Kannski er komin fram vísbending þess, að rússnesk bílalest hafi flutt hergögn til uppreisnarmanna

En það er annars "merkileg tilviljun" að uppreisnarmenn, virðast í dag - hafa hafið harða tangarsókn einmitt frá svæðunum í grennd við landamærin við Rússland. Og þ.e. ekki lengra síðan en sl. sunnudag, að rússnesk lest vörubíla, afhenti farm sinn rétt Úkraínumegin við þau landamæri.

Ég varpa því fram þeirri spurningu, hvort það að uppreisnarmenn hefja meiriháttar sókn frá svæðinu í grennd við landamærin, sé a.m.k. vísbending þess - - að ótti Úkraínumanna um innihald farms herflutningabílanna, hafi verið á rökum reistur.

En 200 vöruflutningabílar, geta að sjálfsögðu flutt - - umtalsvert magn af vopnum og skotfærum. Jafnvel, geta þeir verið notaðir til liðsflutninga - - hver veit, það má vera að þegar þeir stöðvuðu um hríð Rússlandsmegin landamæranna, en í grennd við þau landamæri, hafi þeir tekið um borð liðsmenn uppreisnarmanna úr þjálfunarbúðum, sem Rússar hafa lengi verið ásakaðir fyrir að starfrækja fyrir uppreisnarmenn. 

Þeir hafi afhent farm sinn þegar þeir stöðvuðu Rússlandsmegin landamæranna, síðan eins og ég sting upp á - - verið notaðir sem liðsflutningabíla og flutt það lið yfir landamærin á sunnudag. Og nú sé það lið búið að hefja sókn frá landamærunum, í átt til borgarinnar Luhansk.

Á hinn bóginn, getur það einnig verið, að það lið hafi þegar verið staðsett rétt Úkraínumegin landamæranna, er herflutningabílarnir mættu á svæðið Úkraínumegin á sunnudag - - fengið gögnin afhent, hvort sem það voru bara -matvæli, tjöld og viðlegubúnaður og lyf- eða einnig hergögn. Þannig séð, gagnast -viðlegubúnaður, tjöld, matur og lyf- her sem ætlar að hefja stríð.

Má vera að herflokkarnir hafi haft vopn og skotfæri, einungis beðið eftir vistunum - viðlegubúnaðinum ásamt tjöldum, sem og lyfjum.

Að auki benda fréttir að sótt sé að borginni Mariupol, á strönd Azovshafs. Sem Úkraínuher hefur notað mikið, sem miðstöð fyrir stríðsrekstur í A-Úkraínu - væri fall hennar verulegt áfall. Þess fyrir utan, að uppreisnarmönnum mundi gagnast það ákaflega vel, að ná til sín "hafnarborg."

Ukraine Says Russian Forces Lead Major New Offensive in East

Rebels extend fight against Kiev to Ukraine’s south coast

Fierce Fighting Persists in Eastern Ukraine

Breakthrough hopes dented as Ukraine accuses Russia of new incursion

 

Læt það í hendur lesenda, að meta hver fyrir sig, hvort þeir trúa því að rússneska flutningabílalestin hafi verið liður í undirbúningi þessarar árásar, eða, að um hafi verið að ræða aðstoð við þurfandi íbúa svæðisins eins og stjórnvöld Rússlands hafa haldið fram

Eins og ég sagði að ofan, að þó "tímasetningin milli komu flutningabílanna og upphafs tangarsóknarinnar frá landamærasvæðinu, sé ekki "sönnun" - þá a.m.k. tel ég það vera "vísbendingu" þess, að koma flutningabílanna - - hafi ekki verið "aðstoð við þurfandi íbúa" heldur liður í lokaundirbúningi þessarar árásar á herstöðvar Úkraínuhers, frá svæðinu í grennd við landamærin við Rússland.

  • Eins og ég hef margoft bent á, þá ber ávalt að "taka yfirlýsingum stjórnvalda" sem "eiga í stríði" með "fyllstu varúð."
  • Slíkar frásagnir séu gjarnan notaðar fyrst og fremst í áróðursskyni, og það sagt sem hentar hverju sinni, sem getur verið sannleikur ef sannleikurinn hentar, eða lýi ef sannleikurinn hentar ekki.
  • Að sjálfsögðu, ber að fara eins að með frásagnir stjórnvalda Úkraínu, og frásagnir stjórnvalda Rússlands.

Nú er ég - - einfaldlega að "endurmeta frásögn rússneskra stjórnvalda" um tilgang ferðar bílalestar rússneskra vöruflutningabíla til A-Úkraínu - - "í ljósi nýjustu frétta."

 

Frásagnir úkraínskra hermanna af rás atburða eru áhugaverðar, ég felli engan dóm á sannleiksgildi þeirra, en set þær hér fram - fyrir þá sem lesa þetta blogg:

"On the highway here, Sgt. Ihor Sharapov, a soldier with the Ukrainian border patrol unit, said he had seen tanks drive across the border but marked with flags of the separatist movement here, the Donetsk People’s Republic." - - takið eftir að hermaðurinn segist hafa séð með eigin augum, skriðdreka aka yfir landamærin frá Rússlandi, undir merkjum uppreisnarmanna.

Ég felli engan dóm á sannleiksgildi frásagnar hans, en a.m.k. sé enga augljósa ástæðu til að rengja hann. Þetta sé því "vísbending þess" að Rússland raunverulega hafi þjálfunarbúðir fyrir úkraínska uppreisnarmenn, þaðan sem þeir mæta "full vopnaðir" og með lágmarks herþjálfun.

I tell you they are Russians, but this is what proof I have,” said Sgt. Aleksei Panko, holding up his thumb and index finger to form a zero. Sergeant Panko estimated that about 60 armored vehicles crossed near Novoazovsk. “This is what happened: they crossed the border, took up positions and started shooting.” - "“This is now a war with Russia,” Sergeant Panko said."

Skv. fréttum, þurftu sveitir Úkraínuhers að hörfa á svæðinu - undan atlögunni. Væntanlega eru Úkraínumenn, að endurraða liðssveitum sínum á svæðinu, þessa stundina - - til að mæta hinni nýju ógn.

En miðað við þetta, má vænta nk. daga - mjög harðra bardaga milli þessara "nýju liðssveita" hvort sem meðal þeirra eru Rússar frá Rússlandi, eða ekki.

Það má vel vera, að í þessu felist - - tilraun til að rjúfa umsátrið um Luhansk borg. 

Kannski, einnig tilraun til að taka, Mariupol.

Hið minnsta, breytir þetta - - vígstöðunni, Úkraínuher muni væntanlega ekki sækja frekar inn í Luhansk borg. Meðan hann er að berjast við að stöðva þessa "nýju og óvæntu árás."

 

Niðurstaða

Rás atburða í dag, getur verið að "staðfesta" víðtæk afskipti rússneskra stjórnvalda af stríðinu í A-Úkraínu, að það stríð - sé meir í ætt við "proxy war" - að það sé kannski nú að afhjúpast með eftirminnilegum hætti, að Rússar virkilega reki þjálfunarbúðir innan Rússlands, þaðan sem fullvopnaðir uppreisnarmenn nýkomnir með herþjálfun, bætist inn í raðir liðs uppreisnarmanna í A-Úkraínu.

Það sé jafnvel nú sennileg frekar en ólíklegt, að lest herflutningabíla er kom til A-Úkraínu á sunnudag, hafi verið liður í lokaundirbúningi þeirrar aðgerðar, sem sé þessi sókn uppreisnarmanna frá landamærasvæðinu er virðist hafa hafist í dag - miðvikudag.

Sjálfsagt brosir Pútín framan í Poroshenko, en í dag stóðu yfir fundasetur þeirra á milli, og heldur því enn fram - - að afskipti rússn. stjv. séu nákvæmlega, engin. Áhugavert, að þessi árás, sé tímasett - - samdægurs og sá fundir fer fram! Ef við gerumr ráð fyrir, að Pútín hafi vitað fyrirfram, að sú innrás stóð til - þá er áhugavert að hann skuli vera að standa í því, að mæta augliti til auglitis á fund með Poroshenko, þ.s. ræða á hugsanlegan frið í A-Úkraínu. Eða kannski, er þetta eins og tafl í augum Pútín, hann hafi mætt á fundinn, eftir að hafa "telft peðunum fram."

 

Kv.


Bloggfærslur 27. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 847362

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband