Fljótt á litið virðist niðurstaðan af slitum þrotabúa föllnu bankanna - framar vonum

Eins og kemur fram í greiningu Seðlabanka Íslands: Uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja á    grundvelli stöðugleikaskilyrða.

  1. Batnar gjaldeyrisstaða Seðlabankans um 40 milljarða, við slit þrotabúanna.
  2. Gjaldeyrisskuldir þjóðarbúsins lækka um 360 milljarða, og fara niður í einungis 10% af þjóðarframleiðslu. Sem verður að teljast harla gott í sögulegu samhengi.
  3. Sú staða geti þó batnað enn frekar - þegar útboð á aflandskrónum fara fram á nk. ári, að sögn Seðlabanka Íslands. En í ljósi útkomu uppgjörs bankanna, þá ætti verð aflandskróna að hækka verulega; þannig gengismunur sá sem verið hefur - minnka eða jafnvel hverfa.
  4. Stöðugleikaframlag kröfuhafa leggist á 491 milljarð - upphæð sem ríkissjóður fær og forsætisráðherra segir fara til lækkunar skulda, en sú upphæð gæti orðið hærri - ef eignir eru selda á hærra verði en nú er talið líklegast.

Þetta hefur eðlilega margvísleg jákvæð áhrif svo sem:

  1. Bætt vaxtakjör ríkisins.
  2. En samtímis ætti bætt staða ríkissjóðs, einnig að hafa jákvæð áhrif á traust erlendra aðila sérstaklega til innlendra fjármálafyrirtækja - en þekkt er t.d. í evrukrísunni ca. 2012 þegar minnkandi traust á ríkissjóð, leiddi fram minnkandi traust á bönkum, og það gat einnig virkað á hinn veginn að tapað traust á bönkum leiddi fram minnkandi traust á stöðu ríkissjóðs.
    Nú með betri stöðu ríkissjóðs Íslands og þjóðarbúsins - ættu slík víxlverkandi áhrif að virka í hina áttina.
  3. Augljóst - batna horfur fyrir Landsvirkjun, að fjármagna dýrar framkvæmdir, en staða ríkisins að sjálfsögðu víxlverkar einnig við stöðu LV. Þetta er atriði sem verður örugglega rætt.
  • Á hinn bóginn, getur verið - að megin áhersla stjórnvalda ætti frekar að vera í þá átt, restina af kjörtímabilinu -- að forðast ofhitnun hagkerfisins.
  • Þannig að síður ætti að fara í nýjar risaframkvæmdir.
  • Og ríkið ætti samtímis, síður að nota bætta möguleika sína til að fjármagna framkvæmdir, til þess að fara í verulega aukningu á ný framkvæmdum.

Ég skil á hinn bóginn - þá freystingu sem verið getur til staðar.
Að leitast við að auka sem mest - fá sem mest af ný-fjárfestingum.
Auka framkvæmdir - - stuðla að því að LV hefji nýtt stórverkenfni.

  • En það hafa verið gríðarlegar launahækkanir - og þær eiga eftir einnig að detta inn á nk. ári, og að auki - kosningaárið sjálft.
  • Það gæti reynt á stöðu viskiptajafnaðar landsins gagnvart útlöndum.

Ef það kemur ekki á móti - - umtalsverð ný gjaldeyris-innspýting.
En þá geta menn verið að taka áhættu af ofhitnun.

Nú verða menn að vega og meta, hvort er varasamara:

  1. Möguleikinn á gengisfellingu, vegna þess að launahækkanir leiði til neyslu aukningar umfram það hvað gjaldeyristekjustaða hagkerfisins ræður við - - þannig að gengur á forðann.
  2. Eða hættuna á hættulegri ofhitnun hagkerfisins, neyði til nýrra bólumyndana innan landsins, sem gæti leitt fram aðra bólusprengingu í framtíðinni.

 

Niðurstaða

Mér virðist blasa við, að það sé sennilegt að það takist að losa höft fyrir lok nk. árs.
En í kjölfar útkomu samkomulags Seðlabankans við kröfuhafa föllnu bankanna, þá virðist staða landsins batna það mikið - - að sennilega verður útboð Seðlabankans á aflandskrónum á nk. ári alls ekki að vandamáli.
Heldur gæti það gerst, að verðmunur sá er verið hefur - hverfi að nærri öllu leiti.

  1. Megin ógnin virðist vera niðurstaða kjarasamninga þeirra sem landsmenn hafa gert á þessu ári og því síðast liðna. Sem leiða til launahækkana langt umfram þ.s. a.m.k. hingað til í Íslands sögunni hefur gengið - án gengisfellingar.
  2. Það verður risastór freysting fyrir ríkisstjórnina, að gera allt í sínu valdi til að forða þeirri útkomu, að af slíkri gengisfellingu verði. M.ö.o. að keyrt verði á fullu í öflun nýrra erlendra fjárfestinga - til að fá inn nýjar innspýtingar á gjaldeyri.
  • Eins og ég benti á, þá gæti slík sókn - miðað við núverandi efnahags aðstæður - leitt fram hættu á nýjum verðbólu myndunum innan ísl. hagkerfisins, og hugsanlega sett fram farveg er leiði fram nýja bólusprengingu í ekki fjarlægri framtíð.

Það verður forvitnilegt að sjá - hvernig ríkisstjórnin glýmir við þá ógn, sem útkoma kjarasamninga klárlega er fyrir stöðugleika hér - - út kjörtímabilið.

Má ekki gleyma, að ofhitnun er ekki síður ógn.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. október 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 540
  • Frá upphafi: 847261

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband