Aðildarríki evrusvæðis og Grikkland ákveða að fresta deilunni um skuldamál Grikklands - um 4 mánuði

Mér virðist þetta niðurstaðan af útkomu föstudagsins - í henni virðast felast umtalsverðar eftirgjafir ríkisstjórnar Syrisa flokksins, þ.e. Syriza flokkurinn samþykkir að uppfylla skilyrði þess björgunarprógramms sem nú er að ljúka - - og samtímis sækir um framlengingu á björgun um 4 mánuði. Var sú lending samþykkt af aðildarríkjunum.

"The Greek finance minister, Yanis Varoufakis, arrives for Friday's meeting with Eurozone finance ministers. Credit John Thys/Agence France-Presse — Getty Images"

  • Skv. samkomulaginu hafa aðildarríki evrusvæðis 4-viðbótar mánuði til þess að semja um málefni Grikklands, við hin nýju stjórnvöld Grikklands.
  • Samkomulagið virðist fela í sér, að stjórn Syriza flokksins - tekur til baka aðgerðir sem framkvæmdar voru strax og flokkurinn komst til valda, svo sem að taka til baka lækkanir launa opinberra starfsmanna, taka til baka brottrekstur nokkurs fjölda þeirra, hækkun lágmarkslauna þ.e. taka aftur lækkun þeirra - - svo nokkur atriði séu nefnd.
  • Að auki lofar Syriza flokkurinn, að framkvæma ekkert "einhliða" sem ógnar stöðu björgunarprógramms Grikklands - þá 4. mánuði sem aðildarríkin samþykktu að framlengja.

Það má því líta á niðurstöðuna sem - vopnahlé!

Ef ekki endilega - formlega uppgjöf!

Greece Reaches Accord With European Officials to Extend Bailout

Greeks and eurozone agree bailout extension

Í því felst þó sú "uppgjöf" að samþykkja að ljúka núverandi björgun, uppfylla öll skilirðin, sem líklega ofan í þ.s. ég nefndi að ofan - þíðir væntanlega, sú sala ríkiseigna sem Syriza flokkurinn var á móti.

"Greece will not receive any of a €7 billion installment from the bailout until it has carried out all remaining reforms required by creditors, some of which Mr. Tsipras had pledged to roll back."

Akkúrat, og það hanga 7 milljarðar á spýtunni - síðasta útborgunin á björgunarpakkanum sem er að renna út!

Það virðist samt ekki - að Grikkland hafi náð engu fram!

  1. Aðildarríkin virðast hafa samþykkt, að opna umræðuna um skuldamál Grikklands.
  2. Hvað það akkúrat þíðir - á eftir að koma í ljós, en sú umræða, þær viðræður, hafa nú 4 mánuði.

Bendi ykkur á áhugaverða skoðun:

Greek Debt Is Vastly Overstated, an Investor Tells the World

 

Niðurstaða

Aðildarríki evrusvæðis eina ferðina enn, labba með mál Grikklands fram á blábrún og enn eina ferðina, á 11-stundu kjósa að - ganga ekki fram af þeirri brún. Það verður áhugaverð að fylgjast með umræðunni um skuldir Grikklands meðan að á samningum stendur. En margir eiga eftir að þurfa að klifra niður af þeim tindum sem þeir settu sinn málflutning upp á.

 

Kv.


Gæti Podemos flokkurinn komist til valda á Spáni í þingkosningum nk. vetur?

Podemos "við getum" flokkurinn kom fram á sjónarsviðið fyrir rétt rúmu ári, og hefur risið hratt í könnunum, mælist sl. hálft hár á bilinu 20 - 28%. Í sumum könnunum mælist Podemos stærstur - í öðrum, næst stærstur.

Í kjölfar sigurs Syriza flokksins í Grikklandi, er ekki furðulegt að fólk íhugi hugsanlega valdatöku Podemos.

Þessi könnun var birt í El País þann 8. febrúar 2015: New Metroscopia Poll Confirms Podemos Lead And Collapse In Support For Spanish Socialist Party

metroscopia-febrero-2015-graph

  1. Eins og sést þá hefur sósíalistaflokkurinn heldur betur farið halloka undanfarna mánuði - fylgið í frjálsu falli, komið niður í 18,3% - þrátt fyrir stjórnarandstöðu.
  2. Stjórnarflokkurinn Partito Popular meginhægriflokkur Spánar, í þessari könnun er -næst stærstur- á eftir Podemos. Eins og sést, hefur hans fylgi einnig minnkað töluvert síðan Podemos kom fram á sjónarsviðið.

Í áhugaverðri umfjöllun Financial Times: Podemos’ populist surge

Koma fram áhugaverðar upplýsingar um það hvernig Pablo Iglesias leiðtogi Podemos, stjórnmálafræðingur að mennt - hagar málflutningi sínum.

En hann virðist ekki leyna því, að hann stefni að völdum - hann virðist hafa greint spænskt samfélag þannig, að einna best sé að halda á lofti "gagnrýni á pólitíska spillingu" en Partito Popular flokkur Mariano Rajoy forsætisráðherra - hefur þurft að glíma við mjög harkalegt hneyxli innan flokksins, spilling sem tengist fjármögnun kosningabaráttu flokksins fyrir þingkosningarnar síðustu - spillingarrannsókn yfirvalda hafi leitt til handtöku mikilvægra flokksmeðlima hef ekki fylgst með málinu um nokkurn tíma svo ég er ekki viss hovrt dómar hafa fallið - - en t.d. fyrrum fjármálastjóri flokksins viðurkenndi sekt opinberlega, án þess þó að innvikla formann flokksins forsætisráðherrann í þá spillingu, en þ.e. óhætt að segja að marga á Spáni gruni að Rajoy hljóti að hafa verið málin kunnug - þrátt fyrir neitun hans, og að flokksmeðlimir sem hafa játað sekt hafi ekki blandað honum í málið.

Miðað við mál -Hönnu Birnu- hér á Íslandi, þá þetta mál á allt öðrum skala.

Að auki höfðar hann til - almennrar óánægju með gríðarlegt atvinnuleysi - og kröpp kjör fjölmargra á Spáni sem hafa séð sin kjör versna síðan kreppan hófst.

Þó að hagvöxtur mælist á Spáni, atvinnuleysi hafi minnkað smávegis - er það mjög sennilega enn það mikið, að ólíklegt sé að aukin eftirspurn eftir vinnuafli sé farin að leiða til launahækkana. Með öðrum orðum, að almenningur sjái ekki góðæri í sínum kjörum.

  • Áhuga vekur hjá mér - - þjóðernissinnuð ummæli, sem virðast kalkúleruð til þess, að fá hægri sinnaða óanægju hópa til að kjósa Podemos.
  • Gæti skýrt af hverju fylgi beggja stóru flokkanna virðist minnka samtímis, að Podemos sé að takast að ná óánægðum frá báðum fylkingum.

"And, as the rally last month showed, Mr Iglesias is more than ready to appropriate political language that has traditionally been anathema to the European left. In his speech, he referred repeatedly to the patria, or fatherland, and his pride in Spain."

Hann virðist með öðrum orðum vera að gera tilraun til þess að ná öllum 3-megin óánægjuhópunum:

  1. Þeim sem eru óánægðir með pólitíska spillingu.
  2. Þeim sem eru óánægðir með kreppu og atvinnuleysi.
  3. Og þeim sem finnst -of mikil völd vera að færast til Brussel.-

En hver hann raunverulega er - þessi Pablo Iglesias.

Má sennilega ráða betur af nýlegri mynd - sem tekin var í Grikklandsheimsókn.

Alexis Tsipras Pablo Iglesias

Hans helstu samstarfsmenn, virðast vera aðdáendur flokka frekar langt til vinstri, þar á meðal Chawez í Venesúela - þó að í ljósi þess hruns sem blasi nú við því landi, sé sennilega ekki snjallt að halda slíkum tengslum nú á lofti.

Fæstir virðast telja að Pablo Iglesias sé líklegur til valda - - en hver veit.

Eitt er að sjá mótmæla flokk við völd í Grikkland - - Spánn er allt annað dæmi.

Evrópulöndin greinilega telja óhætt að vera ruddaleg við ríkisstjórn - - Syriza.

Efa að framkoman væri alveg eins harkaleg - - ef Pablo Iglesias næði kjöri.

 

Niðurstaða

Kosningabaráttan á Spáni nk. haust getur orðið áhugaverð, í ljósi þess að hinn nýi -sennilega vinstri flokkur- Podemos, hefur verið að mælast annað hvort stærstur eða næst stærstur í könnunum sl. hálft ár eða svo. Áhugavert að samtímis og sá flokkur hefur aukið fylgi sitt, hafi fylgi bæði Sósíalistaflokks Spánar og hægri flokks forsætisráðherra Spánar - skroppið saman. Það getur verið vísbending þess, að -plott Pablo Iglesias- að að haga málflutningi sínum með þeim hætti, að höfða allt í senn til þeirra sem eru: óánægðir með pólitíska spillingu, óánægðir með atvinnuleysi og kröpp kjör, og ekki síst þeirra sem séu óánægðir með flutning valda til Brussel - - sé að virka, a.m.k. að hluta.

Vart þarf að taka fram, að Pablo Iglesias - er ákaflega fámáll um það, hvað Podemos mun gera ef hann kemst til valda.

Með öðrum orðum, virðist nálgun hans vísvitandi popúlísk.

 

Kv.


Bloggfærslur 20. febrúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband