Financial Times gerði áhugaverða rannsókn á því hvaðan ISIS aflar sér skotfæra

Niðurstaðan virðist að mesta magnið afli ISIS sér í gegnum sýrlenska vopnasala, en einnig afli ISIS sér skotfæra í gegnum íraska vopnasala.
Vopnasalarnir virðast vera - millimenn, þ.e. seljendur sem þeir kaupa af, sjá aldrei - né vita af - endanlegum kaupendum.
Og vopnasalarnir eingöngu selja þeim sem eiga peninga.

Isis: The munitions trail

ISIS virðist mest nota rússneska hríðskotaryffla - Kalashnikov.
Sennilega vegna þess hve framboð er mikið í Mið-Austurlöndum af skotfærum fyrir þau vopn.

Rússneskar þungar vélbyssur virðast einnig vinsælastar meðal ISIS, af þyngri vopnum - sennilega aftur af sömu ástæðu, vegna þess hve mikið sé af skotfærabyrgðum fyrir þau vopn liggjandi um Mið-Austurlönd.

Mér finnst það áhugavert - að ISIS hafi ekki kosið að nota M16 Rifflana sem þeir náðu miklum fjölda af árið 2014 í Írak. En sennilega vegna þess hve Sovétríkin voru rosalega dugleg við að dreifa miklu magni af sínum gömlu vopnum, og byrgðum af skotfærum í Kaldastríðinu.

Þá sé samt mun hagstæðara að nota gömlu sovésku/rússnesku vopnin.

Örugglega ekkert annað ræða hjá ISIS en ískaldan hagkvæmnis reikning.

  1. En það þíðir, að aðgangur að birgðum sé bestur í gegnum spillta aðila, sem selja vopn úr skotfærabirgðum eigin herja <-> en gríðarlegar birgðir af gömlum skotfærum eru til staðar frá Sovéttímanum í Sýrlandi og Írak. Sennilega eftir 4 ár af stríði, algert efnahagslegt niðurbrot <-> Þá selja sjálfsagt margir sem hafa aðgang að vopnabirgðum, skotfæri - til að eiga fyrir mat fyrir eigin fjölskyldur. Það þarf ekki endilega að vera fjárplógsstarsemi - þó að slíkt sé reyndar klassískur vandi. Að selt sé úr skotfærageymslum, ef ekki er nægilegt eftirlit - eða ef spilling í landi er of útbreitt.
  2. Bæði Írak og Sýrland eru alræmd fyrir einmitt landlæga spillingu - svo bætist við niðurbrot landanna, og sú örvænting margra sem fylgir því efnahagslega niðurbroti er þá verður.

Höfum í huga <--> Það þarf ekki að vera að sýrlensku vopnasalarnir kaupi skotfæri eingöngu innan eigin lands, af spilltum aðilum tengdum varðveislu skotfæra eða hermönnum sem vantar aukapening.
Það eru einnig ágætir möguleikar að þeir versli víðar, t.d. getur vel verið að næg spilling sé innan egypska hersins - til þess að gömul rússnesk skotfæri streymi þaðan. En sennilega á ekkert land í Mið-Austurlöndum meir af gömlum skotfærum en einmitt egypski herinn.
Hann er einmitt alræmdur fyrir spillingu <-> Enginn utanaðkomandi hefur eftirlit með honum, það eru örugglega margir spilltir birgðastjórar þar.

Það þíðir ekki að kaupa af Saudi Arabíu - Tyrklandi - Jórdaníu -> Því þau lönd eiga engar byrgðir af rússn. skotfærum.
Sama á við um - Íran.

  • Það segir áhugaverða sögu um spillinguna á svæðum þ.s. ISIS starfar, að þrátt fyrir að ISIS sé óvinur hvort tveggja ríkisstjórna Íraks og Sýrlands - þá samt kjósi ISIS að beita einna helst; gömlum sovésk smíðuðum vopnum, sem þá þá þurfa stöðugt framboð af sovésk smíðuðum skotfærum.

Þau er einungis unnt að fá frá - þeim löndum hvar sovésk smíðuð vopn voru notuð af herjum viðkomandi.
Lýbýa er sennilega of langt í burtu, Egyptaland er á milli.

Svo við erum að tala um: Sýrland sjálft, skotfærabirgðir stjórnarhersins sem leki á svarta markaðinn, einnig í Írak <-> Svo gætu skotfærabirðir egypska hersins komið til greina sem uppspretta.

 

Niðurstaða

Þetta er sjálfsagt ekki hvað vinir sýrlandsstjórnar vildu helst heyra. Að birgðastöðvar sýrlenska hersins séu lekar eins og gatasigti. Og hugsanlega einnig smærri birgðastaðir, nær víggstöðum - þegar einstakir hermenn væntanlega selja skotfæri til að afla sér aukapenings.

Vegna þess að seljendur sjá aldrei né þekkja kaupendur.
Þá væntanlega geta þeir lokað augunum fyrir því - hver líklegur kaupandi sé.

Sama sennilega eigi við um skotfærabirgðir íraska hersins.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 486
  • Frá upphafi: 847137

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband