Gæti verið bandalag milli ISIS og Pútíns?

Það er nefnilega merkilegt að hugsa til þess, hve mikil raunveruleg samvinna hefur verið milli ríkisstjórnar Sýrlands - og ISIS alla tíð síðan ISIS kemur fram 2013. En ISIS virðist snemma hafa náð á sitt vald olíulyndum í eyðimörkinni í A-hluta Sýrlands.

Það hefur að auki vakið athygli - - hve afar tiltölulega sjaldan, ISIS og stjórnarhermenn, takast á - það gerist. En miklu mun oftar, þá ræðst ISIS að uppreisnarmönnum.
Langsamlega megnið af svæðum ISIS - hafa þeir náð af uppreisnarmönnum.

Síðan ISIS tók olíu- og gaslyndirnar hefur stjórnin í Sýrlandi enga tilraun gert til þess, að eyðileggja þær gaslyndir sem ISIS hefur á sínu valdi - og stjórnvöld kaupa gas af ISIS sem notað er til rafmagnsframleiðslu. En einnig olíu og bensín.

  1. Það er sannarlega rétt, að stjórnin notar gasið - olíuna og bensínið.
  2. En vert er að muna, að bæði Rússland og Íran, sem styðja Sýrlandsstj. - eru olíuríki. Svo maður mundi ætla, að þau geti reddað Assad gasi og olíu.
  3. Svo ef það væri virkilega rétt, að ISIS sé meginhættan á svæðinu - þá hefði maður ætlað að ríkisstjórn Sýrlands, hefði látið sig hafa það fyrir löngu, að sprengja upp gaslyndirnar og olíubrunnana, svo þeir yrðu ISIS ekki lengur tekjulynd.
  4. Og maður mundi ætla, að fyrst að Pútín segist vera að berjast einkum við ISIS, eða talar fjálglega um það að hann sé að stofna bandalag gegn ISIS - - > Að hann væri búinn að senda einhverja af sprengjuvélum sínum sem hann notar nú til að "bombardera" uppreisnarmenn, til að sprengja upp olíu- og gasvinnslu ISIS.
  5. En Pútín hefur ekki enn varpað einni sprengju á þessar stöðvar - - þannig að enn er ISIS að fá peninga frá Assad.

Síðan Rússar koma á vettvang, þá virðist hegðan þeirra svipuð og hegðan stjórnarinnar, þ.e. að Rússar ráðast á uppreisnarmenn - - ekki ISIS. Og eins og ég benti á, þeir hafa ekki sprengt upp - megin tekjulind ISIS sem viðheldur styrk ISIS í landinu.

Það virðist því í gangi einhver undarleg forgangsröðun.
Ef megintilgangur Putíns og Assads er að berjast við ISIS.

Á þessari stundu í Sýrlandi, er í gangi ný atburðarás sem einnig vekur spurningar, þegar maður íhugar hugsanleg samskipti við ISIS

  1. Borgin Aleppo hefur hálfu leiti verið á valdi svokallaðs "Frjáls sýrlensks hers" síðan 2011, þ.s. FSH hefur haldið velli í 4 ár.
  2. Það hafa borist fregnir af því, að verið sé að safna liði - einhver þúsund íranskra hermanna, og einhver þúsund sýrlenskra hermanna, til að ráðast að Aleppo.
  3. En á sama tíma, er ISIS með sókn meðfram landamærum Sýrlands við Tyrkland. Það sem er merkilegt við þá sókn - er að hún ógnar helstu flutningaleiðum uppreisnarmanna í Aleppo, til Tyrklands. Það er því hætta á að ISIS - - loki á helstu leið uppreisnarmanna þar, til að afla sér vopna og skotfæra.

Það þarf varla að taka fram - að ef ISIS nær að taka þau krítísku svæði á landamærunum, sem barist er um - - > Að þá verður bardaginn um Aleppo, miklu mun styttri en annars.

Sérstaklega þessi atburðarás - vekur fyrir mér spurningar.
Af hverju virðist sem að - ISIS sé að aðstoða við árás Írana + sýrl. hersins og Rússa á Aleppo?

  1. Þ.e. þekkt að í kjarna ISIS, er hópur foringja úr her og leyniþjónustu Saddams Hussain.
  2. Höfum í huga, að Bath flokkurinn sem réð völdum í Írak - - á systur flokk í Sýrlandi, þ.e. stjórnarflokk Sýrlands.
  • Mér virðist a.m.k. hugsanlegt, að leyniþjónusta Sýrlands, hafi viðhaldið tengslum við þá fyrrum meðlimi Bath flokks Saddam Hussain, sem eru í innri valdakjarna ISIS.
  • M.ö.o. er þar af leiðandi ekki óhugsandi, að rússn. leyniþjónustan - hafi sambærileg óopinber samskipti.

-------------
En punkturinn í þessu er auðvitað sá - að þó svo geti verið að ISIS sé einfaldlega að nota tækifærið til að vinna lönd í Sýrlandi.
Þegar uppreisnarmenn eru undir þrýstingi frá Rússum, Írönum og stjórninni í Damascus.

  1. Þá mundi sú hegðan sem maður verður vitni að.
  2. Ekki líta neitt öðruvísi út, ef þ.e. til staðar mun formlegri samvinna milli Rússa - Assads og ISIS.

En ef það er til staðar samkomulag.
Mundi það náttúrulega skýra, af hverju Assad virðist hafa verið tilbúinn í 2 ár að lifa við það, að borga ISIS fyrir olíu og gas.
Og að auki, skýra það að Rússar virðast ekki enn hafa gert nokkra tilraun til þess, að loka á þá peningalynd sem olíu- og gasvinnslan sem ISIS ræður yfir sannarlega er.

Og ekki síst, skýra af hverju Assad - ISIS og Rússar; almennt séð eiga ekki í átökum.

 

Niðurstaða

Máli er að vegna þess að fyrrum meðlimir ríkisstjórnar Saddams Hussain, að miklu leiti hafa skipulagt þá hreyfingu er nefnist ISIS. Þá hefur hún frá upphafi - - alltaf verið miklu mun betur skipulögð en aðrar róttækar hreyfingar sem maður hefur heyrt um.

Síðan virðist hún viðhafa -lögregluríkis fyrirkomulag- á þeim svæðum sem ISIS ræður yfir.
Stjórnarfyrirkomulag ISIS virðist - ca. það sama og þ.s. til staðar var í Írak, er Saddam Hussain var við völd.

Þannig að eftir allt saman, þá er ISIS ekki endilega svo ólík stjórninni í Damaskus.

Þ.e. rétt að ISIS er mjög "brutal" en því gleyma margir að það var Saddam Hussain einnig, á valdaferli hans létu sennilega nærri 1,5 milljón manns lífið. Hann drap kringum 300þ. shíta er þeir gerðu eitt skiptið uppreisn. Og hann ætlaði að drepa mjög mikið af kúrdum, ef einhver man eftir frægri -gas árás á Kúrda- líklega hrekja þá mikið til úr landi eða drepa.

  • Hans afsökun fyrir fjöldamorðum - var aldrei trúarlegs eðlis.
  • En ISIS virðist einfaldlega vera ca. svipað "brutal" og hans stjórn var.

Og Assadarnir bjuggu hlið við hlið við Írak er Saddam Hussain var við völd í 20 ár eða rúmlega það, og ríkin 2-voru ekki óvinveitt á þeim árum.

  1. Þannig hafandi í huga, að í valdakjarna ISIS eru margir fyrrum meðlimir stjórnar Saddams Hussain.
  2. Þá megi vera að þeir hafi sjálfir mjög fljótlega, haft samband við Damascus. Og hughreyst Assad um það, að þeir mundu fókusa á uppreisnarmenn - - ekki stjórnvöld.

Það geti einfaldlega verið.
Að Assad líti á ISIS sem aðila sem hann geti unnið með.
Og kannski á það sama við um Pútín.

Þó það mundi aldrei vera opinberlega viðurkennt - a.m.k. ekki í bráð.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. október 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 537
  • Frá upphafi: 847258

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband