Assad virðist hafa misst öll raunveruleg völd innan Sýrlands. Stjórn hans þegar hrunin!

Þetta má lesa út úr mjög merkilegri fréttaskýringu Der Spiegel: Why Assad Has Turned to Moscow for Help. Íranar virðast einfaldlega haga sér sem stjórnendur Sýrlands. Stjórnarherinn virðist stórum hluta niðurbrotinn. Meðan að -herflokkar- eða "militias" sem Íranar hafa þjálfað, í vaxandi mæli komi í staðinn.
Spiegel segir frá 3-merkilegum atburðum, sem sýna fram á hvernig Íranar virðast nú stjórna landinu, og ekki hirða lengur um að - hafa formleg stjórnvöld landsins með í ráðum.

Merkilegasti atburðurinn er án efa, sérstakt friðarsamkomulag sem Íranar virðast hafa gert við uppreisnarmenn, án þess að ræða það við Assad:

  1. Í júlí 2015, virðast Íranar hafa gert samkomulag við uppreisnarmenn, sem ráða Idlib héraði - - vegna borgarinnar Zabatani við landamæri Lýbanon, sem var þá enn undir stjórn uppreisnarmanna, en hafði verið umkringd Hesbolla liðum í 2 ár:
    "At the beginning of July, Hezbollah began a large-scale offensive against Zabadani." - "In response, rebels in Idlib laid siege to, and began firing on, the villages Fua and Kafraya, where more than 10,000 members of the Shiite minority live." - "Tehran then stepped in and began negotiating directly with the Syrian rebels, including the Nusra Front. The leadership in Damascus was not involved in the talks." - "A deal was reached that went much further than anything that Assad has ever agreed to with the rebels." - "The cease-fire calls for all Sunnis currently living in Zabadani to leave the city in the direction of Idlib. " - "In return, the Shiites in Fua and Kafraya will be allowed to resettle to the south." - "The cease-fire would be valid in a whole series of towns and villages in the area and the deal calls for the region's airspace to be made off-limits to the Syrian regime's jets and helicopters as a kind of local no-fly zone."
  2. Þetta er óneitanlega afar merkileg atburðarás - að Íranar semji beint við uppreisnarmenn er hertóku allt Idlib hérað fyrr á árinu, um skipti á íbúum. Þetta eru í reynd þjóðernis-hreinsanir. Að Súnní hluti íbúa borgarinnar Zabatani fari og fái að ferðast óáreittir yfir til svæða undir stjórn uppreisnarmanna. Og á móti, fái Shítar er er búa í tveim bægjum sem standi höllum fæti gagnvart sókn uppreisnarmanna, að færa sig yfir í hina áttina - til svæðisins við landamæri Lýbanon. Má velta fyrir sér - hvort að skipting Sýrland sé með þessum hætti, að hefjast.
  • Síðan virðast Íranar hafa tekið af lífi vinsælan áður áhrifamikinn herforingja í Sýrlandsher, sem hafði veitt inngripum Írana - andstöðu:
    "Last December, General Rustum Ghazaleh, head of the Syrian Political Security Directorate, had his own estate just south of Damascus blown up and also had the event filmed." - "The video, backed by melodramatic music and pledges of allegiance to Assad, was then posted online." - "Not long later, Ghazaleh was beat to death by henchmen from the Syrian secret service, two Iranians among them." - "The reason: Ghazaleh's resistance to the Shiite militias, with whom he had refused any kind of cooperation." - "The Iranian's had allegedly wanted to use his villa as its headquarters, which is why Ghazaleh had it destroyed."
    - Þarna koma vísbendingar um að Íranar nú stjórni leyniþjónustu Sýrlands.
  • Svo virðast Íranar, hafa Assad á valdi sínu - geta hvenær sem er, tekið hann af lífi ef út í þ.e. farið:
    "In July, it was the turn of General Dhu al-Himma Shalish, the decades-long head of the Presidential Guard and a close relative of Assad's." - "...his recent demotion would seem to have little to do with his corrupt business practices and more to do with his role as head of the Presidential Guard." - ""Since Shalish's departure, the Iranians have direct, physical access to Bashar," says a European diplomat with long-time contacts to Damascus. Assad is now being protected by the Iranians and they could easily get rid of him if they wanted."
    Íranar hafa m.ö.o. tekið yfir, persónulega gæslu á Assad, má þannig segja hann -de facto- í þeirra stofufangelsi, valdalausa í reynd fígúru orðna.

Spiegel segir frá ýmsu öðru, eins og því, að nú kenni trúarskólar í Sýrlandi, eingöngu kennisetningar - Shíta.
Þannig að íranski lýðveldisvörðurinn, hafi tekið yfir trúarkennslu innan Sýrlands.
Hesbollah - stjórni í reynd svæðum innan Sýrlands, við landamæri Lýbanon.

Síðan ef marka má - - Reuters, þá var það íranskur herforingi, sem -plottaði- með rússneskum herforingjum, þátttöku Rússlands nú í stríðinu innan Sýrlands: How Iranian general plotted out Syrian assault in Moscow.

Einungis eftir að allt málið var frágengið milli Írana og Rússa - hafi formleg beiðni Assads um aðstoð, verið send.

Þetta undirstriki aftur ástand fullkomins valdaleysis, Assads.
Stjórn Assads sé í reynd búinn að vera.
Það sé nú Íran -annars vegar- og Rússland -hins vegar- sem plotta sín á milli, um framtíð þess litla hluta lands sem enn er ekki annað af tvennu, undir yfirráðum ISIS eða yfirráðum annarra uppreisnarhópa.

 

Niðurstaða

Leyfarnar af Sýrlandi, virðast nú undir eiginlega -beinni stjórn Rússa og Írana. Stjórn Assad sé reynd hrunin, valdalaus orðin með öllu. Með þau 20% landsins, sem ekki er enn stjórnað annað af tvennu af ISIS eða öðrum uppreisnarmönnum - ráðskist Íranar og Rússar, meðan að stjórnin í Damascus virðist eingöngu orðin að -stimpilpúða.- Þegar Íranar - Rússar hafa tekið ákvörðun, formlega veiti Assad samþykki sitt, og þannig það lögmæti að formlega er hann enn við völd, sem forseti landsins.
__________
Hvað takmarkað friðarsamkomulag Írana og uppreisnarmanna merkir í stærra samhenginu er alls ekki gott að segja, en það má ef til vill túlka það svo - að Íranar séu hættir að reikna með því að endanlegur sigur vinnist, heldur séu þeir að vinna að einhvers konar "Plan B" sem gæti útlaggst svo, að tryggja framtíðar yfirráð svæða næst landamærum Lýbanon - Shíta væðing þeirra sé hluti af slíkri óformlegri áætlun.
Meðan að Rússar vilji forða falli strandsvæða Sýrlands, þ.s. Alavi fólkið einkum býr - og Rússar hafa flotastöð í Tartus og nú einnig herstöð við borgina Ladakia, Alavi fólkið væri sennilega vinveitt þeirra yfirráðum - sem gæti orðið rússn. "protectorate."

  • Það má vera að markmið beggja landa, séu nú orðin þetta takmörkuð.
  • Þannig að formleg skipting Sýrlands ef til vill, liggi þegar sterklega í loftinu.

 

Kv.


Áhugavert að uppreisnarmen í A-Úkraínu, hafa formlega aflýst kosningum sem þeir sögðust ætla halda þann 18/10 nk.

Ég ætla að túlka þetta þannig, að Pútín vilji alls ekki hætta á ný átök í Úkraínu, núna þegar hann er að hefja herferð í Sýrlandi. En mér virtist ljót að hætta væri á að kosning uppreisnarmanna, mundi geta leitt til stríðs að nýju.
En þeir hafa hingað til ætíð beitt -sovéskri aðferð- við sínar kosningar, þ.e. einungis eitt framboð heimilað að bjóða sig fram, m.ö.o. ekkert andstöðu framboð heimilað.
Mér virðist ljóst, að Pútín hljóti að hafa beitt þá þrýstingi, að falla frá því að halda þær fyrirhuguðu kosningar á þessu ári.

Tensions ease as Ukraine rebels agree to scrap election

"Rebel representatives said they were postponing elections planned for October 18 and November 1 in Donetsk and Luhansk until next year, according to the Donetsk-based DAN news agency."

Þetta virðist þó ekki benda til þess, að Pútín sé að afskrifa - uppreisnarmenn.
Heldur velji hann, að láta mál liggja kyrr - sennilega í von um að engin ný átök standi yfir í Úkraínu meðan að það hentar Pútín ekki, að standa í slíku.

 

Af hverju hentar það ekki fyrir Pútín að ný átök fari fram í A-Úkraínu?

Russian Soldiers Join Syria Fight :"Although President Vladimir V. Putin of Russia said he would not put troops in Syria, the plan for so-called volunteers was disclosed Monday by his top military liaison to the Parliament, Adm. Vladimir Komoyedov."

Þetta er áhugavert - að rússn. yfirvöld virðast nú kalla eftir sjálfboðaliðum til að berjast í Sýrlandi. Þetta líkist sannarlega sambærilegu ákalli er fór fram þegar átök í A-Úkraínu voru að hefjast.

En mjög mikið af Rússum hafa tekið þátt í átökum þar, en þeir voru alltaf nefndir sjálboðaliðar - leiðtogar uppreisnarmanna göntuðust með að þeir væru þarna í sumarfrýi. Mér virðist ljóst, að þar hafi farið málaliða her.

Þ.e. áhugavert að Pútín, skuli í annað sinn, kjósa að beita málaliðum.
Ég veit ekki akkúrat hvers vegna - en það má velta því fyrir sér, hvort þeir eru ódýrari.
T.d. lægra kaup - eða að ekki gildi sama um málaliða og hermenn, að ef þeir farast þá fái ættingjar bætur; m.o.ö. gætu málaliðarnir verið peningasparnaðar-aðgerð.
Svo má vera, að málaliða sé auðveldara að afskrifa, ef mál fara fyrir rest illa.

_________________

En af hverju það sennilega hentar ekki Pútín, að stríð fari af stað í Úkraínu á þessu ári, stendur sennilega einmitt í tengslum við það, að Pútín sé að hefja þátttöku í öðru stríði.

En ég stórfellt efa, að Rússland geti staðið undir - tveim stríðum samtímis.

  1. Ég tel að auki að ástæða þess að Pútín sé að demba sér inn í átök í Sýrlandi, akkúrat núna - sé að vígsstaðan hafi verið orðin stórfellt varasöm fyrir Assad.
  2. Þetta hafi verið val um að, verja Assad falli. Eða, að afskrifa Assad.

Uppreisnarher hafi verið farinn að gera atlögu að Ladakia héraði, öðru af tveimur strandhéröðum Sýrlands. Þar sem einnig búa margir stuðningsmenn Assads.

M.ö.o. atlaga að sjálfum kjarna valda Assads.
Þannig að ekki hafi verið um annað að ræða fyrir Pútín, en að koma Assad til bjargar.
Ef hann ætlaði ekki að afskrifa ítök Rússlands í Sýrlandi.

 

Niðurstaða

Það virðist því stefna á að allt verði með frið og spekt í Úkraínu á þessu ári a.m.k. Því að það hentar Pútín akkúrat núna, að átök liggi niðri - meðan að Rússland er önnum kafið við það nýja verkefni, að forða stjórn Assads frá því sem virðist hafa verið yfirvofandi hrun. Að sókn sameinaðs liðs uppreisnarmanna, mundi hefja innreið í strandhéröð landsins.
Ef þau hefðu fallið, þá mundi Assad hafa misst aðgengi að hafinu, og þess utan átt einungis eftir héröð meðfram landamærum við Lýbanon.

Í strandhéröðum landsins, einnig býr það fólk -alavi fólkið- sem er kjarni stuðnings meðal íbúa við stjórn Assads. Þannig að Assads getur alls ekki misst það svæði.
Það þíddi mjög sennilega, að stjórn hans væri mjög fljótlega í kjölfarið búin að tapa stríðinu alfarið.

Aftur á móti, grunar mig að björgunartilraun Pútíns muni dragast á langinn, þegar Saudar -sem hafa þegar gefið út að þeir eru líklegir til að senda uppreisnarmönnum meira af vopnum og fjármagni- mæta framlagi Pútíns og Írans.
Það getur þítt, að í framhaldinu skapist rútína þ.s. "tit-for-tat" Rússar/Íranar auka sitt framlag, og síðan Saudar og Flóa Arabar á móti.
Og átök fari í stigmögnun.

  • Ef svo fer, að Pútín verður enn í átökum á nk. ári innan Sýrlands, gæti skapast áhugaverð staða í Úkraínu - en þá gæti vandast mál fyrir Pútín að halda uppreisnarmönnum gangandi, ef kostnaður er í hröðum vexti við hitt stríðið.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. október 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 533
  • Frá upphafi: 847254

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband