VG-vill viðskiptabann á Ísrael, og slit á stjórnmálasambandi! Gott og vel, á hinn bóginn tel ég að málstaður Palestínumanna sé þegar búinn að tapa

Málið er að ég get ekki ímyndað mér neitt form af þrístingi sem mundi geta knúið Ísraela til þess að gefa eftir Vesturbakkann, úr því sem komið er. En gæta þarf varúðar við að notast við dæmi S-Afríku. Þó sannarlega séu þættir sem eru svipaðir, er nóg af ósvipuðum þáttum einnig.

Hugmyndin um viðskiptabann og slit stjórnmálasambands, er að knýja fram stefnubreytingu í Ísrael!

Menn hafa til hliðsjónar S-Afríku, þ.s. á enda, varð stefnubreyting meðal "Búa" sem höfðu farið með stjórn mála í landinu, og viðhaft aðskilnaðarstefnu - skipulega haldið meirihluta landsmanna frá völdum.

Sl. 25 ár eða ca. svo, hafa Ísraelar skipulega, fjölgað byggðum gyðingar á Vesturbakkanum.
En þ.e. vart unnt að líta málið öðrum hætti en, að um algerlega vísvitandi stefnu sé að ræða, um yfirtöku lands - með byggðum gyðinga.

Þetta sé þannig orðið í dag, að nokkur hundruð þúsund Gyðinga lifa á þeim svæðum, og teljast til - ólöglegra byggða.
Skv. ályktunum SÞ sem í dag eru ærið gamlar orðnar, um það - hvaða land telst til landsvæða Palestínumanna.

Ástæða þess að ég sé ekki að unnt sé að knýja Ísraela með þrýstingi, er að sú hugmynd að þetta snúist um -að lifa af- eða "survival" virðist ríkjandi meðal Ísraela í dag.

Í hvert sinn sem átök verða, t.d. þau sem í dag eru í gangi, tilviljanakenndar árásir palestínskra ungmenna á ísraelska borgara, styrkjast þessi sjónarmið í sessi.
Sú hugmynd - - þetta lið hatar okkur. Þess vegna megum við ekki gefa neitt eftir.

Ákveðinn -absolutism- virðist til staðar.
Að allar eftirgjafir, verði einungis hvatning til þeirra sem vilja drepa gyðinga.
Að ef Gyðingar gefa það eftir handa Palestínumönnum sem Palestínumenn vilja, þíddi það einungis - að til yrði óvinaríki er nær tafalaust tæki sig til við að skipulega að valda gyðingum eins miklu tjóni og hugsast.

Á árum áður voru þetta jaðarhugmyndir.
En á seinni árum virðast þær hafa orðið -meginstraums- eða "mainstream."
Það er ærið sérstakt, að öfgaskoðanir - sem slíkar, njóti almanna fylgis.
Það sem við mundum álíta heilbrigð viðhorf -séu orðnar jaðarskoðanir, fámennra hópa.

Punkturinn er sá

Að mig grunar að þrýstingur af því tagi sem menn hafa í huga, sé afar ólíklegur til þess að skila þeirri grunn stefnubreytingu innan Ísraels, sem menn hafa í huga.
En þegar -absolútískar hugmyndir ríkja- og eru lítt gagnrýndar.

  • M.ö.o. - þegar öfgaviðhorf eru meginstraums.

En höfum í huga, að þrátt fyrir allt - var S-Afríka alrdrei öfgakennd í þeim mæli sem Ísrael virðist orðið í dag.

  • En mig grunar - að absolútisminn leiði til þess, að landsmenn fari frekar í dýpri öfgar, en að leita til baka.
  1. Þá verða menn að íhuga kjarnavopn Ísraela.
  2. Ég er að benda á, að Ísrael á nægilegt magn kjarnavopna, til að búa til hnattrænan kjarnorkuvetur.
  3. Ísrael þarf ekki að sprengja umfram svæði í Mið-Austurlöndum, til þess að búa til slíkan.

M.ö.o. er ég að segja, að það sé of mikil hætta á að -hættulegir öfgamenn komist til valda í Ísrael, ef menn fara að beita Ísrael nægum þrýstingi til þess, að verulega fari að sverfa að.
Rétt að benda á að Jeríkó III flaugar Ísraela draga ekki einungis alls staðar innan Mið-Austurlanda, heldur að auki víðast hvar innan Evrópu.

Hvað er ég þá að segja? Það að málstaður Palestínumanna, sé búinn að tapa.

 

Niðurstaða

Ég hef fulla samúð með vanda Palestínumanna. En vandinn sé sá, að þeir búa í því landi sem ég lít á sem sennilega -hættulegasta kjarnorkuveldi heimsins. Ég hef þannig séð haft visst gaman af tali Ísraela um hættuna af Íran. En þvert á móti, ef ég leita að landi þar sem trúaröfgar hafa mikil áhrif á landstjórnmál. Þar sem að auki trúaröfgar eru hluti af ríkisstjórn lands. Þá á það hvort tveggja við Ísrael. Og ég er langt í frá sannfærður um, að þær hreyfingar öfgamanna sem í dag hafa umtalsverð pólitísk áhrif í ríki Gyðinga. Séu minna varasamar, heldur en - þekktar Súnní Íslam jihadista hreyfingar, þegar -ISIS- er sleppt.

Það sé of mikil hætta á að hættulegir öfgamenn, komist yfir þau völd sem þarf til að stjórna gikknum -til þess að ég telji það óhætt, að beita Ísrael þannig þrýstingi sem sumir vilja beita svo að það sverfi virkilega að Ísrael.

Ég er í reynd að segja - að við þurfum að íhuga okkar eigin tilvist.

Kv.


Bloggfærslur 26. október 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 539
  • Frá upphafi: 847260

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband