Ég reikna með því að lagasetning bindi endi á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga

Þegar ég leit á fréttir þá stóðu umræður enn yfir á Alþingi, og því frumvarp ríkisstjórnar um að fresta verkföllum - ekki enn orðið lög.

  • Það er sannarlega rétt, að slík lagasetning - er viss atlaga að samningsrétti félaganna tveggja.
  • Á hinn bóginn, virðist þessi deila í gersamlega óleysanlegum hnút.
  • Á sama tíma, virðast þeir sem standa fyrir þeim verkföllum - - hreinlega ekki til í að samþykkja það sem við blasir, að ekki sé nokkur leið að ná kröfum félagsmanna fram.

En það hefur blasað við síðan samningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir, að ríkið ætti ekki það sem raunhæfan valkost - að mæta kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.

Skv. því sem Ólafía Rafnsdóttir, formaður Verslunarmanna sagði:

Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. „Þá er bara búið að rjúfa samninginn.“ Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.

Þá stilltu félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum ríkinu upp við vegg:

  1. Þannig að ríkið er þvingað til að velja hvort það mætir kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga, og þar með rýfur samninga við samtals 75þ. félagsmenn 15 félaga á almenna vinnumarkaðnum.
  2. Eða setur lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga, ef félögin 2-neita að sætta sig við sambærilega samninga þeim samningi sem félögin 15 gerðu.

Ég lít þannig á, að með því að gefa BHM og hjúkrunarfræðingum - 2 vikur til að hugsa málið, átta sig á að þau félög ættu í reynd engan valkost annan í stöðunni.

Hafi ríkið í reynd sýnt samningssrétti þeirra félaga, eins mikla virðingu og því var fært.

Ef ríkið hefði strax fyrir 2-vikum sett lög á verkföll BHM, og hjúkrunarfræðinga, þá hefði mátt segja - - að þeim félögum væri sýnt lítilsvirðing.

En nú 2-vikum seinna, þá virðist ljóst af viðbrögðum félaganna 2-ja, að þau félög hafa engan áhuga á því að taka tillit til þessarar stöðu; þegar þau halda kröfu sinni til streytu - - > Sem er algerlega ljóst að mundi sprengja samninginn við félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum.

  • Félagsmenn félaganna 2-ja hafa vísað allri ábyrgð á bug.
  • Sakað ríkið um skilningsleysi.
  • Talið sig ekki hafa ástæðu til að taka nokkuð hið minnsta tillit til stöðunnar sem varð til, þegar ljóst var hvernig samningur félaganna á almenna vinnumarkaðnum leit út.

Það verður einfaldlega að álykta að - - þeir sem fara fyrir þessum 2-verkföllum, séu sjálfir ekki að sýna þá eðlilegu ábyrgð, sem fólk sem gegnir svo mikilvægum störfum ætti að auðsýna.

Þetta ágæta fólk, virðist haldið - - veruleikabrenglan á umtalsvert háu stigi.

Þegar þau heimta, og það ítrekað - - að ríkið sprengi samninginn á almenna vinnumarkaðnum.

 

Vandi ekki síst sá, að vonlaust er að BHM og hjúkrunarfræðingar nái fram þeirri kjarabót sem þeirra félög heimta

En það kemur til af því, að félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum - hafa látið það í skína að þau mundu sækja sambærilegar launahækkanir til sinna félagsmanna - - ef samningurinn sem þau félög undirrituðu fyrir 2-vikum er sprengdur.

Það þíðir að þá ganga sambærilegar hækkanir í prósentum talið til 75þ. meðlima þeirra samtaka - - og ég hreinlega trúi því ekki að landið hafi efni á það mikilli launahækkun fyrir þetta fjölmenna hópa, þegar félagar í BHM og hjúkrunarfræðingar bætast þar við.

Þannig að - - gengisfelling væri örugg útkoma.

  • Það þíði eiginlega að nú 2-vikum liðnum.
  • Og ekkert bendi til þess að félögin 2-séu að átta sig á þvi hve vonlaus staða krafna þeirra er.

Þá virðist ljóst, að það eina rökrétta sem eftir sé í stöðunni - sé að setja lög á verkföll þeirra.

 

Niðurstaða

Það að almenni vinnumarkaðurinn setti það ákvæði inn í sinn kjarasamning, að ef ríkið mundi semja um meira við aðra hópa - - þá mundi samningur þeirra vera sprunginn. Sýnir að auki fram á, að ljóst er að félagsmenn þeirra félaga séu sennilega ekki mikið haldnir af samúð þegar kemur að kröfum um launahækkanir - - verulega umfram þ.s. þau félög hafa samþykkt fyrir 2-vikum.

En ljóst er að viðbrögðum talsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga, að kröfur þeirra félaga eru umtalsvert meiri.

Það má vel vera að í kjölfarið verði flótti út hópi hjúkrunarfræðinga og þeim sem undir hatt BHM falla - til Noregs t.d.

Það verður þá að taka á því þegar það gerist - - t.d. auglýsa þær stöður á evrópska efnahagssvæðinu. En ég held það sé vel unnt að fá fólk til að gegna þeim störfum t.d. bjóða útlendingum ríkisfang á Íslandi eftir 6 ára starf.

Það hlýtur að vera nóg af fólki sem getur sinnt þeim störfum, þó það séu ekki endilega íslenskt. Ef Noregur getur sókt sé fólk að utan, getur Ísland það einnig gert, og á þeim kjörum sem hér bjóðast.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. júní 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 847337

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband