Útfærsla refsiaðgerða Rússlands á Tyrkland - gæti falið í sér stórt sjálfsmark fyrir Rússland

Josh Cohen hjá Reuters, vakti athygli á þessu: If Vladimir Putin carries through on latest threats, it would only hurt Russia.

I. Fyrst er það gasleiðslan sem Pútín var að íhuga að reisa sem á að liggja í gegnum Tyrkland, svo áfram til Suður Evrópu: Þetta var hugsað að mundi koma í stað svokallaðrar "South-stream" leiðslu, sem átti að liggja frá Rússlandi í gegnum Suður Evrópu, en Rússland eða nánar tiltekið GAZPROM -þó það sé sami hluturinn- hætti við á sl. ári. Eftir að hafa lent í lagadeilum við Framkvæmdastjórn ESB um fyrirhugað viðskiptafyrirkomulag, sem gilda átti um leiðsluna.

Vandamál Rússlands er auðvitað, að ca. 25% af gasflæði frá Rússlandi til V-evrópskra kaupenda - liggur í gegnum Úkraínu.
Þ.e. auðvitað verra vandamál en áður, eftir að samskipti landanna versnuðu með ákaflega eftirminnilegum hætti - sbr. Rússland innlimaði Krímskaga, og fór að styðja vopnaðan her óvinveittan stjórnvöldum í Kíev, á hluta landsvæðis Úkraínu. Hvort tveggja aðgerðir sem vanalega flokkast undir "acts of war."
Síðan er Rússland eða GAZPROM í deilu um 3 milljarða dollara skuld, sem fallin er á gjalddaga - í kaldhæðni örlaga, er þetta fé sem fyrrum forseti Úkraínu fékk frá Pútín, fyrir að skrifa undir samning við Rússland, er hefði takmarkað mjög mikið raunverulegt sjálfstæði Úkraínu --> Sem útskýrir af hverju, það varð þessi bylgja mótmæla í landinu, og einnig það að hún fékk á sig afar sterkan þjóðernis sinnaðan blæ, er lyktaði fyrir rest með falli forseta landsins og ríkisstj. landsins.

Þetta er auðvitað af hverju - núverandi stjv. í Kíev, líta á þessa 3ma.dollara skuld, sem nokkurs konar blóðpeninga, og sú deila gæti raunverulega farið í hart - - með þeim hætti, að Rússland skrúfi fyrir gas til Úkraínu --> Og Úkraína á móti haldi eftir gasi sem streymir í gegnum landið; þannig að raunveruleg áhrif væri að Rússland missti af tekjum af sölu til 25% af sínum kaupendum í V-Evrópu.
Þetta þíðir auðvitað, að Kíev - hefur sterkt spil á hendi.

  1. Frá sjónarhóli Pútíns, þá er það bagalegt að fjórðungur af gasi til kaupenda í V-Evrópu, verði að fara í gegnum leiðsluna er liggur í gegnum Úkraínu.
  2. Rússland hefur ný áform, "Nord-Stream 2" sem væri ný leiðsla eftir botni Eystrasalts framhjá Póllandi og Eystrasaltlöndum, beint til Þýskalands - við hlið núverandi leiðslu sem ekki hefur næga flutningsgetu --> En afar óvíst er að sú komist á koppinn. Þ.s. hún mætir einbeittri andstöðu Eystrasaltlandanna, Póllands og Svíþjóðar. Þau lönd geta sameiginlega haft næg áhrif í Brussel, til að stöðva málið.
  • Ef við gefum okkur, að sú leiðsla komist ekki á koppinn.
  • Þá er fyrirhugaða leiðslan í gegnum Tyrkland - eina leiðin sem eftir er, sem gæti dugað til að losa Rússa við tappann í Úkraínu.
  • Tyrkland fengi "transit fees" og leiðslan mundi síðan flytja gas til í gegnum S-Evr., einnig til kaupenda í S-Evr., ríki sem ólíkleg væru að beita sér gegn áformaðri leiðslu - innan Brussel. Þessi leiðsla gæti því haft að öðru leiti, ágæta möguleika á að geta komist á koppinn.

Ef Pútín hættir við þessi áform.
Þá sé erfitt að sjá annað en að Rússland sjálft tapi meir á því an Tyrkland.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_trans-2006.jpg

II. Síðan er það fyrirhuguð kjarnorkuver, sem ROSATOM hefur samþykkt að reisa í Tyrklandi, áætlaður kostnaður, 20 milljarðar Dollara: Þetta sé ákaflega ábatasamur samningur fyrir ROSATOM, þar með Rússland.

  1. Fyrsta lagi mundi ROSATOM sjá um rekstur kjarnorkuveranna.
  2. Sem þíðir, að ROSATOM væri eigandi þeirra, og þar með seljandi þeirrar orku sem þau mundu framleiða, svo lengi sem þau mundu vera rekin - við erum að tala um áratugi.
  3. Skv. spá um framtíðar raforkuþörf í Tyrklandi, er talið að vöxtur verði 7% á hverju ári til 2023.
  4. Þessi samningur að auki tryggir, að Rússland eða nánar tiltekið ROSATOM - er einnig eigandi allra hliðarafurða er verða til í kjarnorkuverunum. Þó það sé neikvæð hlið á því, kjarnorku-úrgangur; þá er önnur hlið þar einnig - þ.e. að sá samningur einnig hindrar Tyrki í að nota þessi kjarnorkuver í því skyni að afla sér "Plútóníums" fyrir hugsanlegar kjarnorkusprengjur.
  5. Þannig tryggir Rússland <--> Að Tyrkland geti ekki beitt þeim kjarnorkuverum, í því skyni - að verða hugsanlega kjarnorkuveldi sjálft í framtíðinni, og þar með enn varasamari keppinautur fyrir Rússland, en í dag.
  • Mjög sennilegt er, að ef Pútín afskrifar þennan <--> Ábatasama samning, að þá verði margir aðilar til í að selja Tyrkjum kjarnorkuver, allt frá bandarískum aðilum - yfir í kínverska - eða japanska - eða franska.
  • Tyrkir muni ekki eiga í neinum vandræðum með að útvega sér aðila er væru tilbúnir í að reisa kjarnorkuver í Tyrklandi.

Það sé því afar erfitt að sjá annað en rétt sé.
Að það væri eigið sjálfsmark Pútíns, að slá þennan samning af.

 

 

Niðurstaða

Rétt að árétta hvað ég hef áður bent á, að staða Tyrklands í deilu við Rússland um Sýrland, og Mið-austurlönd; er afar sterk. Þarna ræður landafræðin miklu - það að Tyrkland ræður yfir sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs; og getur afar auðveldlega lokað þeim fyrir umferð rússneskra skipa. Aðgerð er á skammri stundu, mundi gera það nær óframkvæmanlegt fyrir Rússa, að viðhalda aðgerðum sínum innan Sýrlands.
Eins og sést á fréttum, sjá Tyrkir enga ástæðu til að gefa neitt eftir. Enda út frá hernaðarlegu sjónarmiði - er engin ástæða til. Þar sem Tyrkir eiga alls kosti, með yfrið nægilega sterkan flugher heima fyrir, til að geta skotið á skömmun tíma, niður hverja einustu rússn. vél í Sýrlandi - og væri S-400 eldflaugakerið þar um, engin hindrun. En Tyrkir eiga nóg af HARM flugskeytum er eyðileggja radara, og einnig "multispectrum jammers" er geta truflað radara á öllum bylgjusviðum. 2-flugsveitir búnar "jammer pods" og "HARM" flugskeytum gætu á skammri stundu eyðilagt þetta loftvarnarkerfi.
Fyrir utan, að þeir geta lokað sundunum, og án þess að hleypa af skoti - ónýtt aðgerð Rússa.

Það sem mér í reynd finnst merkilegt <--> Er að Pútín hafi ekki enn beygt sig fyrir veruleikanum, að staða Rússlands innan Sýrlands, sé algerlega komin undir góðvilja Tyrkja.

Það sé ekki til sú hótun sem Rússar geta beitt, sem mundi augljóslega breyta stöðunni Rússlandi í vil.

Ég á því enn von á því, að á endanum <--> Gefi Pútín eftir gagnvart Tyrklandi.
Sennilega séu viðræður í gangi milli embættismanna, þó það detti ekki inn í fjölmiðla.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. desember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 281
  • Frá upphafi: 847457

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 278
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband