Hvað ætli að Pútín sé nú að plotta, með yfirlýsingum um stuðning við Frakka og formlegri viðurkenningu þess að ISIS grandaði rússnesku farþegavélinni?

Mér finnst loftárásir Frakka á Raqqa, lykta meir af - pólitík. En raunverulegum hernaðarlegum tilgangi. Borg sem fyrir borgarastríð hafði um 300þ. íbúa.
Það getur vart verið að ISIS hafi ekki reiknað með því, að ráðist yrði á Raqqa.
Vegna þess að borgin er þekkt sem höfuðborg "íslamska ríkisins."
Þannig að mjög sennilega hafi ISIS þegar fært frá Raqqa allt sem skipti máli.

Spurning hvaða leik - - Pútín er að spila!

Putin orders Russian forces to work with French ‘allies’ in Syria

En skv. tilkynningu rússneskra stjórnvalda - þá hefur rússnesku herliði í Sýrlandi verið skipað að veita Frökkum alla þá aðstoð sem þeir vilja þiggja, í aðgerðum gegn ISIS.

Putin vows payback after confirmation of Egypt plane bomb

Og sama dag, kynna rússnesk stjórnvöld að þau hafi nú sannanir fyrir því, að Airbus 321 vélin í eigu rússnesks flugfélags er fórst mínútum eftir flugtak frá Sharm el Sheikh á Sínæ skaga í Egyptalandi <--> Hafi verið sprengd af sprengju er hafi verið falin innan borðs.
Haft er eftir Pútín - að Rússar muni elta þá sem bera ábyrgð á ódæðinu, og að þeir muni hvergi vera óhultir á plánetunni.
________________

Það er örugglega ekki tilviljun <-> Að rússnesk stjórnvöld segja formlega frá því að vélin hafi verið sprengd.
Í kjölfar atburðarins í París sl. föstudagskvöld <-> Og í kjölfar þess, að Hollande hefur fyrirskipað sérstakar refsi-árásir gegn ISIS í kjölfarið.

  1. Pútín er greinilega að róa að því öllum árum, að endurreisa a.m.k. að hluta, það samstarf sem var til staðar, milli NATO landa og Rússlands, áður en deilurnar um A-Úkraínu hófust.
  2. Spurning hvað það þíðir fyrir, A-Úkraínu. En við skulum ekki gefa okkur, að þessar kringumstæður - styrki stöðu Pútíns endilega í því máli. Það sé frekar eins og að Pútín, sé einhverju leiti að leitast við að - laga samskiptin aftur til baka.
  3. Það gæti einmitt þítt - að Pútín sé smám saman að fjarlægja sig þeim átökum. Sem hugsanlega þíði - að hann sé að undirbúa það, að gefa A-Úkraínu alfarið eftir.
  4. Hugsanlega, sé hann að vonast eftir því, að reiðibylgja innan Rússlands - gagnvart ISIS. Geti veitt honum skjól fyrir slíka ákvörðun - sérstaklega, ef hann getur sínt fram á, að tilraun hans til að - fá NATO þjóðir í lið með sér, í svokölluðu -bandalagi gegn ISIS- sé að virka.
  • En ég hef ekki trú á því, að hann geti sannfært NATO þjóðir um það - að rússn. aðstoð sé það mikilvæg í Sýrlandi. Að það sé þess virði fyrir NATO þjóðir - að gefa eftir að sínu leiti í þeirri deilu.
  • Aftur á móti, þurfi Pútín á því að halda, að NATO þjóðir - samþykki fyrir sitt leiti - að Assad fái áfram að vera. Þannig, að Pútín haldi sínum bandamanni - og lepp. Enda hafa NATO þjóðir verið að veita uppreisnarmönnum, nokkra aðstoð. Og sé í lófa lagið að auka á þá aðstoð - ef þeim sýnist svo.

Það geti einfaldlega verið <--> Að það sé mikilvægara í augum Pútíns. Að halda aðstöðunni á strönd Sýrlands, þ.e. einu flota-aðstöðu Rússlands við Miðjarðarhaf í borginni Tartus, og herflugvellinum við Ladakia.
En að gera tilraun við að - keppa við NATO um A-Úkraínu.
________________

Það geti verið stutt í það - að NATO þjóðir formlega samþykki, lágmarks þarfir Rússlands - að halda strandhéröðum Sýrlands þ.s. borgirnar Tartus og Ladakia eru.

Og það má vera að í staðinn - gefi Pútín A-Úkraínu eftir.

 

Niðurstaða
Mig grunar eins og marga, að plott sé í gangi milli Pútíns og NATO þjóða, þ.s. prúttað sé um A-Úkraínu og Sýrland - á sama tíma. En öfugt við það sem sumir -aðdáendur Pútíns virðast halda- þá tel ég stöðu Rússlands augljóst verulega veikari. Pútín sé sannarlega leitast við að spila sína hönd eins og hann getur, en hann á endanum - haldi á veikari spilum.
Það þíði, að á endanum, þurfi hann að - gefa eftir annaðhvort aðstöðu Rússlands í Sýrlandi, eða, uppreisnarmenn í A-Úkraínu.

Ef Pútín á að geta fengið aftur til baka, a.m.k. að einhverju leiti, þá samvinnu sem til staðar var milli Rússlands og NATO, áður en átökin um A-Úkraínu hófust.
Og binda hugsanlega endi á refsiaðgerðir NATO þjóða.

Sennilegar sé, að Pútín gefi A-Úkraínu eftir, gegn því að halda Assad og herstöðvunum í strandhéröðum Sýrlands - og losna við refsiaðgerðir NATO. En að það þveröfuga gerist, að hann gefi eftir Assad og aðstöðuna í Sýrlandi. En þá sé líklegar að hann losni við refsiaðgerðir NATO landa.

Það má vera - að nú þegar Pútín hefur formlega viðurkennt að ISIS hafi grandað rússnesku farþégavélinni. Sé við það að hefjast - ný fjölmiðlaherferð í Rússlandi. Sem verði ætlað að skapa reiðibylgju innan Rússlands - gagnvart ISIS.

Á sama tíma, verði alger þögn í rússneskum fjölmiðlum um A-Úkraínu. Og líklega þegar sá tími kemur, að Rússland formlega - sker á tengslin við uppreisnarmenn. Þá muni það sennilega ekki rata í rússneska pressuna <-> Sem verði í staðinn, stöðugt að básúna um aðgerðir gegn ISIS.

  • Þannig verði stríðið gegn ISIS - að "diversion" fyrir rússneskan almenning, svo hann veiti því ekki athygli - að Pútín hafi selt uppreisnarmenn.
  • Síðar muni hann kynnt það sem "triumph" hans að refsiaðgerðirnar séu fyrir bý.

 

Kv.


Bloggfærslur 17. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 847040

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 377
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband