Friðarsöluráðstefna virðist fyrirhuguð í Minsk höfuðborg Hvíta Rússlands nk. miðvikudag

Ég nota orðið "friðarsölu" vegna þess, að eftir því sem ég fæ best séð af fréttum, þá hafa Merkel og Hollande samþykkt - - að draga nýja vopnahléslínu. Sú muni innibera þau landsvæði sem uppreisnarmenn hafa náð á undanförnum dögum. Og á fundinum -alveg eins og á ráðstefnu í Munchen 1937 land var gefið eftir fyrir "frið"- skal Poroshenko forseti Úkraínu - beittur sameiginlegum þrýstingi -Frakka, Þjóðverja og Rússa. Að fallast á að gefa þessi landsvæði eftir, auk þess að Úkraínumenn mundu gefa eftir bæinn Debaltseve sem nú er umkringdur her uppreisnarmanna - - en þúsundir hermanna Úkraínuhers eru þar til varnar.

European powers to push ahead with Ukraine peace talks

Auk þessa, ætlar Merkel að fljúga til Washington á mánudag, þ.s. hún ætlar að fá Obama til þess - - að hafna öllum tillögum um að "senda vopn til Úkraínu."

Merkel to meet Obama over Ukraine

  1. Það væri gaman að vita, hvað Pútín sagði við Merkel - - en þ.e. eins og hann hafi hrætt líftóruna úr henni, sbr. þá umræðu frá henni og samráðherrum, þess efnis - - að senda vopn til Úkraínu væri án tilgangs vegna gríðarlegra yfirburða Rússlands í vopnum.
  2. En það stenst eiginlega einungis, ef Pútín hótaði - - fullri innrás ef vopnasendingar fara fram.
  3. En þá stæði Evrópa frammi fyrir svipaðri spurningu og haustið 1939, innrásinni í Pólland.

Ég virkilega hef ekki trúa á öðru en því, að Pútín mundi svara vopnasendingum - - með vopnasendingum, og hugsanlega einhverju frekara smygli á hermönnum til uppreisnarmanna.

Það væri einmitt - - tilgangurinn. Að neyða Rússland til þess - - > Að verja vaxandi fjármagni til þess að styðja uppreisnarmenn. Gera stríðið kostnaðarsamara fyrir Rússland.

En höfum í huga, að Rússland er í "veikri fjárhagslegri stöðu" eftir að verðlag á olíu hrundi um helming síðan í júní sl. Og það varð samsvarandi hrun i útflutningstekjum Rússa af olíu.

  1. Þó tæknilega eigi Rússland gnægt vopna - - þá getur NATO send nýleg vopnakerfi.
  2. Þannig neytt Rússland, til þess einnig að senda sín bestu vopnakerfi til uppreisnarmanna.
  3. Og Rússland á fyrst og fremst "ofgnótt af gömlum vopnum."
  4. Nýleg vopnakerfi - - þíddu raunveruleg peningaútgjöld.
  • Rússland hefði líklega ekki úthald í það að keppa við NATO með þeim hætti.

Með öðrum orðum - - NATO hafi fulla möguleika til þess að vinna sigur.

En stjórnmálamenn geta sannarlega ákveðið - - að láta Rússa vinna!

 

Ef Pútin gerði alvöru úr allsherjar innrás!

Þá væri það einnig - - svar. En þá væri komin krísa er væri ef eitthvað er - alvarlegri en Kúpudeilan.

En ef NATO mundi ekki bregðast við slíkum atburði, yrði NATO að algjöru atlægi. Þess yfirlýsing að vera - öryggiskerfi Evrópu. Stæði á berangri.

NATO hefði því eiginlega ekki annan valkost í slíkri stöðu, en þá - að einnig senda her inn í Úkraínu, til þess að mæta í stríðsátökum slíku rússnesku innrásarliði.

Það þíddi að sjálfsögðu - - formlegt stríð milli Rússlands og NATO.

Og ef það gerðist, á ég ekki von á því að hann beiti kjarnavopnum, meðan að átök eru utan landamæra Rússlands.

Ég sé alveg fyrir mér NATO komast upp með að sigrast á slíkri innrás, og hrekja hana til baka yfir landamærin til Rússlands. Innrás inn fyrir landamæri Rússlands, kæmi ekki til greina.

  • En ég á þó ekki von á því að Pútín gangi þetta langt!
  • Hann láti sér duga, keppni í vopnasendingum.

 

Niðurstaða

Ef NATO hefur vopnasendingar til Úkraínu - - þá tel ég að það stuðli að því að stríðið þróist yfir í "pattstöðu." Að mínu viti er það mun skárra, en það "hreyfanlega stríð" sem af gæti hlotist ef stjórnmálamenn Evrópu - - hindra vopnasendingar, af ástæðum skammsýni.

En stjórnmálamenn Evrópu í dag, virðast haldnir nákvæmlega sömu skammsýni og breski forsætisráðherrann Chamberlain og sá franski Le Blum 1937. Að kaupa frið fyrir land - - virkar ekki, því þá verðlaunar þú ofbeldismanninum fyrir ofbeldið.

Sá þakkar pent fyrir sig, og undirbýr síðan að taka stærri bita með hervaldi í næsta skipti. En það væri mjög sennileg afleiðing, að Pútín mundi tala fjálglega í nokkra daga um mikinn árangur af Minsk ráðstefnunni - - þ.s. menn mundu fallast í faðma broasandi á vör, fá myndir af sér teknar - - síðan nokkrum dögum eða vikum síðar, mundi herinn sem Pútín heldur uppi.

Hefja stríðið eina ferðina enn, og gera bæði Merkel og Hollande að atlægi. Og sennilega að auki, takast að láta Poroshenko líta veikan út eftir að hafa samþykkt - - að selja land fyrir svo skamman frið.

En Pútín gæti vel séð þ.s. tilgang í sjálfu sér - - að veikja Merkel og Hollande.

En það eru auðvitað þau sjálf, sem eru að láta teyma sig.

-----------------------------

  • En ég er frekar viss, að ásakanir Úkraínumanna þess, að þeir séu að berjast við rússneska hermenn, séu sannar.
  • Ég bendi á að sl. sumar þá fram til ca. júlí/ágúst voru uppreisnarmenn í "nauðvörn" og það virtist skammt að bíða - lokasigurs Úkraínuhers. Umsátur um borgiarnar Luhangsk og Donetsk var að hefjast.
  • En svo skyndilega streymdi nýtt herlið yfir landamærin, og allt í einu var Úkraínuher í nauðvörn, og þurfti að hörfa undan. Síðan þá, hefur það herlið sem Úkraínuher berst við - - verið vel vopnum búið. Og að auki virst vera betur þjálfað.
  • Langsamlega einfaldasta skýringin er sú, að rússn. herlið berjist nú undir merjum uppreisnarmanna - - en það skýrir fullkomlega þessi snöggu umskipti.
  • Og hitt, að herlið andstæðinga Úkraínuhers, hafi getu nú til þess að sækja fram "þó það sé fámennara" og hafa betur í bardögum.

 

 

Kv.


Bloggfærslur 8. febrúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 468
  • Frá upphafi: 847119

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband