Augljóslega verða sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga

Ef marka má yfirlýsingu formanns VR. - þá eru ákvæði í nýja kjarasamningnum, sem tryggja að ríkið getur ekki samið um hærri laun við aðra hópa; nema að ógilda hinn nýja kjarasamning sem undirritaður var á föstudag af hálfu fulltrúa VR, Starfsgreinasambandsins og 13 annarra félaga samtímis.

Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. „Þá er bara búið að rjúfa samninginn.“ Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.

VR - Nýr kjarasamningur undirritaður

 

Skv. fréttum, hefur viðræðum við BHM verið slitið:

Allt í patt­stöðu hjá BHM og rík­inu

Langt í land í kjaraviðræðum BHM

Báðum viðræðum slitið

"Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði við fréttastofu Stöðvar tvö fyrir fundinn að samningar Flóabandalagsins, Starfsgreinasambandið og verslunarmanna í dag svari engan veginn þeirra kröfum."

  1. Mér virðist alveg augljóst - - ef við gerum ráð fyrir að Ólafía Rafnsdóttir fari ekki með fleypur, að ákvæði í hinum nýju samningum við VR og 14 önnur félög; feli það í sér að - - ef ríkið semur um rausnarlegri launahækkanir við aðra hópa þá sé samningurinn við VR og félögin 14 þar með úr gildi fallinn.
  2. Að þá sé alfarið útilokað, að BHM og hjúkrunarfræðingar - - geti þar með reiknað með því, að knýja fram -launahækkanir umfram þ.s. þeir samningar fela í sér.

Á hinn bóginn mun ríkið að sjálfsögðu bíða með að setja lög - þar til félagar í VR og hinum 14 félögunum, hafa greitt atkvæði um samninginn.

Á hinn bóginn, gerum ráð fyrir að þær atkvæðagreiðslur leiði til samþykkis, þá reikna ég að fljótlega í kjölfar þess að sú niðurstaða liggur fyrir - - þá muni ríkið setja lög á önnur útistandandi verkföll.

  • Mun það leiða til - - flótta úr stéttum hjúkrunarfræðinga, og þeirra sem teljast til BHM?

Kannski, en hafandi í huga að samningar við hópa með samtals 75þ. félagsmenn eru í húfi, þá sé ég ekki að ríkið fórni þeim samningum - - þó svo að flótti verði úr störfum hjúkrunarfræðinga, og úr þeim störfum sem falla undir BHM.

Það er þá - - "Den til, den sorg."

Ef það verður, þá mun ríkið leita lausna - - ein fær leið, er að auglýsa þau störf á evópska efnahagssvæðinu.

 

Niðurstaða

Ég sannarlega á von á því að kjarasamningarnir muni leiða til verðbólgu - en hækkanir eru meðaltali sagðar um 10% á þessu ári til félagsmanna þeirra félaga sem samningarnir ná undir. Þ.e. töluvert yfir þeim viðmiðum sem Seðlabankinn gaf út þ.e. 3-4%. Og þ.e. yfir þeirri launahækkun er varð í tíð síðustu ríkisstjórnar, en þá dugði 6% launahækkun til að lyfta nokkuð upp verðbólgu.

Á hinn bóginn - - virðist allsherjarverkfalli og þeirri röskun er það hefði valdið, vera forðað.

Það hefði getað rústað verulega ferðamannasumrinu í ár, og þ.s. verra er - jafnvel getað valdið skaða á næsta ferðamannasumri. En hvekktir ferðamenn, hefðu ekki endilega treyst Íslandi strax.

  • Vonandi verður ekki gengisfelling af völdum samninganna.
  • Það getur verið að það sleppi - vegna þess að svo virðist að AGS lánið sé frá eftir mitt nk. ár.

Kv.


AGS gefur Grikklandi viðbótar 3-vikna greiðslufrest

Þetta kom fram á vef Financial Times: "...IMF offered Greece three more weeks to repay €1.6bn it owes to the fund next month, insisting..." - - þar var einnig vitnað í viðtal við Lagarde.

Sem sagði: “It’s very unlikely that we will reach a comprehensive solution [between Greece and its creditors] in the next few days,”

  • Svo hún hefur ákveðið - - að veita Grikklandi 3-vikna viðbótar greiðslufrest.

Greek exit from the euro is ‘a potential’, says Lagarde

 

Framundan er gríðarlega stór greiðsludagur í Júlí

What are the Critical Dates for Greece and the Euro?

Þetta er gríðarlega stór upphæð - - eða 3.455 milljónir evra.

Svo á Grikkland aftur að borgar mjög stóra upphæð í ágúst, 3.188 milljón evra.

Til samanburðar, þá greiddi Grikkland AGS samtals 1.083 milljónir evra í sl. mánuði, og á að greiða í júní samtals 928 milljónir evra. Greiðsludagarnir í júní eru 15. og 18.

  • Sá sem á skuldirnar sem þarf að greiða svo risastórar upphæðir af í júlí og ágúst.
  • Er Seðlabanki Evrópu.

Augljóst þarf að ganga frá samkomulagi milli aðildarríkja og Grikklands - - > Helst fyrir mánaðamót júní/júlí. Þó vera megi að niðurstaða geti dregist fram í fyrstu viku í júlí.

Þ.s. Grikkland á að greiða risaupphæðina þann 19/7 nk.

  • Með því að veita 3-viðbótar vikur í greiðslufrest.

Hefur Christine Lagarde - - fært greiðslur þær sem AGS á inni, mun nær þeim degi þegar Grikkland þarf að borga Seðlabanka Evrópu.

Þ.e. reyndar einn greiðsludagur til AGS í júlí þ.e. 464 millj. evra 12/7.

  • Líkurnar virðast bersýnilega mjög miklar á greiðsluþroti Grikklands í júlí.

Ef Grikkland getur ekki greitt Seðlabanka Evrópu - - þá er sennilega mjög líklegt, að AGS fái ekki heldur sitt fjármagn. Svo fullkomlega rökrétt er af Lagarde, að færa greiðsludaginn til.

 

Niðurstaða

Mér virðist að stóri steinninn hjá Grikklandi sé skuld ríkissjóðs Grikklands við Seðlabanka Evrópu, sem þarf að greiða 2-risaupphæðir af í júlí og ágúst.

Til samanburðar eru upphæðirnar sem þarf að greiða til AGS ekki nærri þetta stórar.

Miðað við það hvernig Grikkland reddaði greiðslu til AGS í sl mánuði - - þ.e. notaði rétt Grikklands til yfirdráttar hjá AGS til að greiða AGS. Réttur sem Grikkland kláraði í það sinnið.

Þá virðist alveg augljóst - - að Grikkland er ekki að greiða Seðlabanka Evrópu þann 19/7 nk. nema eitthvað stórt breytist.

  • Þ.e. alveg rökrétt af hálfu AGS - að veita viðbótar greiðslufrest. Því allt standi eða falli með samkomulagi Grikklands v. aðildarríkin - hvort það næst eða ekki.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. maí 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 847423

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 278
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband