Nýjar lækkanir verðlags olíu hljóta að vera slæmar fréttir fyrir Noreg

En skv. fréttum sunnudags, þá fór "Brent Crude" rétt niður fyrir 36$ fatið.
Það hafa borist fréttir af því að verulegar fjölda-uppsagnir hafi verið innan norska olíuiðnaðarins.

  1. Sannast sagna veit ég ekki - hvar "break even point" er fyrir norska olíuiðnaðinn.
  2. En sá gæti t.d. verið nærri 80$. Ég fullyrði það ekki. En sá er líklega hærri en sársaukamörk "fracking" iðnaðarins.
  3. Fyrir svokallaðan "fracking olíu-iðnað" virðist sá vera milli 50-60$ fatið.

Ef þetta er rétt hjá mér - þá eru það slæmar fregnir fyrir norska olíu-iðnaðinn.
Því að mér skilst að "fracking olíuiðnaðurinn" geti náð sér fremur fljótlega - en einhver fyrirtæki munu kaupa upp réttindi þeirra fyrirtækja er fara á hausinn fyrir slikk, og þeirra tækniþekkingu - þannig varðveita hana.

En "fracking" iðnaðurinn starfar á landi - og þau berglög sem hann var að vinna með, eru sennilega nær fullrannsökuð.
Það virðist afar sennilegt - að hann geti starfað við lægri kostnað.

En norski olíu-iðnaðurinn, með sína gríðarlegu borpalla og leiðslur sem liggja í land gjarnan langt frá sjó --> Þannig örugglega starfað við lægra olíuverð en norski olíu-iðnaðurinn.

  1. Punkturinn er sá - að það sennilega rökrétt þíðir, að ef eftir nokkur ár - olíuverð aftur fer að hækka.
  2. Þá grunar mig, að um leið og það fer yfir sársaukamörk "fracking" iðnaðarins - muni sá fremur skjótlega hefja að nýju dælingu og borun nýrra brunna.
  • Og geta þannig - fremur sennilega - dælt inn nægilegu magni af olíu, svo að markaðurinn mettist að nægilegu marki --> Þannig að olíuverð nái ekki að hækka nægilega mikið.
  • Svo að norski olíu-iðnaðurinn geti borið sig að nýju.

Þetta getur m.ö.o. þítt -- að norski olíuiðnaðurinn sé búinn að vera!
Að þetta sé alls ekki skammtímakreppa í Noregi - sem sé hafin hjá Norðmönnum.

Þetta er að sjálfsögðu einnig -ef rétt er ályktað- endapunktur fyrir olíudrauma Íslendinga djúpt í hafi fyrir Norðan land. Það geti farið að sú olía verði aldrei nýtt.

 

Niðurstaða

Mig er farið að gruna að Noregur sé kominn í raunverulegan vanda - ef ályktun mín er rétt að norski olíuiðnaðurinn sé fremur sennilega búinn að vera --> Af völdum þeirra tækniframfara er hafa gert "fracking" mögulegt, þannig það mögulegt að vinna olíu á landi úr víðfeðmum olíu leirsteins lögum sem víða má finna í heiminum.

Þetta eiginlega -- fullkomlega drepur þá kenningu að olíubirgðir heimsins sé að þrjóta.

Þá verð ég að ítreka ályktun mína er ég síðast fjallaði um þennan vanda Noregs --> Að norsku ofurlaunin séu sennilega á förum á næstunni: Ofurlaunin í Noregi geta verið búin á næsta ári.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. desember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 847473

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 294
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband