Kýpur virðist hafa lagt af öll fjármagnshöft

Skv. fréttum gerðist þetta sl. mánudag, og er Kýpur þar með á ný "haftalaust." Ég átti von á að Kýpverjar mundu viðhalda "varnagla-ákvæði" um stórar upphæðir. En þeir hafa felt slík ákvæði niður einnig!

Cyprus lets euro zone's first capital controls go quietly

Cyprus lifts last capital controls after two years

  • Kýpversku höftin - voru í 2 ár.
  • Íslensku hafa staðið yfir í 7.

"But with an incremental relaxation over the past 18 months, banks reported no unusual activity on Monday." - "The last controls to go were regulatory approval to move more than 1 million euros ($1.1 million) out of the country, and a traveller's limit of 10,000 euros per trip."

Það er hugsanlegt - að prentunar-aðgerð Seðlabanka Evrópu, er hófst fyrr á þessu ári, hafi gert Kýpverjum mögulegt að losa höft.

En sú aðgerð -að dæla fé inn í hagkerfi evrusvæðis- sem hefur leitt til þess að gengi evru hefur lækkað um rúmlega 20% miðað við dollar, auk þess að evra hefur einnig lækkað miðað við -Asíugjaldmiðla.

Hefur sennilega aukið tiltrú á getu S-Evrópulanda, en lægra gengi ætti að þíða að S-evr. fyrirtæki hafi betri möguleika til útflutnings, en þegar gengið var hærra.

Að auki -dregur prentunin- úr hættunni á verðhjöðnun festist og verði kerfislæg.

Þannig hafi prentunin aukið tiltrú innan kerfisins - - sem sérstaklega hafi verið mikilvæg vítamínsprauta fyrir hagkerfi S-Evrópu. Þar sem tiltrú, hafi einna helst skort.

Það hafi leitt til - - aukinst trausts á stöðu fjármálakerfisins. Sem í tilviki Kýpur - hafi verið lykilatriðið.

 

Niðurstaða

Ísland er þá eina landið í innan OECD með fjármagnshöft! Þau stafa af því, að enn hefur ekki verið leyst úr því með hvaða hætti losað verður um svokallaðan "skafl." En sú aðgerð verður ekki framkvæmd án þess að hún bitni á einhverjum. Hvernig sá kostnaður dreifist - þarf ekki að koma fram með stórri gengisfellingu.

En Ísland þarf að velja, hvernig kostnaðinum verður dreift á landsmenn og aðra.

Annars erum við að velja það að láta allt sitja fast hér áfram.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. apríl 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 352
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband