Spurning hvað gerist næst í stríðinu í Úkraínu eftir að Úkraínuher gaf eftir bæinn Debaltseve

Úkraínuher virðist hafa hörfað skipulega - skv. viðtölum við hermenn. Þá bárust skipanir með stuttum fyrirvara, ekki nema 10 mínútna. Til þess að tryggja að her andstæðinga bærist engin njósn. Aðgerðin hófst um miðja nótt í niðamyrkri. Flutningabílum hafði verið safnað saman nærri útjaðri bæjarins. Ekið var yfir tún og akra í stað þess að aka eftir veginum, vegna þess að talið var að undir veginum væru jarðsprengjur.

Key Ukraine Town Under Rebel Control

Mynd BBC kvá sýna hluta af liðsflutningunum

Ukrainian servicemen near Artemivsk after leaving area around Debaltseve - 18 February 2015

Skipulagið hafi verið þannig, að óbrynvarðir liðsflutningabílar hafi verið í miðju lestarinnar, með þyngri brynvarin tæki á beltum og hjólum meðfram jöðrum - til að veita flutningabílunum það skjól sem hægt var að veita þeim.

Flutningalestin hafi þó fljótlega lent í skothríð, að sögn hermanna hafi verið skotið á hana af -skriðdrekum - af sprengjuvörpum - og - af vélbyssum. Nokkuð mannfall hafi orðið, nokkur fjöldi liðslutningabíla verið eyðilagður - - - en þó hafi megnið af liðinu komist undan.

Eins og sést á kortinu - ráða Úkraínumenn ca. helmingi héraðanna, Luhansk og Donetsk

http://news.bbcimg.co.uk/media/images/80980000/gif/_80980240_ukraine_ceasefire_lines_12.02.2015_624map.gif

Fall Debaltseve sannarlega hernaðar-ósigur fyrir Úkraínuher - á móti sárabót að ná megninu af varnarliði bæjarins þaðan

Mér virðist að fall bæjarins ætti að taka af allan vafa - ef einhver var enn í nokkrum slíkum, að Úkraínher er ekki að stríða við - - einhverja "rag tag" uppreisnarmenn.

Heldur vel þjálfaðan - vel vopnum búinn - og ekki síst, vel skipulagðan her.

Takið t.d. eftir -taktík- sem kom í ljós í viðtölum við hermenn frá Debaltseve!

"When we entered Debaltseve, there were about 350 in our battalion. About 200 got out alive,...” - “...they changed their tactics, and sent in subversive groups disguised as Ukrainian soldiers, who systematically sought out to kill our officers,...” - “They urged us to surrender, claiming our commanders and [Ukrainian president] Petro Poroshenko had betrayed us.”

Þ.s. þessi frásögn sýnir - - er skipulagður sálfræðihernaður.

Og einnig vekur þessi -flugumanna taktík- athygli.

Þ.s. þarf að hafa í huga, er að Úkraínuher - þó vopnabúnaður hans sé ekki nýr, heldur frá dögum Kalda-Stríðsins, þá er ekki nein rosaleg gjá þar á milli og þess búnaðar sem Rússar nota í dag.

Megin munurinn á búnaði Rússa, og þeim sem Úkraínumenn hafa, er að Rússar hafa varið mun meira fé til þess, að endurnýja sínar vígvélar -tæknilega- þ.e. betri tölvur, betri miðunarbúnaður, nýrri radsjár o.s.frv.

En sjálfar byssurnar eru mikið til þær sömu - T62 skriðdrekar Úkraínuhers, eru með sömu vopn og nýlegir skriðdrekar Rússa.

  • Þegar þú ert í vörn, þá jafnast töluvert út þessi munur.
  • Ég á mjög erfitt með að trúa öðru en því, að sá rússneski her sem setið hafi um Debaltseve, hafi orðið fyrir verulegu manntjóni.

Þó að fjölmiðlar - - tali um "her uppreisnarmanna."

Er ég hættur að trúa því - - að þetta sé "uppreisnarher" skipaður megni til A-Úkraínumönnum.

Farinn að hallast að því - - að þetta sé raunverulega rússneskur her, eins og Úkraínumenn segja frá.

  1. Það kemur til vegna þess, að -uppreisnin hófst sl. vor og það tekur tíma að búa til her úr engu. Þó svo að meðal þeirra sé einhverjir fyrrum hermenn, og þeir geti rænt vopnageymslur sem þeir komast í. Þá leiðir það til þess, að slíkur her - - er ekki með "vel þjálfað lið" og "vopnabúnaður er þá einhver grautur" og "sennilega eru flestir lítt reyndir af bardögum bæði liðsmenn og foringjar.
  2. Það kom einmitt í ljós, þegar her Úkraínu lét til skarar skríða sl. sumar, að þá vann hann fremur auðvelda sigra - - framan af. Þ.e. algerlega rökrétt, ef mótherjarnir eru slíkir "rag tag" uppreisnarmenn. Og þegar komið var fram í ágúst, var her Úkraínu kominn að borgarhliðum borganna Luhansk og Donetsk - - umsátur var að hefjast. Það virtist skammt þess að bíða að uppreisnin yrði bæld niður.
  3. En þá allt í einu gerist mjög snögg breyting og það á nokkrum klukkutímum - - eins og að nýtt herlið komi til sögunnar. Og það herlið, breytir vígsstöðunni þannig að þaðan í frá - - er her Úkraínu í vörn frekar en hitt. Og eins og við sjáum nú, þegar kemur til "stórrar orustu" þá er það Úkraínuher sem verður að hörfa. Nefni einnig, sókn hers andstæðinga Úkraínuhers í sl. mánuði - - eftir hverja orrustu þurfti Úkraínuher að hörfa.
  4. Hvað segir það ykkur? Það sé eiinfaldlega ekki minnsti möguleiki, að uppreisnarmenn hafi möndlað slíkan her samann. Við sáum hvernig uppreisnarherinn var - - sl. sumar. Sá var sigraður - - síðan tekur annar her yfir sviðið. Eiginlega kemur ekkert annað til greina, en að sá her - sé her rússneska lýðveldisins.
  5. Þetta sé því nákvæmlega eins og Úkraínumenn segja frá, að þeir séu að berjast við rússneska innrás.

Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart - að eftir að rússneski herinn er mættur.

Þá neyðist her Úkraínu að hörfa - eftir hverja orrustu.

Tal Pútíns þess efnis - að Úkraínumenn séu að berjast við þá sem áður voru verkamenn og kolanámumenn, sé þá eins og hvert annað grín.

Hvað gerist næst - - er þá spurning um það.

Hvort Pútín telur sig vera búinn að ná fram markmiðum sínum með þessum átökum.

Þetta sé deila milli Úkraínu og Pútíns - - uppreisn sé hluti af leiktjöldum.

 

Niðurstaða

Sumir fjölmiðlar telja að ósigur Úkraínuhers sé áfall fyrir Poroshenko. Það er það að sjálfsögðu að einhverju leiti. Á móti kemur að þ.e. ákveðinn árangur að þrátt fyrir allt, að ná liðinu frá Debaltseve. Þeir hermenn geta þá barist einhvern annan dag.

Þ.s. þessi átök sýna - er að sá her sem nú ræður ríkjum handan víglínunnar í A-Úkraínu, ber ekki nokkra hina minnstu virðingu fyrir vopnahléi.

Að sjálfsögðu er stórorrusta - svakalegt vopnahlésbrot. Hártogun að halda því fram, að Debaltseve hafi verið undanskilinn vopnahléssamkomulaginu.

Mér virðist einfaldlega að ákveðið hafi verið að taka bæinn, vegna þess að menn töldu að þeir mundu komast upp með það.

Svo verður að koma í ljós, hvort að Pútín metur það áhættunnar virði - - að senda her andstæðinga Úkraínumanna, skipanir um að - - sækja fram að nýju.

Hann mun þá að sjálfsögðu - láta strengjabrúður sínar, svokallaða foringja uppreisnarmanna, gefa þær skipanir - opinberlega.

Opinberlega, á Pútín engan hlut að máli, opinberlega eru hendur Pútíns hreinar, þó þær séu nú þegar ataðar blóði þúsunda.

 

Kv.


Atburðarás í Úkraínu getur svipað til atburða í fyrrum Júgóslavíu, þegar tilraunir Evrópu til sátta voru gagnslausar með öllu, uns Bandaríkin mættu á svæðið

Ef einhver man svo langt þá var annar Demókrati í Hvíta Húsinu, Bill Clinton. Sá var einnig lítt áhugasamur um beina þátttöku Bandaríkjanna í styrrjaldar átökum - - annað en sá er tók við af honum, Bush.

  • En það vekur athygli mína - atburðarás í kringum tilraunir Þjóðverja og Frakka, í samtölum við stjórnvöld í Rússlandi - - að hafa áhrif á bardaga um bæinn -> Debaltseve.

Þetta minnir mig einmitt á atburði úr stríðum í fyrrum Júgóslavíu, þegar einmitt Þjóðverjar og Frakkar - ítrekað gerðu tilraunir til að beita fortölum.

Það sem þeim tilraunum - fylgdu aldrei neinar tennur eða hótanir af nokkru tagi, þá leiddu stríðandi fylkingar þær tilraunir að mestu hjá sér - þó nokkrum sinnum væri fundað og frá þeim fundum kæmu -innantómar yfirlýsingar.-

  • En einmitt á þriðjudag - - hafa flakkað slatti af akkúrat -innantómum yfirlýsingum.-

Battle for Debaltseve Continues

Ukraine rebels claim control of most of Debaltseve

Dæmi um innantómar yfirlýsingar!

Hafið í huga, að eins og í fyrrum Júgóslavíu - - eru menn að "tala" meðan að "mannlegur harmleikur er sannarlega í gangi."

En skv. fréttum hörnuðu bardagar um -Debaltseve- á þriðjudag, og virðast fréttir benda til þess að barist sé í bænum sjálfum - klassísk átök þ.s. barist er húsi úr húsi, herbergi úr herbergi, þ.s. ein fylkingin getur ráðið einni hæð önnur næstu hæð o.s.frv.

Greinilega bitrir og misskunnarlausir bardagar í gangi - mannfall beggja fylkinga örugglega mikið, en þ.e. alltaf mikið í þannig átökum.

Og hvað síðan gera Þýskaland og Frakkland á meðan?

Tala um málið auðvitað - hverju öðru getum við reiknað með?

  1. "On Tuesday evening, the UN Security Council unanimously approved a resolution, proposed by Russia, calling on all the parties in eastern Ukraine to stop the fighting and to back the ceasefire agreement reached in Minsk last week." - - þetta er auðvitað klassísk innantóm yfirlýsing. Rússar leggja hana fram, og sýna "sáttatón" út á við litið. En yfirlýsing án aðgerða er innantómt orðagjálfur.
  2. Á meðan hafa Frakkar og Þjóðverjar setið á fundi með fulltrúum Rússlands í Kíev, og rætt verið fram og aftur, hvernig á að koma -eftirlitsmönnum OECD til Debaltseve.- "Late Monday, Chancellor Angela Merkel of Germany spoke by phone with the Russian and Ukrainian presidents and issued a statement saying the three had agreed to “concrete measures” to allow observers from the Organization for Security and Cooperation in Europe into Debaltseve." - "Yet, by late Tuesday the organization said a working group of Russian and Ukrainian military officers set up to coordinate the truce had failed to agree on providing access to Debaltseve, bringing the talks back to where they were before the presidents’ phone call the day before."

Ég hugsa að það henti Rússum ákaflega vel - - að gefa innantómar yfirlýsingar um frið.

Meðan að -sá her sem þeir vopna og sennilega að verulegu leiti manna- á í hörðum átökum, sennilega með verulegu mannfalli, en virðist líklegur til þess að ná innan fárra daga því takmarki að hernema Debaltseve.

Þetta svipar dálítið til hegðunar Milozevic forsætisráðherra Serbíu - - þegar átökin í fyrrum Júgóslavíu stóðu yfir, en þá voru sveitir "Serba" sem ekki voru "formlega" undir stjórn Milozevic - en bersýnilega studdar þó af hans stjórn, og vopnaðar a.m.k. að einhverju verulegu leiti af stjórn Milozevic - - > Að stríða bæði við Króata og við Bosníu Múslima.

Meðan að sveitir -Serba voru í sókn- gekk aldrei neitt, sama hve oft var fundað og mikið gefið út af yfirlísingum - - > Að stöðva átök.

Gríðarleg hervirki voru unnin á báða bóga - - en verst þó af hálfu sveita Serba í Bosníu.

  1. Það bendir margt til þess, að það sé einmitt að verða "mannlegur harmleikur" á umtalsverðum skala í bænum -Debaltseve.
  2. Þegar hefur það einu sinni gerst, að morð hafi verið framin á hermönnum Úkraínuhers - en nokkur hundruð virðast hafa verið drepnir í eitt skipti þegar bær féll, sennilega eftir að hann féll.
  3. Ef það verða fjöldamorð á hermönnum, á bilinu 6 - 8 þúsund. Eftir að Debaltseve fellur - - þá verður allt stjörnuvitlaust í Úkraínu.

Meðan sitja þjóðir Evrópu hjá - alveg eins máttlausar nú, og þegar átök voru í fyrrum Júgóslavíu.

 

Niðurstaða

Spurning hvaða áhrif það hefði á átökin í Úkraínu - ef varnarlið 6 - 8þ. er stærstum hluta drepið, í bardögum og einnig eftir bardaga? Mig grunar að slík "morð" mundi binda að fullu endi á alla möguleika til þess að leita sátta - - með samningum. Það yrði gersamlega óhugsandi fyrir stjórnvöld í Úkraínu - - að skrifa undir nokkur vopnahlé þaðan í frá. Fyrr en stríðinu er lokið með annað hvort algerum sigri eða ósigri. Svo miklar yrðu æsingar meðal Úkraínumanna.

Ef menn vilja tryggja það að átökin haldi áfram algerlega örugglega - - þá verða á nk. dögum framin morð á þessum hermönnum.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. febrúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 847124

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband