Gríðarlegur hallarekstur vegna lágs olíuverðs neyðir Saudi Araba til niðurskurðar

Sá þessa frétt á veg Financial Times: Saudis unveil radical austerity programme.
Skv. fréttaskýringu Ft, þá var hallinn á ríkissjóð Saudi Arabíu, 367 milljarðar dollara.
Sem gerir 15% af þjóðarframleiðslu Saudi Arabíu að sögn FT.
Olíutekjur hafi verið 23% lægri en árið á undan, sem sé skýring hallans.

  1. Aðgerðir stjórnvalda, virðast fremur vægar - sbr. smávægilegar hækkanir á skattlagningu margvíslegra þátta.
  2. Ásamt nokkrum útgjaldaniðurskurði.
  • Þ.e. verið að íhuga að leggja á söluskatt.

Miðað við lesturinn - virðist skattlagning hafa verið afar lítil fram til þessa í konungsríki Sauda.

 

Sumir halda því fram að Saudar á sínum tíma hafi gert mistök, er þeir minnkuðu ekki framleiðslu - rétt áður en hrun varð á olíuverði fyrir rúmu ári

En ég bendi á að Saudar voru í reynd milli - steins og sleggju.

Ég er að vísa til upprisu svokallaðs "fracking" iðnaðar í Bandaríkjunum, er vinnur olíu og olíu-leirsteins lögum eða "oilshale."

En áður en olíuverð hrundi fyrir nærri einu og hálfu ári síðan, þá var sá iðnaður í mjög hröðum vexti - skammt virtist í að Bandaríkin yrðu sjálfum sér næg um olíu.

Að auki, var sá iðnaður farinn í útrás, farinn skoða sambærileg jarðlög í öðrum löndum, m.a. í nokkrum Evrópulöndum.

  1. Punkturinn er auðvitað sá - að þessi aukna framleiðsla, fyrirsjáanlega var að setja það háa olíuverð er var, þ.e. vel yfir 100 dollarar per fatið, undir vaxandi þrýsting.
  2. Nú, ef maður ímyndar sér að Saudar fyrir um einu og hálfu ári síðan, hefðu minnkað framleiðslu - til að viðhalda olíuverði í 100 dollurum +. Þá auðvitað blasir við - að framrás "fracking" fyrirtækjanna hefði haldið áfram af vaxandi krafti.
  3. Og framleiðsla frá þeim iðnaði hefði því vaxið enn frekar, og aftur sett olíuverð undir þrýsting - og þar með fært Sauda á sama stað, þ.e. minnka framleiðslu/eða láta olíuverð hrynja.
  4. Þannig hefði þetta getað gengið áfram -- koll af kolli, ef Saudar hefðu minnkað framleiðslu - -> Að það hefði einungis fært þá að næsta punkti, þegar sama spurning mundi aftur koma upp, og ef þeir hefðu aftur minnkað - hefði einungis verið til þess að sú spurning hefði aftur risið síðar að nýju.
  • Saudar hafa getað framreiknað sig - niður í mjög minnkaðar markaðshlutdeild, og þar með olíutekjur --> Og líklega hefði olíuverð hrunið samt fyrir rest.

Þannig að þetta hafi einfaldlega verið rétt ákvörðun Sauda - að halda sinni framleiðslu og markaðshlutdeild.
Og láta verðið - falla eins langt og það mun falla.

  • Lága verðið hefur klárlega hægt á þróun "fracking" iðnaðarins, sem nú er alveg stopp, vegna þess að framleiðsla borgar sig ekki á núverandi verðum.
  • Mörg fyrirtækin eru að rúlla, og verða tekin yfir af öðrum.

Það hafi ekki verið raunhæfur valkostur fyrir Sauda - að viðhalda verðlaginu.
Þeir hafi ekki raunverulega megnað að verja það!

 

Niðurstaða

Það má segja að Saudar hafi orðið fyrir barðinu á tækniþróun, það er þeirri er gerði það mögulegt að vinna olíu og jarðlögum, sem áður voru talin -óvinnanleg. Það er, olíuleirsteinslögum, eða "oilshale."

Það hafi verið sú eimreið er fór af stað í Bandaríkjunum - þ.e. "fracking" iðnaðurinn, er breytti markaðinum. Og hafi gert það að verkum, að Saudar hafi raunverulega ekki haft annan skárri valkost - en þann er þeir tóku, að halda sinni markaðshlutdeild og láta verðlag olíu hríðfalla - eins og það gerði.

Ekkert sem Saudar hafi getað gert, hafi getað gert nokkuð meira - en að fresta þeirri lækkun. En sú frestun hefði verið keypt með mun minnkaðri markaðshlutdeild Sauda.
Og það hefði getað endað - með enn minni olíutekjum.

  • Þetta auðvitað bitnar á Rússum einnig, og Venesúela.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. desember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 307
  • Frá upphafi: 847483

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband