Svartfjallaland að ganga í NATO <--> Stjórnvöld Rússlands mótmæla

Svartfjallaland er í reynd með afskaplega merkilega sögu - sem nær aftur mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis. En þetta er eina landið á Balkanskaga sem aldrei laut Tyrkjum.
Ekki laut það heldur Austurríki/Ungverjalandi keisaradæminu.

  • Rétt að benda á að landið var ekki alltaf í núverandi stærð.

Af hverju ætli að Rússar séu að mótmæla?
Góð spurning - því það blasir ekki við nein góð ástæða!

Þó að Svartfjallaland hafi tilheyrt Serbíu frá lokum Fyrra Stríðs, er sambandsríkið Júgóslavía var stofnað, auk þess að Svartfellingar fengu ekki að vera sjálfstæðishérað í því sambandsríki heldur voru felldir undir Serbíu sem hérað þar.
*Þá var hvað gerðist, að Serbía afnam mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis Svartfjallalands.

Sem þíðir ekki að það hafi verið sérstakur vilji Svartfellinga, að glata sínu sjálfstæði.
En NATO aðild Svartfellinga <--> Mun óneitanlega styrkja þeirra sjálfstæði frá Serbíu.

En það ætti þó að sjást að út frá hagsmunum Serbíu, er ákaflega hentugt að Svartfellingar tilheyri þeim - séu ekki sjálfstæðir; því þá er Serbía ekki landlukt.

http://mapregion.com/wp-content/uploads/2015/10/mapofmontenegro-jpg.jpg

Ég held að klárt sé að Ísland og Íslendingar eigi að styðja Svartfellinga í þessu máli!

Það er klárt að Svartfellingar vilja aðildina að NATO - - núverandi leiðtogi Svartfellinga fer heldur betur fögum orðum um NATO þjóðir!
Milo Djukanovic:Montenegro is entering the exclusive circle of states which are synonymous with the highest values of modern civilisation,

Höfum í huga, að í augum Svartfellinga - lítur fortíðin dálítið öðruvísi út, en Serbar setja hana gjarnan fram
Serbar gjarnan sjá Júgóslavíu samandsríkið í nokkrum ljóma, því þá voru áhrif Serba mun meiri en í dag.
Vissan hátt mini útgáfa af söknuðu Rússa yfir hruni Sovétríkjanna.

*En fyrir Svartfellinga, þá voru þeir sviknir.
En Svartfjallaland var hluti af bandalagi Vesturvelda og Rússlands gegn Þýska keisaradæminu og Austurríki Ungverjalandi.
Bæði löndin, Serbía og Svartfjallaland voru hernumin af her Austurríkis-Ungverjalands.
*En 1918 var Svartfjallaland lagt niður, og fært undir Serbíu.
Konungurinn af Svartfjallalandi samþykkti aldrei þann gerning, hann var þá staddur í Frakklandi ásamt útlagastjórn landsins sem ekki samþykkti gerninginn heldur - fjölmenn mótmæli og skæruhernaður brutust síðan út í Svartfjallalandi í kjölfarið.
*Svartfjallaland er hafði verið sjálfstætt samfellt í árhundruð, innlimað og fært undir Serbíu. Síðan þegar fljótlega á eftir Júgóslavía var stofnuð, fengu Svartfellingar ekki að vera eitt af fylkjum Júgóslavíu, heldur voru með þann lægri bás - að vera hérað í Serbíu.

  • Svartfellingar notfærðu sér síðan, ósigur Serbíu til að hrifsa til sína - raunverulegt sjálfstæði 1996.
  • Áratug síðar, eftir margra ára samninga við Serbíu - fór fram almenn atkvæðagreiðsla Svartfellinga, sem lauk með samþykki meirihluta íbúa fyrir formlegu sjálfstæði.


Viðbrögð Rússa á þá leið að Svartfellingar verði nú að ógn

"Russia’s foreign ministry...“openly confrontational step, fraught with further destabilising consequences for the Euro-Atlantic security system”... NATO “once again confirmed the immutability of its commitment to reckless expansion of its geopolitical space,artificial division of states into ‘us’ and ‘them’, and promoting ideas about its own security at the expense of the security of others”

"Dmitry Peskov, spokesman for President Vladimir Putin - “Moscow has always said that the continued expansion of Nato, of Nato military infrastructure in the east, cannot but lead to a response from the east, that is from Russia,"

"Viktor Ozerov, head of the committee on defence and security in Russia’s upper house - “For Russia, Montenegro is becoming a potential participant in а threat to the security of our country,”"

  1. Best að ítreka, að Svartfellingar klárlega sjálfir vilja þessa aðild.
  2. NATO hefur nú formlega boðið þeim aðild, þannig að Svartfellingar sjálfir þurfa aðeins að samþykkja boðið.
  3. NATO lönd stundum senda þannig boð, þegar fulltrúi viðkomandi lands hefur rætt við fulltrúa einstakra meðlima - óformlega, og rætt mögulega aðild.
  4. NATO hefur aldrei neytt neitt land til aðildar - þarf formlegt samþykki hvers lands, eins og það þurfti formlegt samþykki Íslands 1949.

Það sem þetta sýnir ákaflega vel - eina ferðina enn.
Að Rússar eru ekkert sérstaklega áhugasamir um vilja þeirra þjóða sem ganga í NATO.
Skv. frásögn Rússa eða þeirra er ráða í Kreml, og stuðningsmanna þeirra, þá er aðild sérhvers nýs Evrópulands að NATO - - form af ofbeldi NATO gegn Rússlandi.
Það virðist engu máli skipta, að í sérhverju tilviki síðan 1991, var það vilji viðkomandi þjóðar að fá aðild að NATO.

M.ö.o. eru Rússar í reynd eru rússneskir ráðamenn <--> Að forsmá sjálfstæðan rétt, þeirra landa er hvert í sínu lagi, út frá sínu mati á sínum hagsmunum - sannarlega ekki út frá þeirra mati á hagsmunum Rússlands, heldur mati á sínum hagsmunum <--> Tóku sína ákvörðun.

  • Ísland, og Íslendingar, hljóta að verja --> Prinsippið um sjálfsákvörðunarrétt!

 

Niðurstaða

Það er nefnilega lóðið, vandamálið er undirliggur andstöðu Rússa við aðild þeirra þjóða er gengið hafa í NATO eftir 1991 <--> Að rússneskir ráðamenn, einfaldlega bera ekki nokkra virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þeirra þjóða.
Þegar þeir tala um ákvörðun þeirra þjóða - sem atlögu að Rússlandi.
Þá samtímis eru þeir í hvert sinn, að forsmá þann sjálfstæða vilja hverra af þeim þjóðum, er á sínum tíma tók sína ákvörðun í samræmi við - eigið hagsmunamat.

Krafan um að - tekið sé tillit til hagsmuna Rússa! Er í reynd ekkert minna en, krafa um að stjórnvöld í Rússlandi - megi hlutast til um sjálfstæði þeirra landa!

Er það því nokkur furða!
Að Evrópuþjóð eftir Evrópuþjóð, haldi áfram að taka þessa ákvörðun?

Ef rússneskir Ráðamenn halda að þeir séu að spyrna við.
Þá eru þeirra áhrif líklega frekar að hvetja þau lönd er enn eru áhugasöm um aðild, frekar en að letja!

Því hræddari sem þær þjóðir eru við Kreml - því stærri er löngun þeirra eftir aðild.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. desember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 847468

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 289
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband