Sá her sem Rússar halda uppi í A-Úkraínu, ætlar ekki að virða vopnahléið

Skv. fyrstu fréttum sunnudags hefur dregið mikið úr bardögum - en þeir hafa ekki hætt. Bardagar virðast halda enn áfram af fullum krafti við bæinn Debaltseve.

Það kemur heim við yfirlýsingu skipaðs leiðtoga svokallaðs "Donetsk Peoples Republic" þ.e. Aleksandr Zakharchenko.

Hann heldur fram því "kjaftæði" að vegna þess að vopnahlés-samkomulagið nefni ekki bæinn "Debaltseve" sérstaklega - - þá sé það svæði "undanskilið."

Ukraine Cease-Fire Goes Into Effect, but Rebel Leader in Key Town Repudiates Accord

"Ukrainian government soldiers outside Debaltseve, the target of an offensive by rebels. Credit Petr David Josek/Associated Press" - - gömul fallbyssa dregin af trukk, hermenn á pallinum, hafið það til samanburðar við búnað Rússa: 2S19 Msta.

 

En þetta er "almennt" vopnahlés-samkomulag, í þeim er ekki venja, að taka fram hvern einasta bardagavöll eða þorp eða fjall eða hæð - sem barist er um, og lýsa yfir því að vopnahléið gildi þar. Síðan gildi það ekki á svæðum sem ekki séu þannig nefnd sérstaklega. 

  1. Þannig virka ekki slík vopnahlé.
  2. Þau gilda alls staðar á svæðum sem barist hefur verið um.
  3. Eða þau eru rofin og það er ekkert vopnahlé!

Þetta er í raun og veru -afar einfalt- þáð að bardögum er vísvitandi haldið áfram við Debaltseve, þíðir að vopnahléið - var ekki virt. Eins og ég benti á sem yfirgnæfandi líklegt í minni síðustu færslu.

"...the separatist leader said it did not apply to Debaltseve, where thousands of Ukrainian troops have been under siege and might be surrounded." - "The rebel leader, Aleksandr Zakharchenko, said the town, a critical railway hub, had not been mentioned specifically in the cease-fire agreement."

Þetta er fyrirbærið - - tilliástæða. Hann nefnir eitthvað kjaftæði, því hann -vill halda bardögum áfram. Því að stjórnendur þess hers sem berst við stjórnvöld í Úkraínu, telja að þeir séu í sterkari stöðu - og geti haldið áfram að hertaka svæði.

"Mr. Zakharchenko, the head of the self-declared Donetsk People’s Republic, also said he had ordered his forces to halt combat all along the front line in eastern Ukraine, as required in the Minsk agreement, but not near Debaltseve." "He also indicated that rebel forces would not allow the approximately 8,000 Ukrainian troops who are there to leave." - "“We will block all attempts to break out,” he said. “I have given the order.”"

Hann setir upp það sjónarspil - - að hann sé að virða vopnahléið, en heldur í reynd bardögum áfram - á þeim stað sem lögð er mest áhersla á að ná.

Síðan þegar Úkraínuher - óhjákvæmilega á einhverjum punkti - neyðist til að gera tilraun til þess að rjúfa umsátrið; en þ.e. best gert með því að her ráðist að umsátursliði að utan og liðið í umsátri samtímis geri tilraun til þess að brjótast út.

  • Þá mun -strengjabrúða Pútíns- Zakharchenko lísa yfir að vopnahléið sé rofið af Úkraínuher, og hefja allsherjar atlögu að nýju.
  • Þetta er algerlega fyrirsjáanlegt, vegna þess hve mikilvægur Debaltseve er, að auki Úkraínuher getur ekki einfaldlega -fórnað- 7-8.000 manna liði sem er í umsátri, án þess að gera góða tilraun til þess að ná þeim úr herkvínni.
  • Þetta veit auðvitað strengjabrúðan -eða þetta eru fyrirmæli frá Moskvu- og síðan munu netmiðlar sem styðja Moskvuvaldið - og netverjar sem styðja Moskvuvaldið - sem og fjölmiðlar undir stjórn Moskvuvaldsins í Rússlandi - - > Básúna að það sé Úkraínuher að kenna að vopnahléið sé rofið.
  • Þó það sé þegar rofið í dag - - með því að her sá sem Rússar halda uppi í A-Úkraínu, haldi bardögum áfram við Debaltseve.

 

Niðurstaða

Það virðist ætla að fara eins og ég sagði í gær, að vopnahléssamkomulagið væri ekki pappírsins virði. Þegar rofið á fyrstu klukkustundum, og flest bendi til þess að bardagar haldi áfram við bæinn Debaltseve - þrátt fyrir yfirlýsingu um vopnahlé. Það sé því einungis spurning um ef til vill - nokkra daga. Þar til allsherjar bardagar brjótast út að nýju. En Úkraínumenn, munu ekki geta horft á fjölmennt herlið vera slátrað í Debaltseve. Það vita vel stjórnendur hers þess sem berst við Úkraínumenn í A-Úkraínu. Þeir eru bersýnilega að setja upp það sjónarspil - að það verði Úkraínumenn sem að þeirra sögn, og að sögn rússneskra fjölmiðla sem og netmiðla sem styðja Rússa sem og netverja sem styðja Rússa; rjúfi vopnahléið. Þegar að það er þega rofið í dag, með því að her sá sem haldið er uppi í A-Úkraínu af rússneskum stjórnvöldum - - heldur atlögunni áfram við Debaltseve.

Þ.e. ljóst að Rússar ætla ekki að virða nein vopnahlé.

Þeir telja sig geta unnið í Úkraínu.

Evrópa verði að horfast í augu við það, að ef Úkaína er ekki studd, þá mun sá voða-atburður gerast, að Evrópuþjóð sé beigð í duftið af -rússnesku herliði- og hún neydd til þess að ganga þeim á hönd - - Pútín færi að nýju Úkraínu inn á sitt yfirráðasvæði.

Ef Pútín kemst upp með árás á eitt af fyrrum aðildarlöndum Sovétríkjanna, er eitthvað sem segir að hann geti ekki komist upp með atlögu að fleiri slíkum - - t.d. Eystrasaltlöndum?

 

Kv.


Bloggfærslur 15. febrúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 478
  • Frá upphafi: 847129

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 454
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband