

Mér virðist líkur á samkomulagi vera að fjara út, en þær virtust nokkrar á mánudag. Þegar fulltrúar stofnana ESB höfðu tekið vel í tillögur Alexis Tsipras.

En fulltrúar aðildarríkja, og AGS - - hafa alfarið hafnað þeim. Og lagt sínar fyrri kröfur fram að nýju.

Miðað við afstöðu kröfuhafa, virðast litlar líkur á eftirgjöf skulda.

Þannig að eins og staðan lítur út - - virðist mér afar fátt fyrir Grikkland að semja.

 

Kv.


Enn á ný gera menn tilraun til að feta í spor Malthusar

Hugmyndir um framtíðar hungursneyðir dúkka upp við og við. Einhverjir eldri í hettunni, muna ef til vill eftir kenningum þess efnis frá 8. áratugnum. Þegar mannfjöldaspálíkön voru að spá jafnvel fjölgun Jarðarbúa í 20 milljarða. En síðan þá hefur þróun mannfjölda tekið breytingum - - og seinni tíma spár gera ekki ráð fyrir nærri þetta miklum mannfjölda.

Nýjustu tilraunir til að spá fyrir hungur - virðast byggja tvennu:

  1. Menn spá fyrir því að hlínun valdi vanda.
  2. Og þ.e. bent á að hagvöxtur í fjölmennum löndum í Asíu, sé að auka eftirspurn eftir fiski og kjöti, sem krefjist meira landrýmis að framleiða.
  • Þegar þetta fari saman, þá sé vaxandi hætta á útbreiddri hungursneyð.

Þessi grein kom í "The Independent - Society will collapse by 2040 due to catastrophic food shortages, says Foreign Office-funded study"

  • Aðilar á vegum "Global Sustainability Institute" virðast standa fyrir plaggi, þ.s. keyrt er reiknilíkan - og það spáir alvarlegum vandræðum ca. 2040 ef ekki eru gerðar stórfelldar breytingar.
  • Að sjálfsögðu, þá eru þeir aðilar að berjast fyrir þeim tilteknu breytingum.

 

Þetta er ímyndað gróðurhús nokkurra hæða, íbúðir sitt hvoru megin

Lóðrétt ræktun / Vertical farming

Þetta er hugmynd sem hefur í nokkra áratugi verið rædd og rannsökuð - án þess að vera hrint í framkvæmd. En í grófum dráttum felur hún í sér þá hugmynd, að færa ræktun inn í borgirnar.

En þ.e. ekkert tæknilega ómögulegt við það, að byggja gróðurhús á mörgum hæðum, jafnvel reisa skýjakljúfa sem mundu taka tilteknar hæðir frá fyrir ræktun, neðst gæti verið bílastæðakjallarar - einhverjar hæðir, nokkrar hæðir teknar fyrir ræktun, og svo íbúðarhæðir þar fyrir ofan: Vertical farming

  1. Það er kannski ekki undarlegt - að margra hæða gróðurhús hafa ekki notið vinsælda fram að þessu, þó þau spari land - þá sennilega þarf lýsingu til að rækta við slíkar aðstæður.
  2. Það þíðir, að takmarkandi þátturinn - er orka.
  • En ef unnt er að leysa það vandamál, þá er ekkert tæknilegt vandamál við það, að gera ráð fyrir því að borgir rækti að stórum hluta sína fæðu.

Ef maður hefur í huga þann gríðarlega fjölda skýjakljúfa sem til eru í heiminum, þá er ljóst - - að ef hver þeirra væri notaður að hluta fyrir ræktun.

Væri mjög sennilega unnt að auka stórfellt fæðuframleiðslu, án þess að - ganga á landrými.

  • Það má vera, að hagkvæmara sé, að reisa sérstaka skýjakljúfa fyrir ræktun - þeir standi innan um aðra er væru fyrir íbúðir.

 

Ef þessi hugmynd kemst nokkru sinni á framkvæmdastig!

Þá væri ástand sem skýrsluhöfundar gefa sér - þ.e. að matvælaframleiðsla í heiminum hafi ekku undan. Þannig að matvælaverð fari stig hækkandi.

Einmitt þær aðstæður er gætu leitt menn inn á slíkar brautir, sem að færa matvælaframleiðslu inn í borgir. En sú lausn væri alltaf - kostnaðarsöm.

  1. Þ.e. ódýrara að rækta fyrir berum himni, ef nóg er af ræktarlandi. En um leið og þ.e. farið að skorta, gefum okkur að vandræði séu með ræktar land.
  2. Gefum okkur að auki, að loftslag sé komið í umtalsverð vandræði, hitun sé að leiða til þess að - ræktunarsvæði séu að færast til.

Þá gæti einmitt það höfðað til landa, að færa ræktun að verulegu leiti - inn í verndað umhverfi. En augljóslega, er ræktun í lokuðu umhverfi, algerlega vernduð fyrir vandræðum sem geta verið til staðar vegna loftslags.

  1. Það gæti að auki verið leið til að spara vatn - en uppgufun eðlilega er minna vandamál inni fyrir, en undir berum himni.
  2. Svo eru borgir sumar hverjar a.m.k. farnar að endurnýta vant að verulegu leiti, í skóplhreinsikerfum, þ.e. vatn aftur gert drykkjarhæft. En þá er það einnig nýtilegt til ræktunar aftur.
  • Takmarkandi þátturinn er - orka.

En ef unnt er að tryggja næga orku.

Eru engin eiginleg takmörk önnur.

Sumir hugmyndasmiðir lóðréttrar ræktunar, hafa lagt hana til - sem umhverfisvæna lausn frá þeim útgangspunkti. Að með því væri verið að draga úr landnotkun.

En það mætti einnig hugsa hana, sem lausn - - ef vandræði eru með ræktarland, m.a. vegna gróðurhúsaáhrifa. Eða vegna þess, að kröfur mannkyns um aukið fæðuframboð, leggja of mikið álag á ræktarland.

 

 

Niðurstaða

Ég hef almennt séð ekki verulega áhyggjur af framtíðar fæðuframboði í sæmilega auðugum samfélögum. En auðug samfélög munu hafa getu til þess að tryggja eigið fæðuframboð - nánast fullkomlega óháð því hvað gerist með loftslagið á hnrettinum.

Áhættan sé frekar í fjölmennum fátækum samfélögum.

Ef loftstlagsvandi leiði til þess, að vandi skapast um framboð fæðu í sumum fjölmennum en fátækum löndum, er alveg hugsanlegt að slík samfélög mundu leysast upp. Gríðarlegur flóttamannavandi skapast - - miklu meiri en sá sem er í dag, þó sögulega mikill sé.

Auðugu löndin mundu sennilega slá skjaldborg um sjálf sig, vernda sitt fólk.

Mundi það ekki þá valda stríðum? Kannski, en ef við erum að tala um raunverulega fátæk samfélög sem ráða ekki við vandann - - en þróuð samfélög það geti. Þá sé ósennilegt að hættan sé stærri en sú sem felist í niðurbroti slíkra samfélaga, þar verði kaos.

Sómalíum fjölgi - - slík lönd hafi ekki burði til að ógna þeim auðugu.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. júní 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 847337

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband