Geta áhyggjur af stöðu stjórnarinnar í Damascus, gert Pútín - eftirgefanlegri í deilunni í A-Úkraínu?

Það er eitt sem menn þurfa kannski að hugsa - þ.e. hvernig átökin í "Úkraínu" og hinsvegar átökin við "Islamic State" hreyfinguna - fléttast saman. En það hefur vakið athygli, þ.s. við skulum segja - að vinum uppreisnarmanna í A-Úkraínu, virðist vera hik Pútíns - við það að styðja uppreisnarmenn af meira afli.

  • En kannski fléttast inn í -stöðu reikning Pútíns- annað stríð, sem fljótt á litið geti virst ótengt, þ.s. þ.e. á öðru heimssvæði.
  • En þvert á móti, getur verið, að þau séu - ákaflega tengd í vitund ráðamanna í Moskvu.

Skv. nýjustu fréttum, hefur "Islamic State" tekið á rás í Sýrlandi, sækir nú hart fram gegn "stjórnarhernum" og "hófsömum uppreisnarmönnum" samtímis á svæðinu nærri borginni Aleppo.

IS sé nærri því að klára að ganga á milli bols og höfuðs á svokölluðum "hófsömum andstöðuhreyfingum" þannig að stjórnarherinn sé ef til vill, að færast yfir í að vera "meginskotmark IS innan Sýrlands."

Miðað við þessa þróun, stefnir í að yfirráð stjórnarinnar í Damascus, takmarkist við "hálendið við ströndina" annarsvegar og hinsvegar við Damascus, nágrenni þeirrar borgar, og svæðin við landamærin að Líbanon. Megnið af landinu verði undir stjórn "IS."

En það getur verið stutt í það, að "IS" hefji árásir á restina af umráðasvæði Damascus stjórnarinnar. Þannig missi hugsanlega Rússland "einu flotastöðina sem Rússland hefur við Miðjarðarhaf."

A war that crosses national boundaries:"In recent days IS has advanced against the few bases still held by the regime in the east, taking four in as many weeks. Around Aleppo it has captured at least a dozen villages and is now besieging Marea, a nearby town long held by the moderate rebels, who are in increasing danger of being snuffed out."

Þetta gæti skýrt "hik Pútíns" en hann þarf nú að vega og meta hagsmuni Rússlands, þ.e. bandamaður Rússlands, stjv. í Damascus, ef til vill - - vs. uppreisnarmenn í A-Úkraínu.

Skv. frétt í sl. viku, sagði "yfirmaður herráðs Bandar." að þýðingarlítið væri að ráðast gegn "IS" eingöngu innan Íraks.

White House resists Pentagon’s advice on Iraq

"General Martin Dempsey, chairman of the joint chiefs of staff, said at a press conference on Thursday that Isis had to be addressed “on both sides of what is essentially, at this point, a non-existent border” between Iraq and Syria."

Að sögn 5 stjörnu herforingja Dempsey, mundi IS færa mikilvæg hergögn yfir til Sýrlands, til að forðast loftárásir innan Íraks - - geta síðan fært þau til baka.

Obama, og Bandar.þing -en höfum í huga að megingagnrýnin á Bandar.þingi hefur verið að Obama hafi verið of linur gegn Assad- hafa tekið harða afstöðu gegn stjv. í Damascus. Þó Obama hafi ekki gengið nærri eins langt, og haukarnir meðal bandar. hægri manna á þingi hafa viljað.

  • Það virðist blasa við, þörf á sameiginlegu átaki gegn IS.
  • Á sama tíma, sér Pútín, að ef hann "hefur innrás í Úkraínu" þá mundi slíkt sameiginlegt átak gegn IS, líklega - - verða útilokað. Þegar deilur Vesturvelda á Evrópusvæðinu mundu þá fara í til muna verri farveg.

Kannski er því - - fyrirhuguð friðarráðstefna á næstu dögum, vegna Úkraínudeilunnar - - mikilvægari en margir mundu halda. Því að lausn deilunnar snúist ekki "bara um Úkraínu" - heldur ef til vil einnig um það að skapa möguleika á "víðri samstöðu gegn vaxandi velgengni IS."

  • Það vekur athygli, að lest af vöruflutningabílum sem hafði hafið innreið sína inn í Úkraínu, virðist hafa verið snúið við - og vera aftur farin til baka yfir rússn. landamærin. Spurning hvort að Merkel átti enn eitt símaviðtalið við Pútín - - en Pútín talar þýsku reiprennandi, svo þau 2-geta ræðst við án túlks.

Angela Merkel er í opinberri heimsókn í Kíev um helgina, skv. fréttamiðlum, heldur hún á lofti - - lausn byggð á "sambandríkisfyrirkomulagi" að einhverju leiti, að þýskri fyrirmynd.

Germany urges Ukraine to accept federal solution with separatists:"Ms Merkel said that what is understood in Germany to be federalisation is recognised as decentralisation in Ukraine..."

Hún virtist vera diplómatísk í orðalagi, sagði að þ.s. hennar sögn væri þ.s. hún hefði í huga, skilt hugsun þeirri sem væri uppi í Kíev, um - - aukna sjálfsstjórn svæða.

"Sigmar Gabriel, Germany’s vice-chancellor, said in a newspaper interview that a federal structure in Ukraine was the only option to resolve the crisis."

Það er örugglega ekki tilviljun, að varakanslari Þýskalands - gerir viðhorf sín opinber akkúrat núna.

Að sögn Merkel í heimsókninni í Úkraínu: “There must be two sides to be successful. You cannot achieve peace on your own. I hope the talks with Russia will lead to success."

En Kíev hefur hafnað, tillögum frá Kreml, um sambandsríkisfyrirkomulag - - á hinn bóginn, eins og ég skildi tillögur Pútíns, virtist hann vera að gera ráð fyrir mjög miklu sjálfstæði héraða - - eiginlega langleiðina að því að leggja Úkraínu af sem ríki.

  • En þ.e. vítt mögulegt svið, þegar menn eru að ræða um valdmörk milli miðstjórnarvalds, og valds sem einstök svæði fá að beita.

Það virðist eiginlega ekki lengur "umdeild" að svæði innan Úkraínu, fái aukna sjálfstjórn.

Heldur sé deilan þá um, akkúrat hvar þau valdmörk eigi að liggja.

--------------------------------------------

Merkel ætlar greinilega að leggja hart að sér, við það verk að finna einhverja sátt í málinu - - sem Rússland muni geta sætt sig við.

 

Niðurstaða

Það er sjálfsagt ekki undarlegt að Angela Merkel, er í fararbroddi í tilraun til að leysa Úkraínudeiluna með samkomulagi - enda er sennilega ekkert Evrópuland sem tapar meir á því an Þýskaland. Ef samskiptin við Rússland halda áfram að versna, þ.s. mjög sennilega á ekkert V-Evrópuland umsvifameiri viðskipti við Rússland heldur en Þýskaland.

Þó að baráttan gegn IS sé ef til vill ekki - efst í huga Merkel. Þ.s. Þýskaland á fáa hagsmuni í Mið-Austurlöndum.

Þá er örugglega Pútín farinn af hafa umtalsverðar áhyggjur af stöðu Damascus stjórnarinnar.

Samstaða gegn IS, líklega krefst þess - að það verði samkomulag í tengslum við Úkraínudeiluna, það getur þá verið uppi sú spurning - - hvort að Pútín er að einhverju leiti til í að, gefa eftir í Úkraínudeilunni.

Til þess hugsanlega, að gera það mögulegt, fyrir víðtæka samstöðu gegn IS að verða til.

  • Tæknilega má hugsa sér þá verkaskiptingu, að Bandaríkin sprengi stöðvar IS innan landamæra Íraks. Kannski senda þeir einhverjar bombur yfir landamærin.
  • Á sama tíma, sjái Bandar. í gegnum fingur sér með það, að Rússar ef til vill mæta til Sýrlands með e-h herlið og flugher, til að aðstoða stjv. í Damascus.
Það má tæknilega hugsa sér, að Bandar. "raun viðurkenni eign Rússlands á Sýrlandi" gegn því, að Rússar dragi e-h í land í tengslum við Úkraínudeiluna, þannig að henni ljúki með þeim hætti, að uppreisnin í A-Úkraínu taki enda. En á sama tíma, fái svæði í Úkraínu aukið sjálfforræði skv. samkomulagi. Það verði "sakaruppgjöf" til þeirra sem afhenda vopn sín. En öll svæðin í landinu nema Krímskagi, muni lúta stjv. í Kíev. Með þeirri breytingu að svæði fái takmarkað sjálfforræði.


Kv.

Bloggfærslur 24. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 847362

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband