Brasilía sennilega græðir einna helst á refsiaðgerðum Pútíns - spurning hvort þær aðgerðir geta startað nýrri efnahagskreppu

Það liggja nú fyrir nokkuð skýrar fréttir um umfang "gagnrefsiaðgerða Pútíns" og það er ljóst, að Evrópu munar um þetta. Skv. fréttum þá hefur innflutningur Rússland á matvælum verið umtalsverður á síðari árum. Í frétt Financial Times, koma fram eftirfarandi upplýsingar skv. tölum frá 2011:

  1. ESB............13,8ma.$
  2. Brasilía.........4ma.$
  3. Úkraína........2ma.$
  4. Bandaríkin....1,6ma.$
  5. Kanada........0,5ma.$
  6. Ástralía........0,4ma.$
  7. Noregur........0,045ma.$

Þið sjáið nú - - af hverju þ.e. Brasilía sem líklega kemur til að mest græða á þessu!

  • Árétta samt, að áhrif þessa má ekki heldur ofmeta, skv. frétt NYTimes nemur þetta ca. 10% af heildarviðskiptum ESB landa með landbúnaðarafurðir, þegar þessi viðskipti eru sett í samhengi við öll viðskipti með landbúnaðarafurðir í ESB, bæði innan sambandsins og utan: Russia Responds to Western Sanctions With Its Own
  • Skv. frétt Reuters, hugsa Brassar sér einmitt, gott til glóðarinnar, sjá opnun Rússlands markaðar sem sambærilega að einhverju leiti, við opnun Kína markaðar fyrir rúmum áratug: Russia food ban offers big opportunity for Brazil. Það virðist samt sennilegt, að Brassar geti ekki aukið framleiðslu sína upp í þá holu sem til verður á Rússlandsmarkaði, á skömmum tíma. En ef þessi deila Rússa og Vesturlanda stendur yfir um eitthvert árabil. Þá gera þeir það á endanum. Sem getur leitt til - - varanlegs taps á Rússlandsmarkaði fyrir evrópska framleiðendur.
  • Í frétt Financial Times, kemur fram að ESB muni að einhverju leiti, bæta bændum upp tapið. Það séu til 420 milljón evrur í sjóði landbúnaðarkerfisins, ætlað að koma bændum til aðstoðar, í neyð. Skv. sömu frétt nam útfl. landbúnaðarvara til Rússlands árið 2013, 11,9ma.€. Þar kemur einnig fram að innflutningur Rússa hafi numið 42% af heildarinnflutningi þeirra á landbúnaðarvörum. Svo þessi "neyðarsjóður" nær hvergi nærri, að dekka tap bænda og landbúnaðarlanda í A-hluta Evrópu: EU stands ready to support farmers from sanctions fallout
  • Í annarri frétt Financial Times, var nánar fjallað um refsiaðgerðir Rússa, þar kom að til skoðunar væru í Rússlandi "frekari aðgerðir" sbr: Banna yfirflug farþegaflugvéla frá Evrópu og Bandaríkjunum (sem af verður yrði líklega mætt með svipuðu banni á móti), hugsanleg bönn tengd viðskiptum með bíla, skipasmíðar og tengslum við flugvélaiðnað. Miðað við það hvað ég veit að evrópsk fyrirtæki reka í Rússlandi, gæti bann í tengslum við "bifreiðar" komið við kaunin á evrópskum fyrirtækjum, sem eiga nokkuð af bílaverksmiðjum í Rússlandi, auk þess að umtalsverður útflutningur á bifreiðum er til Rússlands: Russia threatens to go beyond food sanctions

 

Ástæðan að ég nefni hugsanlega kreppu - - kemur til vegna þess hve hagvöxtur í Evrópu er, arfaslakur

Skv. nýlegum fréttum virðist meðalhagvöxtur ESB landa fyrstu 6 mánuði þessa árs, vera um 0,3%.

Skv. nýjum gögnum frá EUROSTAT mælist meðalverðbólga 0,4%.

  • Það er alveg ljóst að Evrópa er bara - - eitt efnahagsáfall frá "verðhjöðnun."
  • Að auki, að ekki þarf stórt efnahagsáfall, til þess að ESB lönd lendi aftur í kreppu.

Ég er ekki endilega að tala um - - djúpa niðursveiflu.

Heldur það, að smávægilegur hagvöxtur. 

Gæti orðið að smávægilegum samdrætti.

En það mundi pottþétt flýta fyrir þróuninni - yfir í verðhjöðnun. Gæti dugað til þess, að Evrópa lenti í verðhjöðnunar spíral.

  1. Þá er ég ekki að gera ráð fyrir - - stóra skellinum.
  2. Ef Pútín gerir innrás í Úkraínu.

En þá virkilega gætu öll efnahagssamskipti Rússa og Evrópu, lent í háa lofti. Möguleikinn á "orkukreppu" í Evrópu, gæti þá blasað við. Í slíku samhengi, mundi ég ekki þurfa að - velta fyrir mér möguleika á kreppu í Evrópu.

  • Höfum samt í huga, að kreppuáhrif verða ávalt - - meiri í Rússlandi.

En t.d. er talið, að brotthvarf evrópskra landbúnaðarvara af Rússlandsmarkaði, muni leiða til skort á framboði a.m.k. á sumum flokkum landbúnaðarvara á markaði þar í landi. 

Í því samhengi, þegar skortur er á framboði, virðast líkur á því að framleiðendur - - mundu hækka verð. Framleiðsla landbúnaðarvara er að sjálfsögðu í Rússlandi, talið líklegt að þeir mundu einnig hækka verð, þannig að til staðar sé möguleiki á verðbólguáhrifum í Rússlandi - - a.m.k. framan af meðan aðrir framleiðendur hafa ekki náð að fylla í skarðið.

  1. Síðan auðvitað er Rússland ákaflega háð tekjum af t.d. sölu á olíu og gasi til Evrópu, ef sú sala kemst í vandræði af einhverju tagi, þá er efnahagsáfallið hlutfallslega stærra fyrir Rússa.
  2. Og rétt að benda einnig á, að það mun taka Rússa einhver ár, að fylla í það skarð - en gasleiðslurnar liggja til Evrópu. Það þarf að reisa nýjar leiðslur, ef á að flytja það annað - sem tekur e-h árafjöld. Ef maður ímyndar sér að gasviðskiptin snögghætti t.d. í kjölfar innrásar í Úkraínu, þá mundi taka við ákaflega djúp efnahagskreppa í Rússlandi sem mundi standa að lágmarki í nokkur ár.

Heildaráhrif þess, ef orkuviðskipti Evrópu og Rússa snögghætta - - gætu hugsanlega dugað til þess að starta nýrri heimskreppu. Ég ætla ekki að fullyrða það, en kreppa yrði sennilega einnig nokkuð djúp við það í Evrópu. Og það hefði áhrif á neyslu Evrópubúa t.d. á varningi frá Asíu. Það hefði einnig neikvæð áhrif á fylki Bandar. á A-ströndinni. Það mundi að lágmarki hægja mjög verulega á vexti heimshagkerfisins.

Spurning hvaða áhrif það hefði innan Kína, ef slíkur andbyr hægði þar verulega á, hvort það mundi vera "kreppu-trigger" þar. 

 

Niðurstaða

Úkraínudeilan getur verið að þróast yfir í að vera ógn hugsanlega við "heimshagkerfið" en að lágmarki við hagkerfi Evrópusambandsríkja. Sem enn er viðkvæmt eftir að vera nýlega risið upp úr efnahagskreppu. En skuldakreppa er enn til staðar þar í nokkrum fjölda aðildarríkja. Skv. nýlegum fréttum er Ítalía aftur í kreppu skv. tölum fyrri helmings árs.

Svo það virðist virkilega vera svo - að ekki þurfti stórt áfall til þess að kreppa komi aftur í Evrópu.

Og líkur á verðhjöðnun að sjálfsögðu aukast - - við öll ný efnahagsáföll.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 847362

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband