Hamas beinir reiði sinni að "meintum svikurum" á Gaza

Eins og fólk hefur ef til vill frétt - þá drápu Ísraelar 3 þekkta herforingja Hamas á fimmtudag. Viðbrögð Hamas hafa verið áhugaverð - eins og flestir máttu reikna með. Hefur Hamas og Ísrael - skipst á eldflaugum og loftárásum.

  • En þ.e. aðgerð Hamas "gegn eigin borgurum" sem vekur áhuga!
  • Að sjálfsögðu, hafa Ísraelar, drepið mun fleiri af íbúum Gaza undanfarnar vikur, eða nærri 2000.
  • En samt, slíkar "utan dóms" og "utan laga" aftökur - - geta ekki talist ásættanlegar!

Hamas kills alleged Israeli spies

Gazans Suspected of Collaborating With Israel Are Executed

Ekki hef ég hugmynd um, hvernig Reuters hefur áskotnast þessi mynd

Einhver hugrakkur nærstaddur, hefur kannski náð mynd á síma!

"Hamas militants prepared to execute people suspected of collaborating with Israel on Friday in Gaza City."

Samkvæmt fréttum, myrti Hamas allt að 18 af samborgurum sínum - utan dóms og laga. Þeir einstaklingar voru ásakaðir fyrir að veita Ísraelum upplýsingar.

  • Fyrri hópurinn 11 talsins, þar af 2-konur, virðist hafa verið myrtur á föstudagsmorgun.
  • Seinni hópurinn, 7 talsins fyrir utan mosku, um eftirmiðdaginn á föstudag.

"Al Majd...warned that future collaborators would be dealt with in the field, not in courthouses, to create deterrence."

“There were about 20 masked gunmen in the area,” - “One of them said loudly that the death sentence is going to be carried out against seven collaborators.” - “They did not mention their names,” he added. “They shot them after that, and then the militants left. People were shouting, ‘God is great.' ”

Það þarf varla að taka fram - - að slík morð teljast til "mannréttindabrota."

En ef marka má "fréttastofu" Hamas - þá þetta sennilega einungis "byrjunin."

Vandi við það þegar menn fara að "refsa fólki" á götum úti - með þessum hætti. Að þá er hætta á, að menn séu að "gera upp reikninga" - "að drepa þá sem þeim er í nöp við" - "menn séu álitnir sekir um leið og þeir er ásakaðir" - -með öðrum orðum "engin málsvörn í boði."

Mjög líklega í kjölfar þess að nærri 2.000 manns hafa verið drepnir - - er sennilega allt sjóðandi á Gaza.

Það er nánast útilokað - - að ekki sé verið að fremja "eiginleg morð." Ég á við, það virðist ekkert "réttarferli til staðar" hugsanlegt að "sýndardómstóll hafi réttað yfir einhverjum" en þegar hlutir ganga þetta hratt fyrir sig.

Þ.e. ákveðið að drepa 18 daginn eftir að 3-mikilvægir herforingjar falla í loftárásum. Þá getur ekki verið, að mál viðkomandi - hafi verið "raunverulega rannsökuð." 

Mun líklegra, að menn séu að tína upp einhverja, sem auðvelt sé að klína á sök, til að sína almenningi á svæðinu fram á, að Hamas refsi þeim sem aðstoða óvininn.

Kannski einnig - - er Hamas að gera þetta, til að beina "reiði almennings" frá hugsanlega "Hamas sjálfu" að einstaklingum - - jafnvel valdir af "handahófi."

Áhugavert, að nöfn eru ekki gefin upp, þó það sé sagt að tilgangur sé að verja fjölskyldur, þá má vera - sérstaklega ef viðkomandi voru valdir af handahófi - að Hamas vilji draga úr líkum þess að fjölskyldurnar rísi upp og mótmæli ofbeldinu.

En þ.s. nöfnum er haldið leyndum, yrðu þær þá fyrst að "gefa sig fram" - taka áhættuna af því, að samborgarar hugsanlega veitist af þeim, ef þær hyggðust gera e-h í málum látinna ástvina sinna.

 

Niðurstaða

Hamas hefur áður stundað slíkar "án dóms og laga aftökur." Þetta ástand, minnir mann um margt á þ.s. maður hefur heyrt um lögleysuna, er var í "Danmörku" fyrstu dagana eftir að "Þýskaland Nasismans gafst upp." En þá kom tímabil, þ.s. vopnaðir menn - óðu uppi, og drápu meinta eða raunverulega samstarfsmenn nasista. En eins og síðar kom á daginn - - voru langt í frá í öllum tilvikum, þeir drepnir er voru raunverulega, sekir um slíkt athæfi.

Það er auðvitað hættan við aðfarir Hamas, að handtaka fólk með hraði, rétta yfir því á nokkrum klukkustundum, síðan taka af lífi - - sama dag.

Að þá sé verið að drepa þá, sem ekki séu raunverulega sekir, um þann verknað sem þeir eru sakaðir um.

Ég er ekki eiginlega viss um, að það skipti svo miklu máli í augum Hamas manna á þessu augnabliki, kannski braust út reiðibylgja í kjölfar drápa Ísraela á 3-vinsælum herforingjum Hamas; og menn fundu fyrir þörfinni til að drepa einhverja - - kannski bara af handahófi. 

 

Kv.


Bloggfærslur 22. ágúst 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 847361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband