Ef uppreisnarmenn í A-Úkraínu, gera "innrás" í S-Úkraínu, gæti borgarastríðið í landinu, færst yfir á mun alvarlegra stig en áður

Eins og þeir sem fylgjast með átökum í Úkraínu ætti að vera kunnugt, hófst öflug ný árás frá svæðunum í grennd við landamæri Rússlands fyrr í þessari viku. Sérstaka athygli vekur sú sókn, sem leitar í Suður - og sækir að hafnarborginni, Mariupol. Borg með ca. 400þ. íbúum. Sem skiptast ca. 50/50 í Úkraínumenn og rússneskumælandi. Það auðvitað þíðir að Úkraínuher, hefur a.m.k. stuðning "helmings íbúa" - það virðist að nokkur fj. ætli að standa með hersveitunum í vörn hennar! Þarna getur því orðið ákaflega "dramatísk atburðarás" um helgina!

Íbúar hennar eru nú í óða önn að grafa "skotgrafir" - a.m.k. Úkraínuhelmingur íbúa hennar

Residents in Mariupol build trenches (29 August 2014)

Þetta setur auðvitað samanburð Pútíns, sem kom fram í fjölmiðlum, á umsátri Úkraínhers við borgirnar Luhansk og Donesk, við umsátur nasista við Leningrad - í áhugavert samhengi!

  1. Fyrir það fyrsta er þetta ákaflega "ósanngjarn samanburður" en í umsátrinu um Leningrad, fórust um 640þ. af íbúum hennar.
  2. Það vill svo skemmtilega til, að nú er útkomin, áætlun Sameinuðu Þjóðanna, á heildarmannfalli þ.s. af er - borgarastríðinu í Úkraínu: Report on the human rights situation in Ukraine

Skv. þeirri áætlun, er heildarmannfall - - ca. 2.200. Þá meina þeir, frá upphafi átaka.

  • Þetta þíðir, að mannfall meðal þeirra sem "berjast" hefur verið meira, en mannfall meðal almennings.
  • Sem er, afar óvenjulegt í slíkum átökum - - sem dæmi fórst í ný afstöðnum átökum Ísraelshers og Hamas á Gaza, ca. svipaður fjöldi. Og þar af er stærsti hlutinn, almennir borgarar.

Það sem þetta segir - - er að samanburður Pútíns, er algerlega út í hött.

Þessi skýrsla sýnir þvert á móti, að aðferðir Úkraínuhers, eru afar ólíkar aðferðum Nasista, þ.s. "leitast er við að lágmarka mannfall almennra borgara" meðan að Nasistar leituðust við að drepa eins marga og þeir gátu.

Skv. tölunum, hefur Úkraínuher - - staðið sig mun betur en Ísraelar, við það - - að takmarka mannfall meðal almennings.

Ég bjóst við því, að tölurnar væru - - mun hærri. Miðað við það að nokkur hundruð þúsund manns, hafa flúið átökin. 

  • Til samanburðar má benda á, að í Sýrlandi hafa yfir 100þ. almennir borgara farist, og í dag er áætlað að 6 millj. séu á flótta frá heimilum sínum. Um 40% landsmanna.

Og Assad í Sýrlandi - - munið, er bandamaður Rússa!

  1. "According to the Council for National Security and Defence (RNBO), casualties within the Ukrainian armed forces comprised, at least, 618 killed..."
  2. "According to the reports by civil medical establish ments on the number of people delivered to hospitals and morgues, and by local administrations , casualties among civilians and armed groups include, at least, 949 killed and 1,727 wounded in the Donetsk region,
  3. and, at least, 653 killed and 1,927 wounded in the Luhansk region. "

Hafið í huga, að tölur frá svæðum uppreisnarmanna, innihalda þá bæði mannfall meðal uppreisnarmanna sjálfra, og almennra borgara

  • Ef mannfall uppreisnarmanna undir vopnum, er svipað mannfalli Úkraínuhers - - sem er líklegt.
  • Þá er 2/3 fallinna ca. einstaklingar "undir vopnum" - - sem eins og ég segi, er óvenjulegt hlutfall í slíkum átökum. Þegar venjan er, að mannfall almennra borgara sé "bróðurparturinn."

Þessi "undarlegi samanburður Pútíns" - - er að sjálfsögðu settur fram í áróðursskyni.

----------------------------------------

Það áhugaverða er, að í "árásinni á Mariupol" gæti orðið meira mannfall, á einum stað - - en hingað til samanlagt í öllum átökunum.

Einhvern veginn, á ég ekki von á því, að þá muni Pútín koma með samanburð við Leningrad eða árásir nasista á Rússland.

Skv. fréttum, virðist varnarliðið "veikt" í Mariupol, það virðist að þessi árás í Suður, hafi gersamlega komið Úkraínuher í opna skjöldu

Með allt niður um sig, hafi verið höfðað til íbúa borgarinnar, um að standa með hernum. Það auðvitað þíðir, að mannfall ibúa gæti orðið - - töluvert. Þ.s. heildartala íbúa er 400þ. þar af ca. 200þ. Úkraínumenn, þá er ekki að undra - - að ég álykta að flr. þarna geti nú farist, en þ.s. af er átökum.

Herinn sem sækir að henni, virðist miklu mun betur vopnum búinn.

Blaðamenn sem hafa séð til þeirra sveita, hafa séð fj. skriðdreka sem og stórskotalið á skriðbeltum - "mobile artillery."

Aðspurðir, sögðust hermennirnir berjast fyrir "Novo Rossia" sem uppreisnarmenn kalla nú héröðin Luhansk og Donetsk í sameiningu, eða Nýja Rússland.

Að sögn, líta þeir svo á - - að héröðin fyrir Sunnan, alla leið til "Odessa" með réttu tilheyri "Novo Rossia." Og tala um að halda sókn sinni áfram - ef þeir geta.

Ukraine Rebels Push Toward Strategic Southeast Seaport

"Soldiers calling themselves the army of Novorossiya, or New Russia, by the entrance of Novoazovsk on Friday."

 

Hvað gæti gerst, ef uppreisnarmenn "ráðast inn í S-héröðin?"

Vandinn er sá, að þó svo þar séu "rússar fjölmennir" þá eru þeir "alls staðar minnihluti." Einungis í Luhansk og Donetsk héruðum, eru þeir í meirihluta.

Þannig, að ef þ.e. svo að þessi tiltekni her - - er nægilega sterkur til að taka Mariupol. Og síðan, halda áfram í Suður. 

Þá er hætt við gríðarlega mikilli fjölgun flóttamanna - - þ.e. hingað til hafa rússn. mælandi verið í meirihluta þeirra, en ef uppreisnarherir ná að sækja inn í S-héröðin. Gæti það allt snúist við.

Eða a.m.k. þær tölur - jafnast.

Að sjálfsögðu mundu uppreisnarmenn, ekki hafa þá - - stuðning íbúa. Sem líklega mundi "vopnast eins og þeir gætu" og þar með gæti stríðið farið inn á - - nýtt og enn hættulegra stig en áður.

  • Með því, að íbúarnir í borgum og bæjum, fari sjálfir að "berjast" þ.e. hóparnir.

Á skömmum tíma, gæti öll S-Úkraína farið í háa loft. Með þjóðernishreinsunum á báða bóga.

Ég á ekki von á að uppreisnarherinn, muni geta sótt langt í Suður - - en kannski mundi sókn einhvern spöl inn í næsta hérað, ásamt fréttum t.d. af miklum fj. flóttamanna frá Mariupol, og hugsanlega mjög verulegu mannfalli almennings í þeirri borg.

Duga til að "æsa upp lýðinn í landinu" þannig að virkilega mundu "bræður fara að berjast" - úti um borg og bý.

 

Niðurstaða

Það er hugsanlegt að miklir atburðir geti gerst í Úkraínu yfir helgina. Sérstaklega er engin leið að spá fyrir það fyrirfram, hversu blóðug átökin í Mariupol verða. Síðan verða ákaflega harðir bardagar milli Úkraínuhers, og þeirra "framrásarsveita" sem streymt hafa frá svæðinu nærri landamærunum við Rússland. Er virðast að auki hafa stuðning milli 1-2þ. hermanna Rússlands, einkum hreyfanlegt stórskotalið.

En mér virðist a.m.k. hugsanlegt, að flr. geti fallið í Mariupol einni - - en hingað til í öllum þeim átökum er fram að þessu hafa orðið í Úkraínu.

Ef það verður útkoman, að árás uppreisnarmanna á Mariupol, skapar meira mannfall en í öllum átökunum fram að þessu - - mundi það setja áróðurskenndan samanburð Pútíns í áhugavert samhengi.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 267
  • Frá upphafi: 847349

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 263
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband