Örvæntingarfull tilraun Merkel og Hollande, að ræða við Pútín í Moskvu, virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði

Ef má marka fréttir, þá segir talsmaður Kremlverja að viðræður leiðtoganna 3-ja hafi verið gagnlegar. En skv. fréttum, þá er Pútín að fara fram á að - - > Ný vopnahléslína verði dregin upp, þannig að uppreisnarmenn haldi þeim svæðum sem þeir hafa tekið á undanförnum dögum.

Auk þess, að þeir mundu fá til sín bæ - Debaltseve - þ.s. þúsundir hermanna úkrínuhers eru nú umkringdir liðsafla uppreisnarmanna.

Ef marka má talsmann úkraínskra stjórnvalda, en Merkel og Hollande ræddu fyrst við Poroshenko, áður en þau flugu til Moskvu - - þá voru Merkel og Hollande einungis að ræða það að framfylgja samkomulaginu frá -Minsk- í september sl.

Skv. fréttum munu Pútín, Merkel og Hollande - - eiga símafund á sunnudag.

German Chancellor Angela Merkel (R), French President Francois Hollande (C) and Russia's President Vladimir Putin arrive for a meeting on resolving the Ukraine crisis at the Kremlin in Moscow February 6, 2015. REUTERS/Maxim Zmeyev

"German Chancellor Angela Merkel (R), French President Francois Hollande (C) and Russia's President Vladimir Putin arrive for a meeting on resolving the Ukraine crisis at the Kremlin in Moscow February 6, 2015."

Merkel, Hollande end Moscow talks without word of peace deal

Ukraine Insists Any Pact With Russia Must Adhere to Terms of September Accord

 

Það sem rekur eftir Merkel og Hollande, er að skv. fréttum munu bandarísk stjórnvöld ákveða í nk. viku - - hvort vopnasendingar verða hafnar til Úkraínuhers

Þá væri stríðið orðið að - - "proxy war."

Það eru lengi búnar að vera miklar líkur á þeirri þróun - - en þ.e. augljóst ekki í samræmi við hagsmuni NATO landa - - > Að frekari svæði innan Úkraínu, komist á vald Rússlands. En að "uppreisnarmenn" nái landsvæði, sé sennilega það sama og að það sé undir rússneskum yfirráðum.

  1. Hættan við þetta er augljóslega sú - - > Að sætta sig við það, að -annað land geti hernumið landsvæði sem tilheyrir öðru landi- og komist upp með það.
  2. Þetta gerðu menn auðvitað á öldum áður, og því má ekki gleyma, að síðast þegar lönd höguðu sé með þessum hætti í Evrópu, var það á 4-áratugnum. Það leiddi á enda til 2-Heimsstyrrjaldarinnar.
  3. En það eru vísbendingar þess, að Pútín sé með það markmið - - að leggja til atlögu við, sjálft skipulag Evrópu síðan eftir að Kalda-Stríðinu lauk. En hann hefur sagt það skipulag - - atlögu að hagsmunum Rússlands. Og ekki síst, hefur verið haft eftir honum, að lok Kalda-Stríðsins og hrun Sovétríkjanna, hafi verið eitt mesta áfall allrar sögu Rússlands.
  4. Þessi tegund af hugsun nefnist "Revanchism."
  • Þegar leiðtogi stórveldis eða fyrrum stórveldis - - leitast við að endurreisa fyrri yfirráðastöðu yfir landsvæðum, sem ríki viðkomandi hafði áður glatað.

Í þessu samhengi, eru tillögur Pútíns - - bersýnilega ekki sérdeilis áhugaverðar, en flest bendir til þess að -uppreisnarmenn sjálfir hafi rofið Minsk-vopnahléið og hafið sókn gegn stjórnarher Kíev stjórnarinnar- þannig að ef ný vopnahléslína væri dregin, þá væri uppreisnarmönnum þar með, verðlaunað fyrir fyrra vopnahlésrof.

Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að þeir mundu síðan aftur síðar, rjúfa nýja vopnahléið - í von um að verða aftur verðlaunaðir með sama hætti.

Í reynd sýnist mörgum, að Pútín sé þarna -lævíslega að leitast við að tryggja hin nýju yfirráð- hyggist á frekari landvinninga líklega síðar.

--------------------

Eins og Biden hafi bent á - - hafi ekkert vopnahlé hingað til haldið.

Hann benti síðan á, að í nk. viku - - verði formleg ákvörðun tekin í Washington, um hugsanlegar vopnasendingar.

Ég hallast að því - - að líkurnar séu góðar á því, að þær hefjist í næstu viku.

 

Niðurstaða

Úkraínustríðið er líklega við það að þróast yfir í "Proxy-War" þ.s. bæði stórveldin, Bandaríking og Eússland, senda vopn til síns hvors hersins - - augljóst þíðir þetta að styrjöldin er við það -sennilega- að stigmagnast upp í mun stærri átök en áður.

Bendi á að í Debaltseve - geta nú farist fleiri, en hingað til í allri styrjöldinni fram að þessu. En það eru þúsundir úkraínskra hermanna umkringdir - - þeir gætu allir verið vegnir.

Það geti síðan orðið forsmekkurinn að því sem síðan við taki. Tölur yfir mannfall, verði í hundruðum per orrustu, og undir lok þessa árs gætu - tugir þúsunda verið fallnir.

Flóttamenn gætu verið orðnir 2-3 milljónir, hæglega.

  • Þetta verði í reynd - bein styrrjöld milli NATO og Rússlands, háð af þeim sem fá vopn.

Að sjálfsögðu verða þá - - refsiaðgerðir hertar.

En þ.e. óvíst að - - það verði án klofnings innan ESB.

  • Ég held samt, að það sé skárra - - að NATO styðji Úkraínumenn, því þá sé sennilegra að stríðið þróist yfir í - pattstöðu.
  • Annars gætu uppreisnarmenn -studdir af rússn. vopnasendingum- sigrast á her Úkraínu, sem gæti dreift stríðinu víðar um Úkraínu.
  • Ef stríðið helst í pattstöðu í Luhansk og Donetsk héröðum, þá a.m.k. er eyðilegging eingöngu á þeim svæðum, og mannfall.

 

Kv.


Umhverfisverndarmenn geta fagnað lægra olíuverði - því olíufélög virðast vera að seinka olíuleit í N-Íshafi

Helstu olíufélög heims, virðast annað af tvennu - hafa frestað áformum um olíuleit eða hætt við slík áform. Enda er olíuleit í N-Íshafinu ákaflega erfið vegna umhverfisaðstæðna, og því -kostnaðarsöm. Svo bætist auðvitað við -slagur við umhverfisverndarsamtök- sem virðast staðráðin í að koma í veg fyrir að leitað verði olíu í N-Íshafi.

  • Ég er þó 100% viss, að það sé ekki nokkur von til þess, að til lengri tíma litið, hafi þeir árangur sem erfiði.
  • Í besta falli muni aðgerðir þeirra fresta olíuleit í N-Íshafi - - af hálfu landa þ.s. lýðræði tíðkast. Sem mundi þíða, að olíufélög í Kína eða Rússlandi. Mundu þá starfa í staðinn -algerlega ótrufluð af slíkum þrýstingi.
  • Á endanum, mundu -Vestræn olíufélög- ná sínu fram, þegar ljóst verður að ekkert muni á endanum hindra leit fyrirtækja sem starfa innan lands, þ.s. engin von er til þess, að umhverfisverndarmenn geti beitt þrýstingi. Þá muni menn spyrja sig, hver væri tilgangur í því að hindra Vestræn fyrirtæki?

Takið eftir því hve -Rússland á stórt svæði- en Rússland, eftir að deilur við Vesturveldi hafa magnast - - virðist líklegt að leita samstarfs við kínv. olíufélög.

Þá auðvitað er ekki nokkur leið fyrir -umhverfisverndarsamtök- að hafa áhrif í gegnum þrýsting.

http://i.imgur.com/g0oQc.jpg

Oil companies put Arctic projects into deep freeze

Statoil Puts Arctic Exploration on Hold After Oil-Price Plunge

Shell determined to start Arctic oil drilling this summer

Shell - er eina stóra olíufélagið sem ætlar að halda ótrautt áfram, er með réttindi í lögsögu Bandaríkjanna.

Meira að segja "Rosneft" skv. Igor Sechin mun ekki bora neitt á þessu ári.

Í þá ákvörðun spila líklega einnig - refsiaðgerðir Vesturvelda.

Statoil - hefur gengið svo langt, að láta réttindi til könnunar-borana sem fyrirtækið átti við Grænland, lapsa - þ.e. falla dauð.

Og það hefur einnig ákveðið, að framkvæma engar tilraunaboranir langt í Norðri út frá ströndum Noregs - að sinni.

  • Varðandi ábendingu umhverfisverndarmanna, um 2°C markmiðið, er ég þeirrar skoðunar - að ekki sé krækibers séns í helvíti, að það náist.
  • Jafnvel þó að -Vestræn fyrirtæki- mundu ekki bora, þá mundi ekkert stoppa kínversk fyrirtæki eða Rússnesk, síðar meir.
  • Og mig grunar, að eftir einhver ár, þá dúkki upp indverskur áhugi, enda stefni það risaland í að vera með meiri hagvöxt á þessum áratug en Kína. Það þíðir að sjálfsögðu, gríðarlega aukningu í eftirspurn eftir olíuvörum frá Indlandi.

Þess vegna hallast ég meir og meir að því, að mannkyn - - stefni í aðlögun að hitun Jarðar.

Ekki að því að - hindra hana!

 

Mynd af dönskum rannsóknarborpalli v. Grænland!

http://www.dailygalaxy.com/.a/6a00d8341bf7f753ef01348670f96b970c-pi

Niðurstaða

Miðað við áhrif lágs olíuverðs á áætlanir fyrirtækja um leit og hugsanlega vinnslu á olíu úr N-Íshafi. Þá reikna ég með því, að umhverfisverndarmenn leggist þetta árið á bæn - - og biðji um "lágt olíuverð áfram."

Þó það get virst -öfugsnúið :)

En um leið og olíuverð fer upp að nýju - mun ekkert koma í veg fyrir að áætlanir olífélaga er starfa innan lögsögu Rússlands - - verði að veruleika. Pútin er búinn mjög rækilega að tryggja, að umhverfisverndarmenn eiga enga möguleika til þess - að trufla slík áform.

Á því svæði yrði þá -free for all- ástand sem á enda, hlyti að grafa undan tilraunum til þess, að hindra að Vestræn félög leiti olíu á svæðum sem tilheyra Vesturlöndum.

Það eina sem geti tafið áform Rússa, og hugsanlegs bandalags þeirra við Kína um vinnslu - sé að olíuverð haldist lágt sem lengst.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. febrúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 847106

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband