Tyrkir að þjálfa íraska hermenn nærri borginni Mosul, þessu virðist beint gegn ISIS, en nýtur þó andstöðu Bagdad

Þetta er áhugaverð frétt, en það eru nokkur merkileg atriði við þetta:

  1. Hafa stjórnvöld í Bagdad mótmælt aðgerð Tyrkja.
  2. Á sama tíma, virðast tyrknesku hermennirnir vera að þjálfa Súnní araba - og njóta aðstoðar fyrrum landstjóra Ninawa héraðs; sem hrakinn var á brott af ISIS þegar Mosul féll 2014.
  3. M.ö.o. virðist aðgerðinni, beint gegn ISIS - - > Samtímis að hún nýtur alls ekki velvildar stjórnarinnar í Bagdad.
  • Vísbending um að Tyrkir séu að leika einhvern eigin leik.

Turkish soldiers training Iraqi troops near Mosul

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/iraq_pol-2009.jpg

Lausnin getur legið í því, að Tyrkir hafi áhuga á að gera S-Írak, að áhrifasvæði sínu

Athygli hefur vakið - meðan að samskipti Ankara og sýrlenskra Kúrda eru afar slæm, eru samskipti Ankara og íraskra Kúrda - afar góð.
En íraskir Kúrdar hafa fengið að flytja út olíu frá olíulindum er þeir ráða yfir, í gegnum pípu er liggur frá N-Írak, í gegnum Tyrkland, og síðan til tyrkneskrar hafna við Miðjarðarhaf.
Það getur vart gerst, nema að góð samskipti séu milli íraskra Kúrda og Ankara.

  1. "A statement from the Iraqi prime minister's media office confirmed that Turkish troops numbering "around one armed battalion with a number of tanks and cannons" had entered its territory near Mosul without request or permission from Baghdad authorities."
  2. "It called on the forces to leave immediately."
  • "In a separate statement flashed on state TV, the Iraqi foreign ministry called the Turkish activity "an incursion" and rejected any military operation that was not coordinated with the federal government."
  1. "A senior Kurdish military officer based on the Bashiqa front line, north of Mosul, said additional Turkish trainers had arrived at a camp in the area overnight on Thursday escorted by a Turkish protection force."
  2. "The camp is used by a force called Hashid Watani (national mobilization), which is made up of mainly Sunni Arab former Iraqi police and volunteers from Mosul."
  3. "It was formed by former governor Atheel al-Nujaifi, who is close to Turkey. There was already a small number of Turkish trainers there before this latest deployment..."

M.ö.o. virðist þetta ekki vera íslamista-hópur, sem Tyrkir eru að búa til.
Og vera undir stjórn fyrrum héraðsstjóra, sem sé tyrkjum handgenginn.
____________________________

Það væri unnt að ímynda sér þá framtíð þessa tiltekna svæðis - að Tyrkir efli þarna upp "anti ISIS" Súnní Múslima her, sem sé Tyrkjum handgenginn - í reynd tyrkneskir leppar.

Hafandi í huga að íraskir Kúrdar virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þeim sé fyrir bestu að hafa Tyrki góða.

Þá gæti þarna blasað við - - - > Tyrkneskt "protectorate" í ekki fjarlægri framtíð.

  1. Þá kannski verður auðveldar að skilja deilur Tyrkja og Rússa um Sýrland.
  2. Að máski sé sennilegar að þær deilur snúist um áhrifasvæði og völd, þ.e. að Tyrkir geti vel hugsað sér að efla innan Sýrlands á svæðum innan Sýrlands út frá landamærum Tyrklands - - sér handgengna aðila, sem séu háðir Tyrkjum um stuðning og vernd, annað "protectorate."
  • Ástæða þess að Tyrkir koma með allt öðrum hætti fram við sýrlenska Kúrda, sé þá sennilega sú að sýrlenskir Kúrdar hafi ekki enn ákveðið, að beigja sig fyrir Tyrkjum - eins og íraskir Kúrdar virðast hafa ákveðið.

 

Niðurstaða

Ankara getur verið að sjá tækifæri í niðurbroti Sýrlands, og niðurbroti Íraks --> Að gera svæði út frá landamærum Tyrklands í báðum ríkjum, sér handgenginn - - -> Þ.e. að fyrirbærinu "protectorate."

Sú útkoma þarf ekki að vera okkur á Vesturlöndum á móti skapi.
Þ.s. Tyrkir munu vilja þá hafa aðila á þeim svæðum -> Sem þeir geta stjórnað, eða, sem a.m.k. séu það þægir að það leiði nokkur veginn til sömu niðurstöðu.

Það sé sennilegt að Tyrkir hafi í því samhengi, áhuga á að sparka ISIS frá þeim svæðum.
En Sýrland hefur ítrekað talað um að skapa - verndarsvæði innan Sýrlands út frá eigin landamærum, og sennilega er undirbúa myndun eins slíks innan Íraks út frá eigin landamærum þar.

  • Ef þetta er rétt skilið, þá auðvitað er slík stefna <--> Beint á stefnu bæði Írans og Rússlands, að halda í sem mest af völdum Bagdad annars vegar og hins vegar Damaskus.

Þá verður Tyrkland í augum Pútíns - að ógn!
Þegar Tyrkland er að gera tilraun til að skapa í Sýrlandi og Írak --> Sitt eigið áhrifasvæði.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. desember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 847460

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 281
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband