Hvernig mundi Reykjavík plumma sig sem sjálfstætt ríki?

Þessi pæling er meir til gamans, en Hilmar Sigurðsson borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í svokölluðu -stjórnkerfis og lýðræðisráði- borgarinnar. Lagði fram tillögu um að - - Reykjavík segði sig úr lögum við Ísland; vegna þeirrar frekju sem hann telur Reykjavík vera beitta af Alþingi í ljósi atkvæðavægis sem sé borginni í óhag.

En um er að ræða reiði vegna meðferðar Samgöngunefndar Alþingis á tillögu um að færa skipulagsvald á -millilandaflugvöllum- til ríkisins.

Rétt að kanna hug borgarbúa til að stofna sjálfstætt borgríki

Í því ímyndaða tilviki að Reykjavík mundi komast upp með að segja sig úr lögum við Ísland

  1. Þá er hún auðvitað ekki lengur höfuðborg Íslands, þannig að stofnanir ríkisins allar með tölu, og ráðuneytin, Alþingi, Hæstiréttur - eiginlega allt á vegum ríkisins; flytur frá borginni - - t.d. til Kópavogs.
  2. Bjartsýnn einstaklingur benti mér á að í Reykjavík væri rekin öflug útgerðarfyrirtæki, á hinn bóginn - - sé ég ekki að þau mundu fá úthlutað nokkrum afla, þ.s. Ísland á miðin í kringum landið, Reykjavík á þá engin varðskip -en þau mundu færa sig t.d. til Kaupavogshafnar, enda í eigu ísl. ríkisins. Að sjálfsögðu mundu þá útgerðarfyrirtæki ekki fá úthlutað afla frá ísl. ríkinu - - og varðskipin mundu hindra skip frá Reykjavík í því að veiða. Útgerðarfyrirtækin og vinnslu, mundu þá flytja sig um set.
  3. Sami bjartsýni einstaklingur benti mér á að nær allir ferðamenn er koma til Íslands, koma við í Reykjavík - - en þ.e. að sjálfsögðu vegna þess að þ.s. Reykjavík er höfuðborg landsins er hún einnig samgöngumiðstöð landsins. Augljóslega yrði reist ný samgöngumiðstöð t.d. í Kópavogi. Ferðamenn mundu þá koma við þar við á leið sinni annað.
  4. Sennilega fer - - Háskóli Íslands að auki.
  • Við erum að tala um gríðarlega fækkun starfa í Reykjavík.
  • Sannarlega eru til staðar önnur fyrirtæki sbr. Íslensk Erfðagreining, Össur og einhver fjöldi hugbúnaðarfyrirtækja - er hætta ekki endilega að reka sig frá borginni. Á hinn bóginn grunar mig að þau einnig mundu fara vegna hnignunar borgarinnar.
  • Mikið tekjuhrap yrði hjá borginni - vegna allra þeirra útvarstekna er hún mundi missa, þegar öll störfin sem ríkið veitir mundu hverfa, störfum vegna ferðamanna sennilega einnig fækka verulega, og útgerðafyrirtæki sem og vinnsla fara annað.
  • Borgin yrði sennilega gjaldþrota fremur fljótlega í kjölfarið.

Sú mynd sem ég er að draga upp - - er Detroit í Bandarikjunum.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/c/c7/Abandoned_Packard_Automobile_Factory_Detroit_200.jpg

Þ.e. gjaldþrota borg sem hefur misst helming sinna íbúa.

Þ.e. sú sýn sem ég er að draga upp utan um Reykjavík í þessu ímyndaða tilviki að hún gerðist sjálfstæð.

Þ.e. að eins og í Detroit hafi fasteignaverð hrunið vegna glataðra atvinnutækifæra -sem ekki sneru aftur- sem leiði til fólksflótta og þess, að heilu hverfin verði draugahverfi þ.s. enginn býr.

 

Niðurstaða

Hefur Reykjavík resktrargrundvöll sem sjálfstæð eining - - nei, algerlega af og frá.

Fólk í borgarstjórn er eitthvað haldið veruleikafyrringu.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. júní 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 847344

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband